„Íslenska módelið“ vekur athygli víða

Skipulagt íþróttastarf er talið besta forvörnin fyrir börn.
Skipulagt íþróttastarf er talið besta forvörnin fyrir börn. Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir

Árangur Íslands í forvörnum hefur vakið verðskuldaða athygli utan landsteinanna. Fréttastofa AFP birti í gær ítarlega frásögn af verkefninu og stutt er síðan breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um málið.

„Síminn hefur ekki stoppað hjá okkur eftir að fréttir af þessu verkefni fóru að birtast í erlendum fjölmiðlum,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greiningar, í Morgunblaðinu í dag um þá miklu athygli sem árangur Íslendinga við að draga úr áfengis- og fíkniefnanotkun ungmenna hefur fengið utanlands.

Samspil rannsókna og stefnumótunar á sviði áfengis- og vímuefnamála ungs fólks „íslenska módelið“ er þegar orðið útflutningsvara og hefur fjöldi borga í Evrópu unnið eftir aðferðafræði „íslenska módelsins“. Evrópska vímuefnarannsóknin (ESPAD) sýndi í fyrra að 48% evrópska ungmenna neyttu áfengis síðustu 30 daga í samanburði við einungis 9% íslenskra ungmenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert