Yfir 500 íbúðir í Breiðholti og Árbæ

Níu hæða íbúðarhúsnæði er fyrirhugað í Hraunbæ.
Níu hæða íbúðarhúsnæði er fyrirhugað í Hraunbæ. Mynd/Archus arkitektar

Í Breiðholt og Árbænum eru 567 nýjar íbúðir í undirbúningi, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar.

 

Á reitnum Suður-Mjódd-Árskógar eru 107 íbúðir á byggingasvæði á framkvæmdastigi. Meðalstærð þeirra er 105 fermetrar og verða þær að fullu í eigu húsnæðisfélaga.

Í Reynisvatnsás verða 50 íbúðir. Þær verða í stærri kantinum, eða 200 fermetrar að meðaltali. 18% þeirra verða í eigu húsnæðisfélaga.

Alls eru 60 íbúðir í samþykktu deiliskipulagi og eru þær allar í Hraunbæ 103-105. Meðalstærð þeirra er 83 fermetrar og eiga húsnæðisfélög þau að fullu.

Hin nýja íbúðarbyggð mun rísa syðst í Norðlingaholti, ná­lægt Breiðholts­braut­inni. …
Hin nýja íbúðarbyggð mun rísa syðst í Norðlingaholti, ná­lægt Breiðholts­braut­inni. Hús­in verða 3-5 hæða. Mynd/Reykjavíkurborg

 

350 íbúðir eru í formlegu skipulagsferli. Þar af eru 200 á reitnum Norðlingaholt-Elliðabraut. Þar verður meðalstærð íbúða 83 fermetrar og verða 20% þeirra í eigu húsnæðisfélaga.

Á reitnum Árbær-æfingasvæði eru jafnframt 150 íbúðir fyrirhugaðar. Ekkert kemur fram um stærð þeirra í húsnæðisáætluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert