Brynhildur og Steinunn hlutu hæstu styrkina

Steinunn Þórarinsdóttir listakona er önnur tveggja sem hlaut hæsta styrkinn …
Steinunn Þórarinsdóttir listakona er önnur tveggja sem hlaut hæsta styrkinn við úthlutun Myndilstarsjóðs. mbl.is/Ómar Óskarsson

Myndlistarmennirnir Brynhildur Þorgeirsdóttir og Steinunn Þórarinsdóttir hlutu hæstu styrkina, eina milljón króna hvor, við úthlutun Myndlistarsjóðs fyrir árið 2017. Myndlistarráð úthlutaði alls 18 milljónum til 50 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. 

Í dag úthlutar myndlistarráð úr Myndlistarsjóði úr fyrri úthlutun á árinu 2017, 18 milljónum til 50 verkefna myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. Alls bárust sjóðnum 121 umsókn að heildarupphæð 101,2 milljónir.

„Stóru verkefnastyrkirnir að þessu sinni eru átján talsins og eru þeim veittar samtals 10.610 þús. kr. en sá flokkur er stærstur líkt og í fyrri úthlutunum. Af þessum verkefnum eru ellefu einkasýningar hér á landi og erlendis og fimm samsýningar. Að auki hljóta tólf myndlistarmenn styrki í flokki minni sýningarverkefna að heildarupphæð 2.490 þús.kr., þrettán styrkir að heildarupphæð 3.400 þús. kr. fara til útgáfu- og rannsókna og 1.500 þús. kr er veitt til undirbúnings verkefna og annarra styrkja.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Myndlistarsjóði. 

Steinunn hlaut styrk vegna sýningar sem nefnist, Sequences VII, Trophies - Targeted Interventions, Gender and Violence. Brynhildur huggst setja upp sýningu í Listasafni Árnesinga síðar á þessu ári.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert