Lögreglumaðurinn dróst með bifreiðinni

Lögreglan stöðvaði för mannsins í Skógarlind í Kópavogi. Þegar lögreglumaðurinn …
Lögreglan stöðvaði för mannsins í Skógarlind í Kópavogi. Þegar lögreglumaðurinn hafði opnað dyr bifreiðarinnar og teygt sig inn keyrði maðurinn af stað og dróst lögreglumaðurinn með bílnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu með því að hafa keyrt af stað bifreið sem hann var í eftir að lögreglumaður hafði opnað ökumannshurðina og haldið um stýri bifreiðarinnar.

Lögreglumaðurinn dróst af stað með bifreiðinni nokkra metra uns hann féll í götuna með þeim afleiðingum að hann hlaut opið sár á hné, tognun og yfirborðsáverka á hálshrygg, úlnlið og hendi, auk mars á hægra læri.

Maðurinn er auk þess ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið umræddri bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna frá Skógarlind þar sem lögreglumaðurinn hafði stöðvað hann áður. Keyrði maðurinn um Smárahverfi í Kópavogi áður en hann stöðvaði og flúði af vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert