Þyrla Gæslunnar sótti sjúkling til Eyja

TF-GNA á flugi.
TF-GNA á flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um hálfníuleytið í kvöld beiðni frá Neyðarlínunni um að þyrla færi til Vestmannaeyja að sækja sjúkling og flytja hann til Reykjavíkur. Vegna þoku og rigningar var ekki unnt að senda sjúkraflugvél eftir honum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Segir þar að þyrlan TF-GNA hafi farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 21.17 og lent á flugvellinum í Vestmannaeyjum laust fyrir klukkan tíu.

„Skömmu síðar hélt þyrlan svo til baka og lenti hún á Reykjavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan ellefu. Þar beið sjúkrabíll sem flutti sjúklinginn á Landspítalann,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert