KR búningur án rauðra randa

Mjó var rauða röndin en engu að síður voru margir …
Mjó var rauða röndin en engu að síður voru margir KR-ingar ekki sáttir. Morgunblaðið/Erling Aðalsteinsson

Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur fallið frá þeirri hugmynd að setja mjóar, rauðar rendur í keppnisbúning KR. Var mörgum gallhörðum KR-ingum létt þegar þeir fengu þessar fréttir, að sögn Kristins Kjærnested, formanns knattspyrnudeildar KR.

KR-ingar hafa leikið í svart/hvítum búningum í meira en heila öld, eða allt frá því fyrsta Íslandsmótið var haldið árið 1912. KR-ingar unnu það mót. Fyrirmyndin var sótt í búning enska knattspyrnuliðsins Newcastle. Aðrir litir hafa ekki komist í búninginn nema þegar auglýsingar á búningunum hafa verið í lit.

Það var í lok síðasta árs, þegar farið var að huga að búningamálum fyrir sumarið 2017, að Nike bryddaði upp á þessari nýju útfærslu á KR-búningum. Sýnishorn af búningum bárust og voru þau til sýnis í KR-heimilinu eftir áramótin. Er skemmst frá því að segja að viðtökurnar voru blendnar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta búningamál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert