13.000 hafa tryggt sér miða á Elly

Katrín Halldóra Sigurðardóttir fær mikið lof fyrir leik sinn og …
Katrín Halldóra Sigurðardóttir fær mikið lof fyrir leik sinn og söng í hlutverki Ellyar Vilhjálms. mbl.is/Árni Sæberg

Uppselt er á allar sýningar verksins Elly í Borgarleikhúsinu þar sem fjallað er um líf söngkonunnar Ellyar Vilhjálms.

Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri, segir að uppselt sé á allar sýningar til 16. júní en þá verður 52. sýningin á verkinu. Stefnt er að því að sýningar hefjist aftur í haust en verið er að fara yfir það hvenær miðar á þær sýningar fari í sölu.

„Það verður væntanlega fljótlega,“ segir Kristín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert