Mörg mál til þingsins frá ríkisstjórn

Ríkisstjórnin vinnur að því að koma málum til þingsins.
Ríkisstjórnin vinnur að því að koma málum til þingsins. mbl.is/Golli

Ríkisstjórnin kemur saman til aukafundar í dag og hyggst afgreiða fjölda mála af þingmálaskrá sinni.

Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum á föstudag um fimmtán mál og sennilega verður annar eins fjöldi mála afgreiddur á ríkisstjórnarfundinum í dag.

Fram hefur komið að þingmálalisti ríkisstjórnarinnar er samtals 101 mál og um 30 þeirra eru komin til Alþingis í formi frumvarpa, þingsályktunartillagna eða innleiðinga á tilskipunum, að því er fram kemur í umfjöllun um þingmál ríkisstjórnarinnar á vorþingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert