Slökkvistarfi lokið á Siglufirði

Ljósmynd/Jón Heimir

Slökkvistarfi lauk formlega í brugg­verk­smiðjunni Seg­ull 67 á Sigluf­irði um hálfeitt í nótt en um klukkan 23 var búið að slökkva eldinn að mestu, að sögn varðstjóra í lögreglunni á Norðurlandi eystra. 

Slökkvilið í Fjallabyggð var að störfum fram eftir nóttu en rjúfa þurfti gat á veggi í húsinu til að komast betur að eldinum og voru meðal annars notaðar til þess stórar vinnuvélar. Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan 18:00 í gærkvöldi.

Lögregla og slökkvilið munu rannsaka eldsupptök þegar líður á daginn en mikinn reyk lagði yfir bæinn vegna eldsvoðans í gærkvöldi.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert