„Tillagan skýrir sig sjálf“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Styrmir Kári

Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Lilja Alfreðsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem meðal annars er kveðið á um að Alþingi fagni því að umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið hafi verið dregin til baka. Ennfremur að ekki verði sótt aftur um inngöngu í sambandið nema fyrir liggi vilji meirihluti íslensku þjóðarinnar til þess að ganga þar inn.

Ennfremur að Alþingi feli utanríkisráðherra og öðrum hlutaðeigandi stjórnvöldum að beita sér fyrir því „að viðhalda og bæta viðskiptatengsl Íslands og Bretlands, auk annars tvíhliða samstarfs ríkjanna, samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu“. Greinargerð fylgir sem er í styttri kantinum en þar segir einfaldlega: „Tillagan skýrir sig sjálf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert