Áhrif loftslagsbreytinga verða víðtæk

Hitatölur hafa verið mældar í Stykkishólmi undanfarin 220 ár. Síðasta ...
Hitatölur hafa verið mældar í Stykkishólmi undanfarin 220 ár. Síðasta ár var það hlýjasta frá því mælingar hófust, en meðalhitinn var þá 5,5 gráður á ársgrundvelli. mbl.is/ Ómar Óskarsson

„Það er enginn vafi á því að afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og  þjóðlíf verða víðtækar. Það er mjög einföld fullyrðing sem er auðvelt að verja og þær eru nú þegar orðnar nokkrar,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur og formaður vísindanefndar um Loftslagsbreytingar í samtali við mbl.is.

Halldór kynnti á ársfundi Veðurstofunnar nú í morgun hluta skýrslu nefndarinnar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Vonast er til að skýrslan, sem unnin er að beiðni Umhverfisráðuneytisins og sem hluti af sóknaráætlun í loftslagsmálum, verði tilbúin í haust.

Í erindi sínu fjallaði Halldór um loftslagssögu Íslands síðustu árhundruð og áratugi, auk þess að horfa til þróunarinnar næstu hundrað árin.

Hlýnunin hér sú sama og annars staðar á jörðinni

„Það er búið að vera að hlýna hér stöðugt í 200 ár, eða frá því að við byrjuðum að mæla. Þetta er mjög skrykkjótt hlýnun, en í heildina eru þetta 0,8 gráður á öld,“ segir hann. „Vissi maður ekki meira um málið, þá myndi maður mögulega telja að þetta væri náttúruleg sveifla. En af því að við vitum að jörðin er að hlýna og hvers vegna það gerist, þá vitum við líka að á Íslandi er hlýnunin sú sama og annars staðar í heiminum, þó að að sveiflurnar hér séu margfalt meiri.“

Máli sínu til skýringar nefnir Halldór að ef horft sé yfir nógu langt tímabil þá sjáist að þróunin á Íslandi sé í takt við hnattræna hlýnun, sem er um 0,8 gráður á öld.

„Hnattræn hlýnun er auðsæ og ummerki hlýnunar eru víðfem. Þrjú síðustu ár hafa verið þau hlýjustu frá upphafi,“ segir hann.

Fjölmenni var á ársfundi Veðurstofunnar.
Fjölmenni var á ársfundi Veðurstofunnar. mbl.is/Golli

Hlýnar um 4 gráður á næstu öld að óbreyttu

Halldór bætir við að spár hingað til hafi gengið nokkuð vel eftir. „Þannig að það er enginn ástæða til annars, en að telja að ef við höldum áfram að losa þá muni ekki lika halda áfram að hlýna. Það gildir líka fyrir Ísland, jafnvel þó að það verði áfram sveiflur milli ára.“

Halldór segir loftslagsspár vísindanefndarinnar fyrir næstu hundrað árin gera ráð fyrir allt að 4 gráðu hlýnun. „Heitasta sviðsmyndin miðar við að við höldum áfram að losa með sama hætti og áður. Sú sviðsmynd er svo langt út fyrir það sem fellur undir náttúrulegan breytileika, að það væri aldrei hægt flokka hana undir hefðbundnar sveiflur.“

Kaldasta sviðsmyndin sem miðast við að verulega verði dregið úr losun, gerir ráð fyrir 1,5 gráðu hlýnun. „Gangi þessi kaldasta sviðsmynd eftir, þá verður náttúrulega hlýrra, en það munu samt koma tímabil sem verða í ætt við köldustu tímabilin á síðustu öld,“ segir Halldór og nefnir hafísárin sem dæmi.

„Það má segja að vægasta sviðsmyndin sem er aðeins undir Parísarsamkomulaginu hvað losun varðar, sé eins og hlýi hlutinn af síðustu öld þar sem hitastig var ekki miklu hærra en það er nú.“

Jöklar hopa og land grænkar

Halldór fjallaði ekki um afleiðingar hlýnunar í erindi sínu, en sagði í samtali við mbl.is að margt sé þó vitað um þær. „Jöklarannsóknir hafa til að mynda sýnt okkur að íslenskir jöklar eru að hopa mjög mikið og hafa gert nánast látlaust í 30 ár.“  Hann segir árið 2015 hafa verið áhugaverða undantekningu frá þessu, en 2016 hafi jöklarnir síðan aftur hagað sér líkt og fyrri ár.

Hitabreytingar í loftslagslíkönum fyrir landið og miðin, þ.e. svæði sem ...
Hitabreytingar í loftslagslíkönum fyrir landið og miðin, þ.e. svæði sem afmarkast af 60 – 70N og 10 – 30 V. Fyrir 2000 byggir myndin á niðurstöðum 42 loftslagslíkana sem keyrð eru með upplýsingar um aukningu gróðurhúsalofftegunda, agnamengun og eldgos. Líkönunum er ekki ætlað að herma þróun hitans ár frá ári, heldur einungis trúlega dreifingu hans. Gráaskyggða svæðið sýnir niðurstöður líkana og gráir tónar gefa til kynna dreifinguna. Rauða línan er meðaltal líkananna. Svarta línan sýnir niðurstöður líkanreiknings á raunverulegri þróun hita (endurgreining), og fíndregnar ljósbláar línur sýna mælingar á íslenskum veðurstöðvum. Bláa sveigða línan sýnir útjafnað meðaltal íslensku stöðvanna. Augljóslega falla íslensku mælingarnar vel að endurgreiningunni og þó hitaferillinn flakki heldur hann sig að mestu innan gráskyggða svæðisins. Líkön og mælingar eru sammála um hlýnun í lok aldarinnar, en ekki um hlýnunina um miðbik aldarinnar (hnattræn samantekt sýnd í fyrirlestrinum sýnir sambærilega niðurstöðu) Eftir 2000 eru tvær sviðsmyndir sýndar. Sú hlýrri (sviðsmynd RCP85) svarar til lítt heftrar losunar gróðurhúsalofftegunda og ákafari hlýnunar á hnattræna vísu, - sem og við Ísland Sú kaldari (RCP26) svarar til losunar sem er undir s.k. Parísar viðmiðum og í henni hlýnar minna. Ef tímabilin 2081 – 2100 er borið saman við 1986 – 2005 í þessum sviðsmyndum er hlýnunin að jafnaði 4.1 °C í hlýrri sviðsmyndinni en 1.5°C í þeirri kaldari. Kort/Ársskýrsla Veðurstofu Íslands

„Sumir hlutir eru fyrirsjáanlegir vegna þess að staðbundnar aðstæður eru þannig að það má vera nokkuð ljóst hvað gerist,“ segir Halldór og rifjar upp þau orð Odds Sigurðssonar í viðtali við Morgunblaðið fyrir all löngu að Skeiðará myndi skipta um farveg innan tíu ára. „Það tók níu ár og sjö mánuði. Nú er það þannig að allt vatn frá Skeiðarárjökli rennur til sjávar um Gígjufljót, það nær ekki lengur að renna til sjávar um Skeiðará,“ segir hann.

Miklar breytingar hafi þannig orðið sem megi rekja beint til þess að jöklarnir séu að hopa. „Síðan er landið að rísa við suðurströndina, en sígur ýmist annars staðar eða stendur í stað, svo er einnig augljóst að landið hefur grænkað og allt eru þetta áhrif hlýnunar sem við erum að sjá í kringum okkur.

Það er heldur enginn vafi á því að þetta mun hafa mjög miklar breytingar og að afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og þjóðlíf munu verða víðtækar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eiskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Skyrpartý í Heiðmörk

Í gær, 19:45 Ísey-skyr er nýtt alþjóðlegt vörumerki fyr­ir ís­lenskt skyr sem Mjólkursamsalan kynnti með pomp og prakt undir berum himni í Heiðmörk í gær. MS selur nú 100 milljónir skyrdósa erlendis og stefnir í tvöföldun þess á næstu árum. Meira »

Fimm fá rúma 61 milljón króna

Í gær, 19:43 Fyrsti vinningur EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en það gerði hins vegar annar vinningurinn og fá fimm heppnir spilarar rúmar 61 milljónir króna í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir annars vegar í Þýskalandi og hins vegar í Noregi. Meira »

Ímyndunaraflið eina takmarkið

Í gær, 19:32 Bjarni Örn Kristinsson er einn örfárra Íslendinga sem hafa lokið grunnnámi frá Massachusetts Institute of Technology (MIT) sem hefur verið talinn besti háskóli heims samkvæmt QS University Ranking. Meira »

Réttindalaus með bilaða bakkmyndavél

Í gær, 19:00 Skipstjóri hjólabáts, sem bakkað var á kanadíska fjölskyldu við Jökulsárlón í ágúst 2015 með þeim afleiðingum að kona lést, hafði ekki réttindi til stýra bátnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Meira »

Allt á floti á Eskifirði

Í gær, 19:33 „Það er alveg gríðarlega mikil rigning og vatnsveður og það hefur bara hlaupið í ána,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í samtali við mbl.is. Verktakar á Eskifirði vinna nú hörðum höndum að því að bjarga nýlega byggðri brú sem liggur yfir Hlíðarendaá sem rennur í gegnum bæinn. Meira »

Kúnstin að auðga útilíf fjölskyldunnar

Í gær, 19:30 Þær hafa brennandi áhuga og ástríðu fyrir útivist. Áhugi Pálínu Óskar Hraundal hverfist um útilíf fjölskyldunnar í hversdagsleikanum, en háfjallamennska og krefjandi gönguferðir hafa heillað Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Meira »

„Ólögmæt og óréttlát staða“

Í gær, 18:26 „Það er auðvitað grafalvarleg staða að framkvæmdavaldið ákveði að virða niðurstöðu dómstóla að vettugi,“ segir Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, lögmaður Áslaugar Ýrar Hjartardóttur sem hefur stefnt íslenska ríkinu vegna mismununar. Meira »

Wow Cyclothon

Fjórir stál-stólar - nýtt áklæði. Þessir gömlu góðu
Er með fjóra íslenska gæða stálstóla, nýklædda á 8.500.kr Sími 869-2798 STYKKI...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
Stálstólar nýklæddir - gæða stólar - sími 869-2798
Stálstólar, íslenskir gæða-stólar, nýtt áklæði - á 15.500 kr. stykkið, lækkað ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
 
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...