Áhrif loftslagsbreytinga verða víðtæk

Hitatölur hafa verið mældar í Stykkishólmi undanfarin 220 ár. Síðasta ...
Hitatölur hafa verið mældar í Stykkishólmi undanfarin 220 ár. Síðasta ár var það hlýjasta frá því mælingar hófust, en meðalhitinn var þá 5,5 gráður á ársgrundvelli. mbl.is/ Ómar Óskarsson

„Það er enginn vafi á því að afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og  þjóðlíf verða víðtækar. Það er mjög einföld fullyrðing sem er auðvelt að verja og þær eru nú þegar orðnar nokkrar,“ segir Halldór Björnsson, sérfræðingur og formaður vísindanefndar um Loftslagsbreytingar í samtali við mbl.is.

Halldór kynnti á ársfundi Veðurstofunnar nú í morgun hluta skýrslu nefndarinnar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Vonast er til að skýrslan, sem unnin er að beiðni Umhverfisráðuneytisins og sem hluti af sóknaráætlun í loftslagsmálum, verði tilbúin í haust.

Í erindi sínu fjallaði Halldór um loftslagssögu Íslands síðustu árhundruð og áratugi, auk þess að horfa til þróunarinnar næstu hundrað árin.

Hlýnunin hér sú sama og annars staðar á jörðinni

„Það er búið að vera að hlýna hér stöðugt í 200 ár, eða frá því að við byrjuðum að mæla. Þetta er mjög skrykkjótt hlýnun, en í heildina eru þetta 0,8 gráður á öld,“ segir hann. „Vissi maður ekki meira um málið, þá myndi maður mögulega telja að þetta væri náttúruleg sveifla. En af því að við vitum að jörðin er að hlýna og hvers vegna það gerist, þá vitum við líka að á Íslandi er hlýnunin sú sama og annars staðar í heiminum, þó að að sveiflurnar hér séu margfalt meiri.“

Máli sínu til skýringar nefnir Halldór að ef horft sé yfir nógu langt tímabil þá sjáist að þróunin á Íslandi sé í takt við hnattræna hlýnun, sem er um 0,8 gráður á öld.

„Hnattræn hlýnun er auðsæ og ummerki hlýnunar eru víðfem. Þrjú síðustu ár hafa verið þau hlýjustu frá upphafi,“ segir hann.

Fjölmenni var á ársfundi Veðurstofunnar.
Fjölmenni var á ársfundi Veðurstofunnar. mbl.is/Golli

Hlýnar um 4 gráður á næstu öld að óbreyttu

Halldór bætir við að spár hingað til hafi gengið nokkuð vel eftir. „Þannig að það er enginn ástæða til annars, en að telja að ef við höldum áfram að losa þá muni ekki lika halda áfram að hlýna. Það gildir líka fyrir Ísland, jafnvel þó að það verði áfram sveiflur milli ára.“

Halldór segir loftslagsspár vísindanefndarinnar fyrir næstu hundrað árin gera ráð fyrir allt að 4 gráðu hlýnun. „Heitasta sviðsmyndin miðar við að við höldum áfram að losa með sama hætti og áður. Sú sviðsmynd er svo langt út fyrir það sem fellur undir náttúrulegan breytileika, að það væri aldrei hægt flokka hana undir hefðbundnar sveiflur.“

Kaldasta sviðsmyndin sem miðast við að verulega verði dregið úr losun, gerir ráð fyrir 1,5 gráðu hlýnun. „Gangi þessi kaldasta sviðsmynd eftir, þá verður náttúrulega hlýrra, en það munu samt koma tímabil sem verða í ætt við köldustu tímabilin á síðustu öld,“ segir Halldór og nefnir hafísárin sem dæmi.

„Það má segja að vægasta sviðsmyndin sem er aðeins undir Parísarsamkomulaginu hvað losun varðar, sé eins og hlýi hlutinn af síðustu öld þar sem hitastig var ekki miklu hærra en það er nú.“

Jöklar hopa og land grænkar

Halldór fjallaði ekki um afleiðingar hlýnunar í erindi sínu, en sagði í samtali við mbl.is að margt sé þó vitað um þær. „Jöklarannsóknir hafa til að mynda sýnt okkur að íslenskir jöklar eru að hopa mjög mikið og hafa gert nánast látlaust í 30 ár.“  Hann segir árið 2015 hafa verið áhugaverða undantekningu frá þessu, en 2016 hafi jöklarnir síðan aftur hagað sér líkt og fyrri ár.

Hitabreytingar í loftslagslíkönum fyrir landið og miðin, þ.e. svæði sem ...
Hitabreytingar í loftslagslíkönum fyrir landið og miðin, þ.e. svæði sem afmarkast af 60 – 70N og 10 – 30 V. Fyrir 2000 byggir myndin á niðurstöðum 42 loftslagslíkana sem keyrð eru með upplýsingar um aukningu gróðurhúsalofftegunda, agnamengun og eldgos. Líkönunum er ekki ætlað að herma þróun hitans ár frá ári, heldur einungis trúlega dreifingu hans. Gráaskyggða svæðið sýnir niðurstöður líkana og gráir tónar gefa til kynna dreifinguna. Rauða línan er meðaltal líkananna. Svarta línan sýnir niðurstöður líkanreiknings á raunverulegri þróun hita (endurgreining), og fíndregnar ljósbláar línur sýna mælingar á íslenskum veðurstöðvum. Bláa sveigða línan sýnir útjafnað meðaltal íslensku stöðvanna. Augljóslega falla íslensku mælingarnar vel að endurgreiningunni og þó hitaferillinn flakki heldur hann sig að mestu innan gráskyggða svæðisins. Líkön og mælingar eru sammála um hlýnun í lok aldarinnar, en ekki um hlýnunina um miðbik aldarinnar (hnattræn samantekt sýnd í fyrirlestrinum sýnir sambærilega niðurstöðu) Eftir 2000 eru tvær sviðsmyndir sýndar. Sú hlýrri (sviðsmynd RCP85) svarar til lítt heftrar losunar gróðurhúsalofftegunda og ákafari hlýnunar á hnattræna vísu, - sem og við Ísland Sú kaldari (RCP26) svarar til losunar sem er undir s.k. Parísar viðmiðum og í henni hlýnar minna. Ef tímabilin 2081 – 2100 er borið saman við 1986 – 2005 í þessum sviðsmyndum er hlýnunin að jafnaði 4.1 °C í hlýrri sviðsmyndinni en 1.5°C í þeirri kaldari. Kort/Ársskýrsla Veðurstofu Íslands

„Sumir hlutir eru fyrirsjáanlegir vegna þess að staðbundnar aðstæður eru þannig að það má vera nokkuð ljóst hvað gerist,“ segir Halldór og rifjar upp þau orð Odds Sigurðssonar í viðtali við Morgunblaðið fyrir all löngu að Skeiðará myndi skipta um farveg innan tíu ára. „Það tók níu ár og sjö mánuði. Nú er það þannig að allt vatn frá Skeiðarárjökli rennur til sjávar um Gígjufljót, það nær ekki lengur að renna til sjávar um Skeiðará,“ segir hann.

Miklar breytingar hafi þannig orðið sem megi rekja beint til þess að jöklarnir séu að hopa. „Síðan er landið að rísa við suðurströndina, en sígur ýmist annars staðar eða stendur í stað, svo er einnig augljóst að landið hefur grænkað og allt eru þetta áhrif hlýnunar sem við erum að sjá í kringum okkur.

Það er heldur enginn vafi á því að þetta mun hafa mjög miklar breytingar og að afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir náttúru og þjóðlíf munu verða víðtækar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

Í gær, 20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

Í gær, 19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

Í gær, 18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

Í gær, 18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

Í gær, 18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

Í gær, 17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

Í gær, 17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

Í gær, 16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Ferðir féllu niður í dag

Í gær, 17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

Í gær, 16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

Í gær, 15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Birkenstock
HEILSUNNAR VEGNA Stærðir 35-48 - verð frá 8.950,- Laugavegi 178, sími 551 2070. ...
Til sölu Mitsubishi Outlander 2007
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...