Fylgi Pírata dregst saman

Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata.
Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Smári McCarthy og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata. mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfstæðisflokkurinn er sem fyrr með mest fylgi stjórnmálaflokka á Íslandi, ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups, rúmlega 29% fylgi sem er það sama og flokkurinn fékk í þingkosningunum í október. Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna frá því fyrir mánuði en helsta breytingin er að fylgi Pírata minnkar um tvö prósentustig.

Vinstri hreyfingin – grænt framboð er eins og í síðustu könnunum með næstmest fylgi. Flokkurinn mælist nú með 25% fylgi en hlaut 15,9% í kosningunum. Tæplega 11% myndu kjósa Framsóknarflokkinn nú miðað við 11,5% í kosningunum. Píratar eru með 10% fylgi en fengu 14,5% í kosningunum. Þeir mældust með 12% í síðustu könnun Gallup.

Samfylkingin nýtur stuðnings 8% kjósenda sem er svipað og síðast. Björt framtíð er með 6% fylgi og sama á við um Viðreisn. Þetta er svipað og í síðustu könnun en Björt framtíð fékk hins vegar 7,2% í kosningunum í október og Viðreisn 10,5%. Þrjú prósent myndu kjósa Flokk fólksins nú og um eitt prósent Dögun.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 41% sem er sama og síðast. Ríkisútvarpið greinir frá þessu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert