Tæplega 1.500 íbúðir á leiðinni

RÚV-reiturinn við Efstaleiti.
RÚV-reiturinn við Efstaleiti. Mynd/Arkþing

Í Háaleitis- og Bústaðahverfunum eru 1.479 íbúðir í byggingu eða á teikniborðinu, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.

 

Á RÚV-reitnum eru 360 íbúðir á byggingasvæði á framkvæmdastigi og er meðalstærð þeirra 70 fermetrar. Húsnæðisfélög eiga 11,1% í þeim íbúðum.

Að Sogavegi 73 til 77 eru 49 íbúðir í samþykktu deiliskipulagi. Meðalstærð þeirra er 87 fermetrar.

Sogavegur 73 til 77 þar sem 49 íbúðir rísa.
Sogavegur 73 til 77 þar sem 49 íbúðir rísa. Mynd/Reykjavíkurborg

Á reitnum Sléttuvegi-Skógarvegi eru 327 íbúðir í formlegu skipulagsferli. Þar verða hefðbundnar íbúðir, hjúkrunaríbúðir og þjónustuíbúðir. Ekkert kemur fram í húsnæðisáætluninni um stærð þeirra en húsnæðisfélög eiga 80% íbúðanna.

Sléttuvegur.
Sléttuvegur.

Í Vigdísarlundi verða 18 íbúðir en ekkert kemur fram um stærð þeirra.

Reiturinn Kringlan er á þróunarsvæði í skoðun eða undirbúningi. Þar sem gert er ráð fyrir 500 íbúðum.

Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum á Kringlusvæðinu.
Gert er ráð fyrir 500 nýjum íbúðum á Kringlusvæðinu.

Þar að auki er reiknað með 225 íbúðum á Borgarspítalareitnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert