Hálkublettir á Holtavörðuheiði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir eru á Holtavörðuheiði.

Á Vestfjörðum er eitthvað um hálku eða snjóþekja á fjallvegum en þæfingur er niður í Trostansfjörð.

Greiðfært er á Norðvesturlandi en á Norðausturlandi eru hálkublettir á flestum fjallvegum en hálka er á Hófaskarði, greiðfært á láglendi.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fjallvegum en greiðfært á láglendi.

Greiðfært er með Suðausturströndinni, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert