Ekki hægt að breyta á netinu

Ekki er lengur hægt að breyta um heimilsfang í gegnum …
Ekki er lengur hægt að breyta um heimilsfang í gegnum vefsíðu póstsins. mbl.is/Kristinn Ingvansson

Íslandspóstur lokaði í dag fyrir vefsíðu þar sem hægt var að skrá breytingar á heimilisföngum innanlands. Auðvelt var að breyta heimilisfangi hvers sem er í hvaða heimilisfang sem var. Skráningin var með þeim hætti að skrá þurfti nafn og kennitölu, núverandi og nýja heimilisfangið. Að því loknu var send tilkynning um breytinguna bréfleiðis. Ef engar athugasemdir voru gerðar gekk breytingin í gegn.

Í morgun var hægt að nota umrædda vefsíðu og sannreyndi blaðamaður mbl.is það. Eftir að mbl.is fór að spyrjast fyrir um fyrirkomulagið var síðunni lokað. Viðskiptavinir þurfa nú að snúa sér til næsta pósthúss til að breyta heimilisfangi.

Pósturinn hefur fengið athugasemdir frá notendum um að of auðvelt hafi verið að breyta heimilisfangi, samkvæmt heimildum mbl.is. Viðkvæmar persónuupplýsingar berast með bréfpósti meðal annars vegabréf og greiðslukort.   

Ekki fengið kvartanir

„Við höfum ekki fengið mál til okkar þar sem kvartað hefur verið undan misnotkun á þessu, hins vegar teljum við að það sé eðlilegt að þessi virkni sé bakvið innskráningu til að koma í veg fyrir að þetta sé misnotað með einhverjum hætti í framtíðinni,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, for­stöðumaður markaðs- og upp­lýs­inga­mála hjá Póst­in­um. 

Unnið er að breytingum á skráningaferlinu, að sögn Brynjars Smára. Í fyrra var ákveðið að það þyrfti að nota innskráningu til að breyta heimilisfangi. Sú vinna hefur tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað og því var ákveðið að loka síðunni.  

Fyrra skrefið af tveimur ef breyta átti heimilsfangi.
Fyrra skrefið af tveimur ef breyta átti heimilsfangi. skjáskot af vefsíðu póstsins.
Staðfestingargluggi um breytt heimilisfang.
Staðfestingargluggi um breytt heimilisfang.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert