Geðheil­brigðisþjón­usta setið á hakanum

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra.
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það voru áætlan­ir um að koma upp öldrun­ar­geðdeild fyr­ir hrun og við þurf­um að dusta rykið af þeim áform­um en við erum ekki enn kom­in svo langt,” seg­ir Ótt­arr Proppé, heil­brigðisráðherra, aðspurður um aðgerðir til að bæta geðheil­brigðisþjón­ustu fyr­ir aldraða.

Hann vís­ar til þess að fyr­ir hrun voru áform um að koma öldrun­ar­geðdeild á lagg­irn­ar árið 2006 en þær runnu út í sand­inn. Eldri borg­ur­um fjölg­ar jafnt og þétt og ætla má að þörf­in fyr­ir slíka þjón­ustu sé ekki minni í dag en hún var fyr­ir rúm­um ára­tug.

Í umfjöllum mbl.is um geðlyfjanotkun aldraðra kemur meðal annars fram að bæta þyrfti geðheilbrigðisþjónustu aldraðra til að reyna að draga úr geðlyfjanotkun þessa aldurshóps. Að mati Pálma V. Jóns­son­ar, öldrun­ar­lækn­is þyrfti að fá sér­hæfða öldrun­ar­geðlækna til starfa til að sinna þess­um ald­urs­hópi. „Ég get tekið und­ir með Pálma að það þurfi að bæta sér­hæfðar öldrun­ar­geðlækn­ing­ar en við þurf­um að tryggja að við höfum fagfólk til að veita þjónustuna,“ seg­ir Ótt­arr.

Mikil geðlyfjanotkun vandamál

Al­mennt höf­um við dreg­ist aft­ur úr öðrum þjóðum þegar kem­ur að geðheil­brigðisþjón­ustu, að sögn Ótt­ars. „Það virðist lík­lega vera ein af ástæðunum fyr­ir því að við not­um meiri geðlyf en aðrar þjóðir. Þessi mikla geðlyfja­notk­un er eitt af vanda­mál­un­um sem við stönd­um frami fyr­ir og Embætti land­lækn­is er að skoða,“ seg­ir Ótt­arr og tek­ur fram í þessu sam­hengi að geðlyf eru gagn­leg og mik­il­væg við rétt­ar aðstæður.

Geðheil­brigðismál­in eru eitt af áherslu­atriðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Unnið er eft­ir geðheil­brigðis­stefnu og -áætl­un sem var samþykkt í fyrra, að sögn Ótt­ars.

mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Bæta þjónustuna gegnum heilsugæsluna

„Við höf­um verið að reyna að finna leiðir til að fylgja eftir geðheil­brigðisáætl­uninni eins og hún var samþykkt í fyrra og jafnvel að gera enn betur. Við erum að bæta þjón­ust­una í gegn­um heilsu­gæsl­una og meðal ann­ars rmeð því flýta ráðningu sál­fræðinga og auka geðheil­brigðisþjón­ust­una með þeim hætti,“ seg­ir Ótt­arr. Sá hóp­ur sem einkum hef­ur verið lögð áhersla á að þjón­usta hafa verið ungt fólk og börn.

Í fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru áform um að auka fjár­magn í heil­brigðismál­in. „Við erum ekki kom­in á það stig að út­færa hvernig því fjár­magni er ná­kvæm­lega skipt milli ár­anna 2018 til 2022 en gert er ráð fyr­ir auknu fjár­magni í hjúkr­un­ar- og spít­alaþjón­ust­una á næstu árum,“ seg­ir Ótt­arr.

Eins og staðan er núna hef­ur viðbótarfjármagn til geðheil­brigðismála aldraðra enn ekki verið eyrna­merkt sér­stak­lega.

Hreyfiseðlar gagnast

Í þessu sam­hengi bend­ir Ótt­arr á að huga þurfi að fjöl­breytt­um leiðum sem hægt er að fara til að efla lýðheilsu aldraðra og þar með geðheilsu. Lækn­ar ávísa sí­fellt fleiri hreyfiseðlum fyr­ir fólk sem hafi reynst vel. Und­an­farið hafi verið mik­il þróun í þess­um mála­flokk sem Íslend­ing­ar verði að fylgj­ast vel með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert