Skoða að hætta póstsendingum vegabréfa

Ný vegabréf
Ný vegabréf mbl.is/Golli

Sendingarmáti vegabréfa er til skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands. Til greina kemur að hætt verði að senda þau með almennum pósti en til þess þarf reglugerðarbreytingu.

Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands, segir að sendingar- og afhendingarmáti vegabréfa hafi verið til skoðunar í nokkurn tíma sem og öryggis- og persónuverndarsjónarmið, unnið sé að greiningu málsins um þessar mundir. Málið er líka inni á borði Persónuverndar sem hefur enn ekki látið álit frá sér um það.

Um einn þriðji hluti vegabréfa er sendur með almennum pósti en umsækjendur ákveða sjálfir hvernig þeir vilja fá vegabréfið sitt afhent, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert