Tugir undir lögaldri á skemmtistað

mbl.is/Eggert

Lögreglunni barst ábending skömmu eftir miðnætti um að ungmenni undir 18 ára aldri væru inni á skemmtistað á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að rúmlega 30 ungmenni undir þeim aldursmörkum voru inni á staðnum.

Bjórkvöld á vegum menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu fór fram á skemmtistaðnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Lokaði lögreglan honum í kjölfarið.

Lögreglan hafði einnig afskipti af sjö ökumönnum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið eftir miðnætti vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Voru þeir færðir til sýnatöku og síðan sleppt að því loknu.

Þá hafði lögreglan afskipti af einstaklingi eftir klukkan fjögur vegna gruns um heimilisofbeldi. Var hann handtekinn og færður í fangaklefa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert