Hálft ár fyrir háskaakstur

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Hjörtur

Karl­maður á fer­tugs­aldri var í dag dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyr­ir að hafa ekki hlýtt fyr­ir­mæl­um lög­reglu með því að hafa keyrt af stað bif­reið sem hann var í eft­ir að lög­reglumaður hafði opnað öku­manns­h­urðina og haldið um stýri bif­reiðar­inn­ar.

Lög­reglumaður­inn dróst af stað með bif­reiðinni nokkra metra uns hann féll í göt­una með þeim af­leiðing­um að hann hlaut opið sár á hné, togn­un og yf­ir­borðsáverka á háls­hrygg, úlnlið og hendi, auk mars á hægra læri.

Maðurinn játaði brot sín skýlaust, en til þyngingar var horft til þess að honum hafi mátt vera ljóst að háskaleg háttsemi hans gæti haft í för með sér verulegt líkamstjón fyrir lögreglumanninn. Málið kom upp í mars 2015 og var það fyrst um sinn hluti af fleiri málum sem höfðuð voru gegn manninum. Þetta mál var hins vegar slitið frá hinum málunum og ekki gefin út ákæra fyrr en í febrúar á þessu ári. Segir í dóminum að við ákvörðun refsingar sé höfð hliðsjón af þessum drætti.

Maðurinn er auk þess að vera dæmdur í fangelsi sviptur ökuréttindum ævilangt og þá voru fíkniefni sem fundust á honum gerð upptæk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert