Verður birt fyrirkall í dag eða á morgun

Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa …
Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur þegar hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Thom­as Møller Ol­sen, græn­lensk­um karl­manni sem setið hef­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur, verður líklegast birt fyrirkall í málinu í dag eða seinasta lagi á morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is.

Ákæra í málinu var gefin út á fimmtudaginn í síðustu viku og fékk lögmaður mannsins þá afhenta ákæruna og gögn málsins. Kolbrún segir að sama dag hafi héraðsdómur fengið málið til sín og dómstjóri hafi svo farið yfir það. Í framhaldinu er haft samband við bæði saksóknara og verjanda og fær svo saksóknari uppgefna tímasetningu fyrir þingfestingu. Saksóknari birtir í framhaldinu ákærða fyrirkallið sem er formlegt ferli allra sakamála.

Kolbrún segir að í raun hafi þetta gengið nokkuð hratt fyrir sig og að ekkert óeðlilegt sé við tímaramma málsins.

Maðurinn var úrskurðaður í 4 vikna gæsluvarðhald í kjölfar útgáfu ákærunnar.

Birna hvarf 14. janú­ar. Hún sást síðast á eft­ir­lits­mynda­vél í miðborg Reykja­vík­ur. Sjón­ir lög­reglu beind­ust fljót­lega að skip­verj­um á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq og voru tveir þeirra hand­tekn­ir um borð í skip­inu 17. janú­ar. Birna fannst lát­in 21. janú­ar. Hún var tví­tug að aldri.

Öðrum mann­in­um var sleppt úr haldi og hélt hann til Græn­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert