Hafa til loka maí til að semja

Í fiskiðjuveri HB Granda.
Í fiskiðjuveri HB Granda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segist hóflega bjartsýnn á að fyrirtækið nái samningi við Akraneskaupstað á næstu mánuðum sem tryggi áframhaldandi vinnslu botnfisks í bæjarfélaginu.

Hann segir að hópuppsögn muni taka gildi fyrir 1. júní ef ekki verður komin niðurstaða í viðræðurnar í lok maí.

„Við munum þurfa að ráðast í uppsagnir fyrir 1. júni ef ekki verður komin einhver niðurstaða í viðræðunum sem fær okkur til að gera annað,“ segir Vilhjálmur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, frestunina vera tækifæri. „Ég er bjartsýnn á að við getum fundið leið í sameiningu til þess að láta þetta ganga upp. Ég vil þó taka fram að það er ekkert gefið,“ segir Sævar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert