Tálmun er andlegt ofbeldi

Sérfræðingur í barnarétti segir mikilvægt að breytingar á barnaverndarlögum verði …
Sérfræðingur í barnarétti segir mikilvægt að breytingar á barnaverndarlögum verði samþykktar. mbl.is/Ófeigur

„Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi,“ segir María Júlía Rúnarsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í barnarétti. Tálmun á umgengni foreldra eða forráðamanns við barn verður skilgreind sem andlegt ofbeldi og þá verður málið meðhöndlað sem barnaverndarmál, ef breytingar á frumvarpi á barnaverndarlögum verða samþykktar á Alþingi.

Hún segist hafa heyrt þau sjónarmið að einkennilegt sé að tálmun sé gerð refsiverð. Hún bendir á að það sé refsivert að beita börn andlegu ofbeldi og því sé aðalatriði að þetta verði barnaverndarmál og að úrræðum barnaverndarlaganna verði beitt.  

María Júlía skrifaði meistararitgerð um þetta efnið árið 2009. Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu að tálmun er ein tegund ofbeldis og því verði að skilgreina hana sem slíka í lögum. Hún bendir á að rannsóknir sýni að börn beri skaða af því í einhverjum tilfellum að vera svipt þeim rétti að umgangast annað foreldri sitt.     

Hún hvetur þingmenn til að kynna sér málið vel áður en þeir taka ákvörðun um afgreiðslu frumvarpsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert