Launin munu fylgja launavísitölu

Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur.
Frá fundi í borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Styrmir Kári

Borgarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að afsala sér launahækkun samkvæmt úrskurði kjararáðs samhliða því að aftengja laun borgarfulltrúa við laun þingmanna. Munu laun borgarfulltrúa í framtíðinni fylgja launavísitölu. 

Tillagan var samþykkt með níu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata gegn atkvæði Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. Aðrir borgarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Í tilkynningu Reykjavíkurborgar kemur fram að ef hækkanir hefðu tekið gildi samkvæmt úrskurði Kjararáðs um hækkun þingfararkaups hefðu grunnlaun borgarfulltrúa hækkað úr 593.720 krónum í 856.949 krónur, en með samþykkt borgarstjórnar í dag munu grunnlaun borgarfulltrúa hækka úr 593.720 krónum í 633.505 krónur eða um 6,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert