Boðar lækkun virðisaukaskatts

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Golli

Undir lok þessarar viku hyggst ríkisstjórnin kynna hugmyndir að lækkun hins svokallaða almenna þreps virðisaukaskattskerfisins sem í dag stendur í 24%. Það var síðast lækkað úr 25,5% í ársbyrjun 2015.

Þetta boðaði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í Hörpu í gær. Sagði hann að hugmyndirnar yrðu kynntar samhliða framlagningu ríkisfjármálaáætlunar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Með því að gera það þá getum við tekið töluvert forskot á Norðurlandaþjóðir varðandi það á hvaða stað við erum með almenna þrep virðisaukaskattsins,“ sagði Bjarni. Sagðist hann telja að nú væri rétti tíminn til að stíga skref í þessa átt, í kjölfar þess að markviss skref hefðu verið stigin til þess að einfalda innheimtukerfi tengd vörugjalda- og tollakerfinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert