Ný söguskilti um herminjar

Enn standa mannvirki frá tímum hersetunnar í Reykjavík.
Enn standa mannvirki frá tímum hersetunnar í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Í gær voru afhjúpuð sjö söguskilti sem sett hafa verið upp við merkar herminjar í Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Skiltin eru samstarfsverkefni Isavia og Reykjavíkurborgar en Friðþór Eydal, starfsmaður Isavia, vann texta og safnaði efni. Friðþór hefur ritað fjölda bóka um hersetu á Íslandi og er einn af helstu sérfræðingum landsins um þau umsvif.

Ljósmyndir á skiltunum sýna hvernig umhorfs var á svæðinu í seinni heimsstyrjöldinni og skýringartextar lýsa hlutverki mannvirkja sem eftir standa, svo sem Reykjavíkurflugvallar og tengdra minja í Öskjuhlíð og Nauthólsvík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert