Hver er Sóley sem fermdist 10. maí árið 2008?

Bjarni veitingamaður með umslagið sem fannst á bak við ofn.
Bjarni veitingamaður með umslagið sem fannst á bak við ofn. mbl.is/RAX

Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á veislusölum Lækjarbrekku, Litlu-Brekku og Kornhlöðunni. M.a. þurfti að losa ofn frá vegg við framkvæmdirnar.

„Þá datt þetta umslag í fangið á okkur,“ sagði Bjarni Ingvar Árnason veitingamaður, sem er nýtekinn við veitingahúsinu. „Það hefur verið fermingarveisla hér 10. maí 2008 og borð fyrir gjafir sett við ofninn. Umslagið hefur dottið á bak við hann.“

Utan á umslaginu stendur „Sóley fermingarbarn“ og undir kveðjuna skrifar Berglind. Í umslaginu er peningagjöf. Bjarni vill endilega koma umslaginu til rétts eiganda.

„Peningarnir hafa rýrnað frá 2008. Við viljum bæta Sóleyju það upp og bjóða henni ásamt þremur gestum hennar í mat á Lækjarbrekku. Þar fær hún umslagið sitt afhent,“ sagði Bjarni.

Í umfjöllun um endurbæturnar á Lækjarbrekku í Morgunblaðinu í dag er Sóley sem fermdist 10. maí 2008 er hvött til að hafa samband við veitingahúsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert