Stím-málið á dagskrá í maí

Lárus Welding og Jóhannes Baldursson fyrir miðri mynd, en þeir …
Lárus Welding og Jóhannes Baldursson fyrir miðri mynd, en þeir voru báðir ákærðir í málinu. Reimar Pétursson, lögmaður Jóhannesar, er til hægri. Eggert Jóhannesson

Stím-málið verður tekið fyrir í Hæstarétti í næsta mánuði, en samkvæmt dagskrá réttarins verður það flutt 22. maí. Þrír sakborningar í málinu voru dæmdir í fangelsi í desember árið 2015, frá 18 mánuðum upp í 5 ár. Málið er eitt af hinum svokölluðu hrunmálum og tengist 20 milljarða króna láni bankans til félagsins Stím til kaupa hlutabréfa í Glitni og FL Group, en FL var á þessum tíma stærsti hluthafi Glitnis.

Í héraðsdómi var Lárus Welding, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, dæmd­ur í fimm ára fang­elsi fyr­ir umboðssvik. Jó­hann­es Bald­urs­son, sem var fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is, var dæmd­ur í 2 ára fang­elsi í mál­inu, einnig fyr­ir umboðssvik. Þor­vald­ur Lúðvík Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri Saga Capital, var dæmd­ur í 18 mánaða fang­elsi fyr­ir hlut­deild að umboðssvik­um.

Jóhannes fór í fyrra fram á að fá að leiða starfsmann héraðssaksóknara fyrir réttinn sem vitni, en vísað var til þess að sím­töl milli ákærða og verj­anda hans hefðu verið hleruð og hlustað á þau í þágu rann­sókn­ar máls­ins. Hafi þeim ekki verið eytt jafnóðum eins og gerð sé krafa um í lög­um um meðferð saka­mála. Bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfnuðu kröfunni.

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, einn hinna ákærðu í málinu.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, einn hinna ákærðu í málinu. Eggert Jóhannesson

Í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur í málinu frá því 2015 kem­ur fram að Lár­us hafi 16. nóv­em­ber 2007 sem for­stjóri og formaður áhættu­nefnd­ar Glitn­is banka mis­notað stöðu sína með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir sín­ar til lán­veit­inga og stefna fjár­mun­um bank­ans í veru­lega hættu þegar hann lét bank­ann veita FS 37 ehf. rúm­lega 19,5 millj­arða króna án full­nægj­andi trygg­inga og í and­stöðu við regl­ur stjórn­ar bank­ans og lána­regl­ur bank­ans. En lánið rúmaðist ekki inn­an viðskipta­marka sem áhættu­nefnd og ákærði gátu ákveðið.

Lár­us und­ir­ritaði fyr­ir hönd Glitn­is banka láns­samn­ing við FS 37 ehf. þar sem bank­inn veitti fé­lag­inu fyrr­nefnt 19.538.481.818 króna lán. „Lánið var til eins árs og veitt í þeim til­gangi að fjár­magna um 78% af kaup­verði FS 37 ehf. á um 4,3% hlut í Glitni banka hf. og um 4,1% hlut í FL Group hf. Hluta­bréf­in keypti fé­lagið af Glitni banka hf. sjálf­um með kaup­samn­ingi dag­sett­um 14. nóv­em­ber 2007, alls 640.000.000 hluti í Glitni banka hf. á 25,5 krón­ur hvern hlut, og 380.000.000 hluti í FL Group hf. á 22,05 krón­ur á hvern hlut. Hluta­bréfaviðskipt­in námu alls 25.038.481.818 krón­um. Viðskipta­dag­ur var 13. nóv­em­ber 2007 og upp­gjörs­dag­ur 16. nóv­em­ber 2007. Af láni Glitn­is banka hf. til FS 37 ehf. var 19.343.097.000 krón­um ráðstafað, 19. nóv­em­ber 2007, upp í greiðslu fyr­ir hlut­ina inn á reikn­ing FS 37 ehf. hjá Glitni banka hf,“ seg­ir í dómn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert