Hátt leiguverð rekur fólk úr landi

Leiguverð er orðið hátt vegna skorts á lóðum og húsnæði …
Leiguverð er orðið hátt vegna skorts á lóðum og húsnæði í borginni. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Margir hafa leitað til hjónanna Emilíu Fannbergsdóttur og Eiríks Einarssonar en þau hafa ákveðið að flytja til Spánar í stað þess að leita sér að nýju leiguhúsnæði í Reykjavík.

„Við flytjum til Spánar í haust þegar leigusamningurinn rennur út hjá okkur og það hafa margir haft samband, sem eru í sömu hugleiðingum,“ segir Emilía en ákvörðunina tóku þau eftir tveggja mánaða dvöl á Spáni í vetur.

„Við vorum á Spáni núna í janúar og febrúar en þar leigðum við sambærilega íbúð og þá sem við búum í hér heima á þriðjunginn af því leiguverði sem við borgum hér.“ Kostnaður af leigu, rekstri á bíl og uppihaldi er svipaður og mánaðarleiga á sæmilegri íbúð í Reykjavík, segir Emilía í umfjöllun umm mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert