Bréfberi var með vegabréfið

Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði.
Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegabréf sem hafði ekki borist með póstinum á tilsettum tíma fannst eftir dálitla eftirgrennslan heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti. Fjarðarfréttir greindu frá atvikinu.

Málavextir eru þeir að stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Völlunum í Hafnarfirði átti von á nýju vegabréfi með póstinum en fjölskyldan var að fara saman í ferðalag til Frakklands. Hún fær tilkynningu frá Þjóðskrá um að vegabréfið eigi að berast í síðasta lagi 25. febrúar. Daginn fyrir brottför, 3. mars, er vegabréfið ekki komið og hjá Þjóðskrá fást þær upplýsingar að það hafi farið í póst á tilsettum tíma. Vegabréfið finnst ekki en stúlkan kemst úr landi með ökuskírteini.

Amma stúlkunnar, sem vann við póstburð á árum áður, ákvað að athuga málið og fór og ræddi við starfsmann hjá Póstinum en mætti dónaskap. Sá sakaði fjölskylduna um að vera með illa merkta lúgu en þegar amman sýndi mynd til sönnunar um að svo væri ekki spurði starfsmaðurinn hvort hún hefði ekki bara verið að merkja lúguna í þessu. Amman náði að fá uppgefið hver bæri út í hverfinu sem stúlkan býr í, fór heim til bréfberans og þar kom faðir hans til dyra, segir í frétt Fjarðarfrétta. Þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á viðkomandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini til yngri systur stúlkunnar, boðskort og jólakveðjur.

Fleiri bíða eftir póstinum

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Morgunblaðið nöfn allra fjölskyldumeðlima vera á útidyrahurðinni og að hún hafi verið merkt eftir leiðsögn fyrrum bréfbera. Þau hafi alltaf fengið sinn póst þar til nýlega þegar það fór að bera á brestum í póstútburðinum á Völlunum. „Við settum þessa sögu inn á Facebooksíðu hverfisins og þá kom í ljós að það voru margir að bíða eftir pósti, nefndu að þeir væru búnir að bíða eftir ökuskírteinum, vegabréfum og greiðslukortum í lengri tíma, þannig að það er eitthvað að í póstdreifingunni. Sem sýnir sig m.a í því að við höfum ekki fengið neinn póst heim til okkar núna í rúma viku,“ segir móðirin en nokkrir íbúar hverfisins hafa líka nefnt að bréfberatöskur hafi legið úti í lengri tíma.

Auk vegabréfsins var ökuskírteini yngri dóttur líka heima hjá bréfberanum. Hana var farið að lengja eftir því og ræða um að það væri miklu lengur á leiðinni en talað hefði verið um. „Íslandspóstur þarf að skoða hvað er að þessu ferli hjá þeim. Það er slæmt að pósturinn manns skuli liggja heima hjá einhverjum en það er tilfinning tengdamóður minnar að þessi póstur hafi legið þarna í marga daga,“ segir móðirin.

Fjölskyldan skrifaði litla greinargerð um málið og sendi Íslandspósti án þess að vera að fara fram á neitt. Fyrsta svarið frá fyrirtækinu var; „Við erum ekki skaðabótaskyldir“ og litlar útskýringar fengust á atvikinu.

Í geymslu yfir helgina

„Það er engin skaðabótaskylda fyrir almenn bréf því þau eru hvorki rekjanleg né tryggð. En við berum að sjálfsögðu ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila og tökum það mjög alvarlega. Það er alls ekki rétta leiðin að viðskiptavinir fari heim til starfsmanns og fái póstinn afhentan þannig,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Atvikið er enn til rannsóknar en að sögn Brynjars Smára bar bréfberinn því við að það hafi ekki verið merking á viðkomandi hurð og hann því haldið bréfinu, búið var að loka dreifingarstöðinni eftir útburð þennan föstudag og því hafi hann sett óskilapóstinn í geymslu heima hjá sér yfir helgina. „Á mánudeginum fær hann annan póst heim til sín og þá átti að ná í þennan póst en það var ekki búið þegar þetta kom upp,“ segir Brynjar Smári, slík atvik séu alls ekki algeng.

Mjög óeðlilegt að faðirinn færi í póstinn

Spurður hvort það sé eðlilegt að bréfberar geymi póst heima hjá sér segir hann það ekki vera en það hafi verið búið að loka dreifingarstöðinni og því ekki annað í stöðunni, en ef slík staða komi upp eigi pósturinn ekki að vera fyrir sjónum annarra, mjög óeðlilegt sé að faðir hans hafi farið í póstinn.

Spurður hvers vegna vegabréfið hafi verið svona lengi á leiðinni svarar Brynjar Smári að eitthvað hafi verið óljóst með rétt heimilisfang viðtakandans. „Í póstfangagrunninum okkar eru tvær skráningar. Þjóðskráin og okkar póstfangagrunnur. Þjóðskráin var með rétt heimilisfang en það var vitlaust í okkar kerfi sem bjó til þennan misskilning á hvorn staðinn bréfið ætti að fara,“ segir Brynjar Smári.

Samkvæmt móður stúlkunnar var fullt nafn hennar á umslaginu, með heimilisfangi lögheimilis þar sem hún býr og er nafn hennar merkt skýrum stöfum á lúguna þar. „Þetta bréf hefði átt að fara inn um lúguna hjá okkur, það er ekkert flókið við það.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson sem reynir nú að klífa fjallið K2 er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »

Gefur kost á sér til formennsku SUS

10:15 Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á 44. þingi sambandsins sem fer fram á Eskifirði dagana 8. til 10. september næstkomandi. Meira »

Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“

09:37 „Í raun og veru lítum við á þetta sem tímabundna aðgerð og auðvitað helgast framhaldið svolítið af því hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum og við höfum náttúrlega lengi verið að bíða eftir því,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjó til torfærubraut á Egilsstöðum

10:45 Mikill undirbúningur hefur staðið yfir í sumar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Meðal annars hefur verið útbúin torfærubraut í Selskógi, en keppt verður í fjallahjólreiðum á mótinu. Meira »

Annar drengjanna enn á spítala

10:13 Tveir 16 ára dreng­ir voru flutt­ir á bráðadeild­ina í Foss­vogi eft­ir fjór­hjóla­slys á gatna­mótum Haga­lækj­ar og Laxa­lækj­ar á Sel­fossi í gærkvöldi. Annar þeirra hefur verið útskrifaður en hinn liggur enn á spítala og er alvarlega slasaður. Meira »

Kenna krökkum klifur á Grænlandi

08:40 Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir verkefninu East Greenland Rock Climbing Project (EGRP) þar sem markmiðið er að setja upp klifurleiðir og kenna grænlenskum börnum að klifra. Meira »
Inntökupróf
Palacký University in Olomouc í Tékklandi stefnir að halda inntökupróf í tannlæk...
Til sölu,háþrýstidæla
Til sölu Black og Decker háþrýstidæla,65 bör 360l/klst.ónotuð Fullt af aukahlut...
Gisting í Biskupstungum..
Hlý og falleg 2ja-4urra manna herb. -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.....
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Samkoma fellur niður í kvöld
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Samkoma fellur niður í kv...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...