Bréfberi var með vegabréfið

Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði.
Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegabréf sem hafði ekki borist með póstinum á tilsettum tíma fannst eftir dálitla eftirgrennslan heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti. Fjarðarfréttir greindu frá atvikinu.

Málavextir eru þeir að stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Völlunum í Hafnarfirði átti von á nýju vegabréfi með póstinum en fjölskyldan var að fara saman í ferðalag til Frakklands. Hún fær tilkynningu frá Þjóðskrá um að vegabréfið eigi að berast í síðasta lagi 25. febrúar. Daginn fyrir brottför, 3. mars, er vegabréfið ekki komið og hjá Þjóðskrá fást þær upplýsingar að það hafi farið í póst á tilsettum tíma. Vegabréfið finnst ekki en stúlkan kemst úr landi með ökuskírteini.

Amma stúlkunnar, sem vann við póstburð á árum áður, ákvað að athuga málið og fór og ræddi við starfsmann hjá Póstinum en mætti dónaskap. Sá sakaði fjölskylduna um að vera með illa merkta lúgu en þegar amman sýndi mynd til sönnunar um að svo væri ekki spurði starfsmaðurinn hvort hún hefði ekki bara verið að merkja lúguna í þessu. Amman náði að fá uppgefið hver bæri út í hverfinu sem stúlkan býr í, fór heim til bréfberans og þar kom faðir hans til dyra, segir í frétt Fjarðarfrétta. Þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á viðkomandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini til yngri systur stúlkunnar, boðskort og jólakveðjur.

Fleiri bíða eftir póstinum

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Morgunblaðið nöfn allra fjölskyldumeðlima vera á útidyrahurðinni og að hún hafi verið merkt eftir leiðsögn fyrrum bréfbera. Þau hafi alltaf fengið sinn póst þar til nýlega þegar það fór að bera á brestum í póstútburðinum á Völlunum. „Við settum þessa sögu inn á Facebooksíðu hverfisins og þá kom í ljós að það voru margir að bíða eftir pósti, nefndu að þeir væru búnir að bíða eftir ökuskírteinum, vegabréfum og greiðslukortum í lengri tíma, þannig að það er eitthvað að í póstdreifingunni. Sem sýnir sig m.a í því að við höfum ekki fengið neinn póst heim til okkar núna í rúma viku,“ segir móðirin en nokkrir íbúar hverfisins hafa líka nefnt að bréfberatöskur hafi legið úti í lengri tíma.

Auk vegabréfsins var ökuskírteini yngri dóttur líka heima hjá bréfberanum. Hana var farið að lengja eftir því og ræða um að það væri miklu lengur á leiðinni en talað hefði verið um. „Íslandspóstur þarf að skoða hvað er að þessu ferli hjá þeim. Það er slæmt að pósturinn manns skuli liggja heima hjá einhverjum en það er tilfinning tengdamóður minnar að þessi póstur hafi legið þarna í marga daga,“ segir móðirin.

Fjölskyldan skrifaði litla greinargerð um málið og sendi Íslandspósti án þess að vera að fara fram á neitt. Fyrsta svarið frá fyrirtækinu var; „Við erum ekki skaðabótaskyldir“ og litlar útskýringar fengust á atvikinu.

Í geymslu yfir helgina

„Það er engin skaðabótaskylda fyrir almenn bréf því þau eru hvorki rekjanleg né tryggð. En við berum að sjálfsögðu ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila og tökum það mjög alvarlega. Það er alls ekki rétta leiðin að viðskiptavinir fari heim til starfsmanns og fái póstinn afhentan þannig,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Atvikið er enn til rannsóknar en að sögn Brynjars Smára bar bréfberinn því við að það hafi ekki verið merking á viðkomandi hurð og hann því haldið bréfinu, búið var að loka dreifingarstöðinni eftir útburð þennan föstudag og því hafi hann sett óskilapóstinn í geymslu heima hjá sér yfir helgina. „Á mánudeginum fær hann annan póst heim til sín og þá átti að ná í þennan póst en það var ekki búið þegar þetta kom upp,“ segir Brynjar Smári, slík atvik séu alls ekki algeng.

Mjög óeðlilegt að faðirinn færi í póstinn

Spurður hvort það sé eðlilegt að bréfberar geymi póst heima hjá sér segir hann það ekki vera en það hafi verið búið að loka dreifingarstöðinni og því ekki annað í stöðunni, en ef slík staða komi upp eigi pósturinn ekki að vera fyrir sjónum annarra, mjög óeðlilegt sé að faðir hans hafi farið í póstinn.

Spurður hvers vegna vegabréfið hafi verið svona lengi á leiðinni svarar Brynjar Smári að eitthvað hafi verið óljóst með rétt heimilisfang viðtakandans. „Í póstfangagrunninum okkar eru tvær skráningar. Þjóðskráin og okkar póstfangagrunnur. Þjóðskráin var með rétt heimilisfang en það var vitlaust í okkar kerfi sem bjó til þennan misskilning á hvorn staðinn bréfið ætti að fara,“ segir Brynjar Smári.

Samkvæmt móður stúlkunnar var fullt nafn hennar á umslaginu, með heimilisfangi lögheimilis þar sem hún býr og er nafn hennar merkt skýrum stöfum á lúguna þar. „Þetta bréf hefði átt að fara inn um lúguna hjá okkur, það er ekkert flókið við það.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Verra en við héldum“

05:30 „Vandamálið er umfangsmeira en ég hélt og við konur vissum almennt af. Þetta er verra en við héldum. Margar héldu að saga þeirra væri einstök og fannst ekki rétt að segja hana. En þegar þú sérð margar aðrar konur segja sína sögu áttarðu þig kannski betur á hversu umfangsmikið þetta er.“ Meira »

Ásókn í Vatnsmýrina

05:30 Félag tengt Róberti Wessman hefur selt hluta af svonefndum E-reit á Hlíðarenda í Reykjavík til leigufélagsins Heimavalla. Samkvæmt tillögu að skipulagi verður heimilt að reisa allt að 178 íbúðir á reitnum. Meira »

Greiðslur úr sjúkrasjóðum vaxa mikið

05:30 Greiðslur til launafólks úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga hafa aukist verulega á þessu ári.   Meira »

Bankarnir hafa greitt til Fjármálaeftirlitsins hátt í fimm milljarða á fimm árum

05:30 Síðastliðin fimm ár nemur heildarfjárhæð eftirlitsgjalds sem viðskiptabankanir þrír greiða til Fjármálaeftirlitsins samtals 4,7 milljörðum króna. Meira »

Einfalt að leiðrétta þessi mistök

05:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að engin undanþáguákvæði séu fyrir hendi, sem hægt er að beita, til þess að víetnamska stúlkan, Chuong Le Bui, sem býr á Íslandi og er í matreiðslunámi, geti dvalið hér þar til lögum hefur verið breytt. Meira »

Þingsetningin má bíða í nokkra daga

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að senn komi að því að taka þurfi ákvörðun um að kalla Alþingi saman, en sá tími sé samt sem áður ekki runninn upp. Meira »

Segir áhyggjur af brottkasti óþarfar

00:07 „Það er miður að ekki hafi verið leitað sjónarmiða þeirra sem nýta auðlindina, sjávarútvegsfyrirtækja eða hagsmunasamtaka þeirra,“ segir í tilkynningu frá Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS, vegna fréttaskýringaþáttarins Kveiks, sem sýndur var á RÚV í kvöld. Meira »

Þurfti að þíða bremsur póstbílsins

05:30 Heitt vatn á brúsum þurfti til að þíða frosnar loftbremsur póstflutningabíls sem festist í Hæðarsteinsbrekku, efstu brekkunni sunnan á Holtavörðuheiði, í fyrrakvöld. Meira »

Óveður fram á laugardag

Í gær, 23:22 Ekki er útlit fyrir að veðrið sem nú ríkir á landinu gangi niður fyrr en á laugardag. Þetta kemur fram í athugasemd veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þar segir að útlit sé fyrir hvassa norðanátt næstu daga. Meira »

Gagnrýnir Áslaugu fyrir prófílmynd

Í gær, 22:58 „Sjálfsagt finnst sumum engu skipta hvernig myndir fólk í stjórnmálum notar til að kynna sig. Dæmi hver fyrir sig.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, í færslu á Facebook og deilir með henni mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Heillast af andrúmslofti Ég man þig

Í gær, 22:30 Spennumyndin Ég man þig hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þekktra erlendra dagblaða.  Meira »

„Subbuskapur af verstu gerð“

Í gær, 22:29 „Ég hef verið á mörgum skipum. Alls staðar hefur verið brottkast,“ sagði sjómaðurinn Trausti Gylfason í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV nú í kvöld. Þar var sýnt myndefni sem Trausti tók úti á sjó á árunum 2008-2011 og sýndi mikið brottkast á fiski, en brottkast er bannað með lögum. Meira »

Frægasta og verðmætasta Íslandskortið

Í gær, 22:25 „Þetta er frægasta Íslandskortið og það verðmætasta,“ segir Viktor Smári Sæmundsson forvörður um Íslandskort frá árinu 1595 sem er boðið falt fyrir 25 til 30 þúsund sænskar krónur eða tæplega 400 þúsund krónur hjá sænska uppboðshúsinu, Stockholms Auktionsverk. Meira »

„Ég manngeri fuglana í bókinni“

Í gær, 20:55 Sumum finnst lyktin af úldnum andareggjum vera hin eina sanna jólalykt. Frá þessu segir og mörgu öðru sem tengist fuglum, í bók sem spéfuglinn Hjörleifur ritaði og ránfuglinn Rán myndskreytti. Þau taka sig ekki of alvarlega, fræða og skemmta og segja m.a. frá áhættusæknum fuglum, sérvisku þeirra og ástalífi. Meira »

„Enginn búinn að skella hurðum“

Í gær, 20:26 „Við höldum bara áfram á morgun,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar hann er spurður um ganginn í stjórnarmyndunarviðræðum. Sigurður Ingi og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sögðu bæði að fundir dagsins hefðu verið góðir. Meira »

Framkvæmdir stangist á við lög

Í gær, 21:20 Fyrirhugaðar framkvæmdir á Landsímareitnum stangast á við lög að mati Varðmanna Víkurgarðsins, sem er gamli kirkjugarðurin í og við Fógetagarðinn. Þar var fólk grafið langt fram á 19. öld og undanþága var veitt fyrir viðbyggingu Landsímahússins á sínum tíma þar sem almannahagsmunir áttu í hlut. Meira »

Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Í gær, 20:41 Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaks á Sólheimasandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

„Þetta hætti ekkert“

Í gær, 20:16 „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt,“ sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...