Vildu flutning til Akraness 2007

HB Grandi er með mikinn rekstur á Norðurgarði við Reykjavíkurhöfn.
HB Grandi er með mikinn rekstur á Norðurgarði við Reykjavíkurhöfn. mbl.is/Golli

Stjórn HB Granda hf. ákvað síðla sumars árið 2007 að sameina alla landvinnslu félagsins á botnfiski í einu fiskiðjuveri. Taldi stjórnin ákjósanlegt að reisa til þess nýtt mannvirki á Akranesi, sem hýsa myndi alla vinnslu og nauðsynlegar frystigeymslur. Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar niðurskurðar á aflaheimildum.

Þetta kemur fram í bréfi sem Árni Vilhjálmsson, þáverandi stjórnarformaður HB Granda, ritaði Birni Inga Hrafnssyni, þáverandi stjórnarformanni Faxaflóahafna sf., hinn 10. ágúst 2007. Fram kemur í bréfinu að frystitogarar HB Granda myndu landa afla sínum á Akranesi. Ennfremur yrðu nálega allar afurðir þaðan fluttar utan með brettaflutningaskipi, ef hagkvæmt reyndist.

Af hálfu Faxaflóahafna var því lýst yfir að fyrirtækið væri reiðubúið að hefjast handa við nauðsynlegar framkvæmdir vegna uppbyggingar HB Granda á Akranesi. Skemmst er frá því að segja að ekkert varð af flutningi HB Granda upp á Akranes í þetta sinn, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert