Ekkert heitt vatn í Efra Breiðholti

Á morgun verður ráðist í viðgerð á stofnlögn hitaveitu og …
Á morgun verður ráðist í viðgerð á stofnlögn hitaveitu og því verður heita vatns laust í Efra Breiðholti. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Á morgun, miðvikudaginn 29. mars, kl. 08:30-19:00 verður lokað fyrir heita vatnið í Efra Breiðholti (Fell, Berg og Hólar). Ástæðan er viðgerð á stofnlögn hitaveitu. Gat er á lögninni en vatn úr henni flæðir í nærliggjandi brunn svo engin hætta skapast vegna þess.

Veitur benda íbúum í hverfinu og starfsfólki fyrirtækja á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert