Guðlaugur Þór fundar með Boris

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með utanríkisráðherra Breta um …
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mun funda með utanríkisráðherra Breta um útgöngu þeirra úr ESB. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á bókaðan fund með Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta kom fram í þættinum Silfrinu á RÚV í dag. Munu utanríkisráðherrarnir funda um miðjan þennan mánuð. Sagði hann hinar ýmsu sviðsmyndir hafa verið kortlagaðar nú þegar. „Fyrsti fundurinn verður nýttur til að fara yfir stöðuna almennt því menn hafa góðan tíma. Þetta er ekki að gerast á morgun,“ sagði Guðlaugur Þór.

Kvaðst hann sjálfur setja markið hátt í viðræðunum við Breta og vilja betra aðgengi að breskum mörkuðum en Ísland hefur í dag. „Svo á eftir að koma í ljós hvernig það verður. Svo skipta líka máli samskipti ESB og Bretlands.“

Útganga Breta úr ESB veiti Íslendingum þó ýmis tækifæri að sínu mati. „Við erum ekki með fullan aðgang að breskum markaði núna.  Við erum með tolla á ýmsum afurðum, til dæmis fiski. Þannig að þótt EES-samningurinn sé góður og hafi reynst vel þá gætum við mögulega fengið meiri aðgang þar. Sama á við um landbúnaðarvörur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert