Saka þingmann um rangfærslur

Kís­il­járnver United Silicon í Helgu­vík.
Kís­il­járnver United Silicon í Helgu­vík.

„Hjá United Silicon hf. starfa í dag 65 manns auk þess sem keypt er þjónusta af fjölmörgum fyrirtækjum víða í Reykjanesbæ. Við teljum það ekki rétta lýsingu á störfum alls þessa fólks þegar þingmaðurinn segir fyrirtækið hvorki vinna fyrir né með samfélaginu í Reykjanesbæ.“

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Kristleifi Andréssyni, stjórn­anda ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon.

Kemur hún í kjölfar þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, baðst afsökunar á því að hafa greitt götu United Silicon, fyrirtækis sem „fengið hefur hundruð milljóna króna stuðning skattgreiðenda að byggja upp rekstur en greiðir starfsmönnum sínum laun sem eru grundvölluð á taxta sem er undir tekjuviðmiðum í landinu,“ sagði Ásmundur.

Þingmaðurinn segir alvarlegt að United Silicon hf., sem hafi notið 700 milljóna króna fjárfestingasamnings, skuli greiða starfsmönnum laun sem séu undir tekjuviðmiðunarmörkum. Þetta eru rangfærslur. United Silicon hf. greiðir laun samkvæmt gildandi kjarasamningum auk launauppbótar mánaðarlega. Meðallaun hjá fyrirtækinu eru 650 þúsund krónur í marsmánuði eða um 200 þúsund krónum hærri en þingmaðurinn fullyrðir að greidd séu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingu United Silicon.

Ásmundur fullyrti á þingi í dag að starfsfólk United Silicon fengi 450 þúsund krónur á mánuði fyrir störf sem myndu skila því 600 til 700 þúsund króna tekjum á mánuði í álverunum.

Stjórnendur United Silicon hf. gera sér grein fyrir þeim mikla þrýstingi sem þingmenn og aðrir fulltrúar almennings hafa orðið fyrir vegna frétta um þá erfiðleika sem hafa steðjað að rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon hf. undanfarið. Hins vegar er unnið hörðum höndum við að leysa þau mál sem upp hafa komið og við höfum fulla trú á að það muni takast,“ segir í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert