Ásatrú á Íslandi í mikilli sókn

Ásatrúarmenn á landvættablóti.
Ásatrúarmenn á landvættablóti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rúmlega 50% fjölgun hefur orðið í hópi skráðra félaga í Ásatrúarfélaginu frá árinu 2014 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Félagar voru 2.382 árið 2014 en nú eru skráðir 3.583 félagsmenn.

Karlmenn eru í miklum meirihluta í félaginu en 2.369 karlar eru skráðir í félagið og 1.214 konur Til samanburðar voru einungis 1.614 karlar í Ásatrúarfélaginu 2014 og 768 konur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði og forstöðumaður Ásatrúarfélagsins, telur að fjölgun félagsmanna megi rekja til þess að félagið hafi haldið fleiri athafnir og verið sýnilegra upp á síðkastið. „Það eru alltaf fleiri athafnir á hverju ári og ég held að fleiri séu bara að sjá hvað við erum að gera og það fellur fólki vel. Við stundum ekki trúboð, hvetjum samt fólk til að koma ef það hefur áhuga. Blótin hjá okkur eru alltaf opin,“ segir Hilmar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert