Bréfberi var með vegabréfið

Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði.
Vegabréfið fannst heima hjá bréfberanum í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vegabréf sem hafði ekki borist með póstinum á tilsettum tíma fannst eftir dálitla eftirgrennslan heima hjá bréfbera ásamt öðrum pósti. Fjarðarfréttir greindu frá atvikinu.

Málavextir eru þeir að stúlka sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Völlunum í Hafnarfirði átti von á nýju vegabréfi með póstinum en fjölskyldan var að fara saman í ferðalag til Frakklands. Hún fær tilkynningu frá Þjóðskrá um að vegabréfið eigi að berast í síðasta lagi 25. febrúar. Daginn fyrir brottför, 3. mars, er vegabréfið ekki komið og hjá Þjóðskrá fást þær upplýsingar að það hafi farið í póst á tilsettum tíma. Vegabréfið finnst ekki en stúlkan kemst úr landi með ökuskírteini.

Amma stúlkunnar, sem vann við póstburð á árum áður, ákvað að athuga málið og fór og ræddi við starfsmann hjá Póstinum en mætti dónaskap. Sá sakaði fjölskylduna um að vera með illa merkta lúgu en þegar amman sýndi mynd til sönnunar um að svo væri ekki spurði starfsmaðurinn hvort hún hefði ekki bara verið að merkja lúguna í þessu. Amman náði að fá uppgefið hver bæri út í hverfinu sem stúlkan býr í, fór heim til bréfberans og þar kom faðir hans til dyra, segir í frétt Fjarðarfrétta. Þegar hann var spurður hvort þar lægi póstur á viðkomandi nafni fór hann inn og kom til baka með vegabréfið og ýmsan annan póst til fjölskyldunnar, m.a ökuskírteini til yngri systur stúlkunnar, boðskort og jólakveðjur.

Fleiri bíða eftir póstinum

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Morgunblaðið nöfn allra fjölskyldumeðlima vera á útidyrahurðinni og að hún hafi verið merkt eftir leiðsögn fyrrum bréfbera. Þau hafi alltaf fengið sinn póst þar til nýlega þegar það fór að bera á brestum í póstútburðinum á Völlunum. „Við settum þessa sögu inn á Facebooksíðu hverfisins og þá kom í ljós að það voru margir að bíða eftir pósti, nefndu að þeir væru búnir að bíða eftir ökuskírteinum, vegabréfum og greiðslukortum í lengri tíma, þannig að það er eitthvað að í póstdreifingunni. Sem sýnir sig m.a í því að við höfum ekki fengið neinn póst heim til okkar núna í rúma viku,“ segir móðirin en nokkrir íbúar hverfisins hafa líka nefnt að bréfberatöskur hafi legið úti í lengri tíma.

Auk vegabréfsins var ökuskírteini yngri dóttur líka heima hjá bréfberanum. Hana var farið að lengja eftir því og ræða um að það væri miklu lengur á leiðinni en talað hefði verið um. „Íslandspóstur þarf að skoða hvað er að þessu ferli hjá þeim. Það er slæmt að pósturinn manns skuli liggja heima hjá einhverjum en það er tilfinning tengdamóður minnar að þessi póstur hafi legið þarna í marga daga,“ segir móðirin.

Fjölskyldan skrifaði litla greinargerð um málið og sendi Íslandspósti án þess að vera að fara fram á neitt. Fyrsta svarið frá fyrirtækinu var; „Við erum ekki skaðabótaskyldir“ og litlar útskýringar fengust á atvikinu.

Í geymslu yfir helgina

„Það er engin skaðabótaskylda fyrir almenn bréf því þau eru hvorki rekjanleg né tryggð. En við berum að sjálfsögðu ábyrgð á því að koma öllum pósti til skila og tökum það mjög alvarlega. Það er alls ekki rétta leiðin að viðskiptavinir fari heim til starfsmanns og fái póstinn afhentan þannig,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts.

Atvikið er enn til rannsóknar en að sögn Brynjars Smára bar bréfberinn því við að það hafi ekki verið merking á viðkomandi hurð og hann því haldið bréfinu, búið var að loka dreifingarstöðinni eftir útburð þennan föstudag og því hafi hann sett óskilapóstinn í geymslu heima hjá sér yfir helgina. „Á mánudeginum fær hann annan póst heim til sín og þá átti að ná í þennan póst en það var ekki búið þegar þetta kom upp,“ segir Brynjar Smári, slík atvik séu alls ekki algeng.

Mjög óeðlilegt að faðirinn færi í póstinn

Spurður hvort það sé eðlilegt að bréfberar geymi póst heima hjá sér segir hann það ekki vera en það hafi verið búið að loka dreifingarstöðinni og því ekki annað í stöðunni, en ef slík staða komi upp eigi pósturinn ekki að vera fyrir sjónum annarra, mjög óeðlilegt sé að faðir hans hafi farið í póstinn.

Spurður hvers vegna vegabréfið hafi verið svona lengi á leiðinni svarar Brynjar Smári að eitthvað hafi verið óljóst með rétt heimilisfang viðtakandans. „Í póstfangagrunninum okkar eru tvær skráningar. Þjóðskráin og okkar póstfangagrunnur. Þjóðskráin var með rétt heimilisfang en það var vitlaust í okkar kerfi sem bjó til þennan misskilning á hvorn staðinn bréfið ætti að fara,“ segir Brynjar Smári.

Samkvæmt móður stúlkunnar var fullt nafn hennar á umslaginu, með heimilisfangi lögheimilis þar sem hún býr og er nafn hennar merkt skýrum stöfum á lúguna þar. „Þetta bréf hefði átt að fara inn um lúguna hjá okkur, það er ekkert flókið við það.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hljómleikar í olíutanka

19:54 Síldarminjasafnið á Siglufirði er fyrir löngu orðið lands- og heimsþekkt, og gríðarlegur fjöldi gesta kemur þangað ár hvert til að fræðast og njóta. Árið 2000 hlaut það Íslensku safnaverðlaunin fyrst safna, og árið 2004 Evrópsku safnaverðlaunin, hið eina á Íslandi. Meira »

OR undirbýr rannsókn á örplasti í vatni

19:10 Orkuveita Reykjavíkur vinnur nú að því að undirbúa mælingar á því hvort örplast leynist í neysluvatni Íslendinga. Þetta staðfestir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, sem segir Orkuveituna nú vera að viða að sér búnaði til að gera slíkar mælingar. Meira »

Sjávarútvegur mikilvægasta atvinnugreinin

18:48 „Ég hef alltaf haft áhuga á sjávarútvegi og skrifað mikið um hann. Ég skrifaði bók fyrir háskólastigið sem kom út í fyrra, en þessi bók er meira ætluð framhaldsskólum og almenningi, hún er einfaldari í framsetningu en gefur gott yfirlit um íslenskan sjávarútveg,“ segir Ágúst Einarsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst og prófessor, í samtali við 200 mílur. Meira »

Bætti ári við með óvæntum burði

18:43 Ærin MæjaBella kom eiganda sínum heldur betur á óvart þegar hún bar tveimur lömbum núna upp úr miðjum september, sem er býsna óvenjulegt. Eigandinn, Ásta Þorbjörnsdóttir, bóndi á Grjótá í Fljótshlíð, tók ungviðinu fagnandi enda er hún mikið fyrir dýr og hefur meðal annars fóstrað móðurlausa grágæsarunga. Meira »

Gekk ekki í takt við þingflokkinn

18:37 „Ég geri ráð fyrir að þetta hafi snúist um að virða það samkomulag sem formennirnir hafa gert um þinglok,“ segir Pawel Bartozsek, þingmaður Viðreisnar. Dagskrártillaga þingmanna Pírata og Samfylkingar, um að taka í dag fyrir frumvarp Pírata um stjórnarskrárbreytingar var felld í dag. Meira »

Braust inn í bílskúr tvo daga í röð

17:51 Karlmaður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 60 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær tilraunir til þjófnaðar. Maðurinn játaði að hafa 10. maí og aftur 11. maí brotist inn í bílskúr í Reykjavík og reynt að stela þaðan búnaði til motorcross-iðkunnar. Meira »

Ekki mikilvægast að koma börnum í skjól

16:45 „Ég tek ekki undir með háttvirtum þingflokksformanni Vinstri grænna, að mikilvægasta málið sé að koma börnum í skjól. […] Það er jafn mikilvægt að bjarga fjölskyldum og búum sauðfjárbænda.“ Þetta sagði Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson í umræðu um breytingar á lögum um uppreista æru. Meira »

Ekki vera á ferðinni að nauðsynjalausu

17:48 Lögreglan á Austurlandi brýnir fyrir fólki að vera ekki á ferðinni fyrir austan næsta sólarhringinn að nauðsynjalausu. Veðurspá gerir ráð fyrri óvenjumikilli úrkomu í landshlutanum. Meira »

Rimantas fannst látinn

16:35 Rimantas Rimkus, sem lýst var eftir í júní, fannst látinn á höfuðborgarsvæðinu í lok síðasta mánaðar. Rimantas, sem var 38 ára og frá Litháen, lætur eftir sig tvö börn. Meira »

Fannst erfitt að kalla sig Framsóknarmann

16:03 Karl Liljendal Hólmgeirsson hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum en hann hefur verið varaformaður Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrennis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Karl hefur sent frá sér. Meira »

Brú milli íslenskra fyrirtækja og Costco

15:43 „Í Costco eru um 2% af vörunúmerum íslensk. Það hljóta að vera fleiri tækifæri að selja fleiri íslensk vörunúmer í Costco hér og líka fyrir íslensk fyrirtæki að koma vörum sínum í búðir Costco í útlöndum,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Meira »

Ný fisktegund veiðist við Ísland

15:39 Brislingur hefur veiðst í fyrsta skipti við Ísland. Gerðist það í leiðangri Hafrannsóknastofnunar sem farinn var til rannsókna á flatfiski á grunnslóð við landið í lok ágústmánaðar. Einungis veiddist einn fiskur af tegundinni og var hann 15 sentimetra langur. Meira »

Ný ferja í höndum Vestmannaeyjabæjar

15:24 Samgönguráðuneytið fer þess á leit við Vegagerðina að stofnunin geri drög að samningi þar sem gert er ráð fyrir að rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju sé í höndum Vestmannaeyjabæjar. Óskað er eftir því að fyrstu drög að samningi liggi fyrir og verði kynnt ráðuneytinu 5. október. Meira »

Tólf mánaða dómar fyrir fjársvik

14:47 Tveir karlmenn voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til 12 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar fyrir fjársvik. Mennirnir, annar á fimmtugsaldri en hinn á sextugsaldri, voru ákærðir fyrir að hafa látið útbúa 22 tilhæfulausa reikninga frá Vert ehf. til Ölgerðarinnar. Meira »

Borgarísjaki út af Ströndum

14:35 Borgarísjaki sést frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum. Jakinn er um 18 kílómetra norð-norðaustur af Nestanga við Litlu-Ávík og um 8 kílómetra austur af Sæluskeri. Meira »

Ræður ekki förinni í þinginu

15:15 „Ég mótmæli því harðlega að því sé beint gegn mér að niðurstaðan hafi ráðist af hótunum, af tuddaskap, af einhvers konar tilraunum til að nota fólk í viðkvæmri stöðu, hælisleitendur eða aðra, sem skiptimynt við þinglok. Ég vísa öllum þessum ummælum til föðurhúsanna.“ Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

14:40 Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Vonbrigði að ná ekki að klára

14:25 Ekki tókst að afgreiða frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir, svo nefnda NPA-þjónustu og frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga úr velferðarnefnd fyrir þinglok. Þetta staðfestir formaður velferðarnefndar. Nefndin hafi þó tryggt málinu áframhaldandi farveg. Meira »
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Ukulele
...
 
L edda 6017092619 i
Félagsstarf
? EDDA 6017092619 I Mynd af auglýsin...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...