Geta ekki svarað um orðspor kaupendanna

Arion banki.
Arion banki. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir

Fjármálaeftirlitið hefur ekki lagt mat á hæfi nýrra hluthafa í Arion banka hf. til að fara með virkan eignarhlut í bankanum í samræmi við lög um fjármálafyrirtæki. Því hafa þeir aðilar sem keyptu í Arion banka ekki látið FME í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fjármálaráðherra, Benedikts Jóhannessonar, um kaup á 29,2% hlut í Arion banka.

Ráðherra spurði m.a. hvort orðspor einhvers eða einhverra kaupenda væri líklegt til að skaða orðspor Arion banka en því gat FME ekki svarað.

Í svarinu kemur fram að það sé mat FME að enginn hinna nýju hluthafa fari nú þegar með virkan eignarhlut í bankanum í skilningi laga um fjármálafyrirtæki en þrír aðilar; TCA New Si­decar III s.a.r.l., Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l., hafi upplýst FME um að þeir kunni að auka við hlut sinn.

„Hafa þeir upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt sé að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum,“ segir í svarinu.

Innan FME sé hafinn undirbúningur að slíku mati.

Í svarinu segir einnig að allir nýju hluthafarnir eða aðilar þeim tengdir hafi verið á meðal kröfuhafa Kaupþings ehf. við gerð nauðasamninga félagsins og fari nú með hlut í félaginu.

Spurningar ráðherra voru eftirfarandi:

 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?
 2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?
 3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?
 4.  Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?
 5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi? 
 6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?
 7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?
 8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?
 9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?
 10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?
 11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka?

Hér má finna erindi ráðherra í heild og hér má finna svör FME.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bíða með óþreyju eftir nýrri reglugerð

14:20 Smábátaeigendur eru nú sagðir bíða með óþreyju eftir reglugerð frá sjávarútvegsráðuneytinu um viðbótarheimildir í makríl. Greint er frá þessu á vef Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Skálfti að stærð 4 við Fagradalsfjall

14:20 Skjálfti að stærð 4,0 með upp­tök um tvo og hálfan kílómetra aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga varð kl. 13.55. Rétt fyrir hádegi, klukkan 11.40, mældist annar jarðskjálfti að stærð 3,9. Meira »

Skipstjóri fær frest til að kynna sér gögn

13:38 Búið er að fresta máli skipstjóra sem ákærður er fyrir að hafa framið almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng í Arnarfirði á Vestfjörðum. Málið verður næst tekið fyrir 6. september. Meira »

„Þarna fann ég að ég er ekki ein“

13:10 Áslaug Ýr Hjartardóttir, sem fyrr í sumar stefndi íslenska ríkinu vegna synjunar á endurgjaldslausri túlkaþjónustu fyrir ferð hennar til Svíþjóðar í sumarbúðir fyrir daufblind ungmenni á Norðurlöndunum, er nú komin heim eftir dvölina. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

13:08 „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Makrílvertíðarstemning í Neskaupstað

13:05 Líf og fjör er nú í höfn Neskaupstaðar þar sem veiðiskipin skiptast á að koma og fara, á meðan flutningaskip lesta afurðirnar. Makrílvertíðarstemning er í bænum. Meira »

Skjálfti að stærð 3,9 fannst víða

12:10 Skjálfti af stærð 3,9, með upptök um þrjá km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð kl. 11:40. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Minigolfvöllur vígður í Guðmundarlundi

13:00 Nýr minigolfvöllur var tekinn í notkun í Guðmundarlundi í Kópavogi á sumarhátíð eldri borgara í gær. Hugmyndaríkur Kópavogsbúi benti á að tilvalið væri að setja upp minigolfvöll í lundinum og samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillöguna. Meira »

Rafmagnslausir með brotið mastur

11:53 Óljóst er hvert framhaldið verður með bandarísku skútuna sem lenti í vandræðum suðvestur af landinu í nótt. Landhelgisgæslan segir að það fari eftir ástandi hennar, en mastrið hafði brotnað og rafmagnslaust var um borð. Þrír voru um borð í skútunni sem sluppu allir ómeiddir. Meira »

Ferðir Herjólfs felldar niður

11:31 Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum, sem áætluð var klukkan 11, hefur verið felld niður vegna ölduhæðar og sjávarstöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sæferðum. Meira »

Klára síðasta kaflann í dag

11:29 „Þetta er nú bara held ég alveg að verða búið. Þetta er síðasti kaflinn á Suðurlandsvegi í bili við klárum í dag,“ segir Gunnar Örn Erlingsson hjá malbikunarstöðinni Hlaðbær Coals hf. sem annast malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi. Meira »

Skjálfta­hrina við Fagradalsfjall

11:24 Skjálfta­hrina mæld­ist norðaustan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, um fjóra kílómetra suðvestan af Keili, í morgun. Síðan þá hafa mælst 40 skjálftar, af stærðinni 1,0 og 2,0. Hrinan er enn í gangi að sögn vakthafandi jarðskjálftafræðings. Meira »

Skútan er fundin

10:54 Bandaríska skútan sem óttast var að hefði lent í vandræðum er fundin og allir þrír í áhöfninni eru um borð. Ekkert amar að þeim. Flugvél Isavia fann skútuna rétt fyrir klukkan ellefu í dag. Meira »

Veita styrki fyrir tvær milljónir króna

10:05 Fjórir nemendur við Fisktækniskóla Íslands í Grindavík munu fá samtals tvær milljónir króna frá IceFish-námssjóði Íslensku sjávarútvegssýningarinnar, sem fram fer dagana 13.-15. september. Meira »

Spennandi tímar fram undan á fatasölumarkaði

09:56 Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar á verslunarrýminu. Ný og endurbætt verslun opnar aftur í október. Rekstrarstjóri Zöru segir að spennandi tímar séu fram undan í fatasölumarkaði. Meira »

Sjálfvirku hliðin flýta mikið fyrir

10:44 Ný sjálfvirk landamærahlið sem tekin voru í notkun um miðjan síðasta mánuð á Keflavíkurflugvelli hafa gefið mjög góða raun. Komu- og brottfararfarþegar á leið til og frá ríkjum utan Schengen-svæðisins þurfa að fara í gegnum vegabréfaeftirlit og býðst ríkisborgurum Evrópusambandsins og EES-ríkja eldri en 18 ára að skanna vegabréfið handvirkt við sjálfvirku hliðin. Meira »

Mengun í Mosfellsbæ sé næstum daglegt brauð

10:00 Bæjarfulltrúi Íbúarhreyfingarinnar í Mosfellsbæ, segir mengunina í Mosfellsbæ vera gamlar fréttir fyrir hverfisbúa. Mengunarmál séu næstum daglegt brauð og aðgerðarleysi bæjarins vera söguna endalausu. Meira »

Ekki skilja hundana eftir úti í bíl

09:19 Hundaeigendum er bent á að skilja hunda ekki eftir í bílum þegar heitt er í veðri. Hitastig í bílum sem sólin skín á getur mjög fljótt farið upp fyrir 25°C, jafnvel þótt gluggar séu opnir. Hundar þola hita afar illa og geta fengið hitaslag eða drepist á skömmum tíma. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, smíðaðar eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215 www.byg...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...