Þetta er algjör svívirða

Gunnar Hrafn Jónsson.
Gunnar Hrafn Jónsson.

Ég þarf að skreppa úr húsi af brýnni nauðsyn,“ sagði Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður pírata undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Boðað hefur verið til mótmæla við vel­ferðarráðuneytið vegna þess að Hugarafl, sam­tök notenda geðheil­brigðisþjón­ust­unn­ar, fékk eina og hálfa millj­ón króna í styrk.

Gunnar sagði ríkisstjórnina vera að bregðast og benti á að styrkurinn væri lægri en í fyrra en þá var hann átta milljónir króna. Hann sagði að það væri hræðilegt að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra ætlaði ekki að skaffa Hugarafli meira en 1,5 milljónir króna; rétt rúmlega mánaðarlaun þingmanns. „Ég veit ekki hvort ég væri hér ef Hugarafl væri ekki til.“

Hann sagði að það ætti að krefjast árslauna þingmanna, ekki mánaðarlauna. „Ég er satt að segja brjálaður yfir þessu. Það er verið að leika sér með mannslíf og þetta er algjör svívirða,“ sagði Gunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert