Yfir eitt þúsund íbúðir í Vesturbænum

Íbúðir á Lýsisreitnum.
Íbúðir á Lýsisreitnum. Mynd/Reykjavíkurborg

Í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt í gær koma níu staðir í Vesturbænum við sögu. Samtals er gert ráð fyrir því að 1.166 íbúðir verði byggðar í þessum borgarhluta á næstu árum. 

 

Á lista yfir íbúðir á byggingasvæði á framkvæmdastigi er Lýsisreiturinn sem er staðsettur við horn Grandavegar og Eiðsgranda. Þar eru 142 íbúðir í smíðum. Meðalstærð þeirra er 118 fermetrar.

Íbúðir á Lýsisreitnum.
Íbúðir á Lýsisreitnum. Mynd/Reykjavíkurborg

Íbúðir sem eru í samþykktu deiliskipulagi eru fleiri í Vesturbænum, eða samtals 464. Í Vesturbugt við gömlu höfnina verða 176 íbúðir.

Meðalstærð íbúðanna verður 100 fermetrar. Hlutfall húsnæðisfélaga sem eiga íbúðir þar verður 42%.

Á Keilugranda verða 78 íbúðir byggðar og verður meðalstærð þeirra 83 fermetrar. Þar verður hlutfall húsnæðisfélaga sem eiga íbúðir 100%.

Stefnt er á byggingu 78 íbúða við Keilugranda.
Stefnt er á byggingu 78 íbúða við Keilugranda.

Á Vísindagörðunum  er reiknað með 210 nemendaíbúðum. Meðalstærð íbúða verður 43 fermetrar og hlutfall húsnæðisfélaga 100%.

Alls eru 415 íbúðir í Vesturbænum á svæðum sem eru í skipulagsferli. Á BYKO-reitnum er gert ráð fyrir 70 íbúðum. Meðalstærð íbúðanna verður 43 fermetrar.

Á Héðinsreitnum, sem skiptist í Seljaveg 2 og Vesturgötu 64, verða 275 íbúðir en ekkert kemur fram í húsnæðisáætluninni um meðalstærð þeirra.

Vesturbugt.
Vesturbugt. Mynd/Reykjavíkurborg

Á reitnum Háskóli Íslands-Gamli Garður er reiknað með 70 íbúðum en þar er þróunarsvæði í skoðun. Ekkert kemur fram um meðalstærð íbúðanna.

Á svokallaðri Landhelgisgæsluslóð er jafnframt gert ráð fyrir 75 íbúðum.

Einnig er reiknað með íbúðum við Suðurgötu-Hringbraut en ekkert kemur fram um fjölda þeirra.

Lýsisreiturinn.
Lýsisreiturinn. Mynd/Reykjavíkurbor
Íbúðir á Lýsisreitnum.
Íbúðir á Lýsisreitnum. Mynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert