Kolbeinn og Bjarkey hafa talað mest allra

Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn Óttarsson Proppé. mbl.is/Árni Sæberg

Vegna páskanna hefur verið gert hlé á fundum Alþingis eins og venja er. Síðasti þingfundurinn var fimmtudaginn 6. apríl og næst mun þing koma saman mánudaginn 24. apríl næstkomandi.

Nú þegar einn og hálfur mánuður er til þingloka er ekki úr vegi að skoða hvaða þingmenn hafa talað mest á yfirstandandi þingi og hvaða þingmenn hafa talað minnst.

Tveir þingmenn Vinstri grænna eru í nokkrum sérflokki. Nýliðinn Kolbeinn Óttarsson Proppé er sjónarmun á undan Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, ræðudrottningu síðasta þings. Kolbeinn hefur flutt 79 ræður og gert 130 athugasemdir og talað í samtals 575 mínútur, eða tæpar 10 klukkustundir samtals. Bjarkey hefur flutt 67 ræður og gert 70 athugasemdir og talað í samtals 569 mínútur, að því er fram kemur í umfjöllun um notkun ræðustóls Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert