„Ómöguleg staða“ hjá embættunum

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þótt sú skýring sé þreytt þá er skýringin á þessum drætti skortur á mannafla og fjöldi verkefna.“ Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson um þá niðurstöðu héraðsdóms að skilorðsbinda stóran hluta dóma í stóra skattsvikamálinu svokallaða. Dæmt var í málinu í gær og hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, þyngsta dóminn, eða fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Málið tók alls sjö ár 

Dóm­ur­inn er skil­orðsbund­inn til þriggja ára frá upp­kvaðningu og fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð. Komi til fulln­ustu dóms­ins kem­ur gæslu­v­arðhald sem hann sætti til frá­drátt­ar. Tók málið alls sjö ár frá því að það kom upp og þangað til dómur féll í gær og var þessi langi tími meðal ástæðna fyrir skilorðsbindingu dómsins. Hall­dór var ann­ar af tveim­ur sak­born­ing­um sem voru viðstadd­ir dóms­upp­kvaðning­una.

Stein­grím­ur Þór Ólafs­son var dæmd­ur í tveggja ára og sex mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð í þrjú ár. Guðrún Halla Sig­urðardótt­ir var dæmd í 18 mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur að sama skapi niður haldi hún skil­orð í þrjú ár. Thom­as Za­hniser var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi sem einnig fell­ur niður haldi hann skil­orð í þrjú ár. Aðrir fengu fang­els­is­dóma 3-6 mánaða dóma sem einnig falla niður verði skil­orð haldið.

Helgi Magnús segist ekki ætla að mæla þessari löngu málsmeðferð við rannsókn og hjá saksóknara bót, enda sé þetta „ómöguleg staða.“ Skortur á mannafla og fjöldi verkefna undanfarin ár samhliða niðurskurði skýri þetta að stórum hluta.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í ...
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í stóra skattsvikamálinu svonefndu. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára frá uppkvaðningu og fellur niður haldi hann almennt skilorð. Kristinn Magnússon

Staðan betri í dag

Sem betur fer segir Helgi Magnús að mörg stór mál séu nú í fortíðinni og það líti út fyrir að álagið sé aðeins að minnka. Þá hafi staðan hjá saksóknara batnað eftir að embætti héraðssaksóknara var hleypt af stokkunum samhliða fækkun svokallaðra hrunmála.

Í síðustu viku var Gunn­ar Jak­obs­son dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna vörslu á um 50.000 barnaníðsmyndum. Kom þá einnig fram í dóminum vegna verulegs dráttar á rannsókn málsins þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og þar með skilorðsbinda dóminn.

Ekki hægt að útiloka áhrifin í fleiri dómum

Aðspurður hvort búast megi við fleiri málum á næstunni þar sem löng málsmeðferð valdi því að dómar séu skilorðsbundnir meðal annars vegna skorts á fjármagni hjá lögreglu og saksóknaraembættum segist Helgi Magnús ekki treysta sér til að svara því. „Við getum þó ekkert útilokað í því.“ Hann tekur þó fram að hann telji þessi tvö mál frekar vera undantekningu en reglu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort skattsvikamálinu verði áfrýjað og segir Helgi Magnús að sakfellt hafi verið að öllu leyti samkvæmt ákæru. „Málatilbúnaður ákæruvaldsins fékk hljómgrunn hjá héraðsdómi,“ segir hann. Það sé aftur á móti spurning með tafirnar og áhrifin á skilorðsbindinguna. Segir Helgi Magnús að almennt leiði tafir til skilorðsbindingar og því eigi hann ekki endilega von á því fyrirfram að saksóknaraembættið muni reyna að fá dóminum breytt fyrir Hæstarétti með áfrýjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kennsla verði eftirsóknarvert starf

07:57 Tíu manna starfshópur um nýliðun og bætt starfsumhverfi grunnskólakennara í Reykjavík skilaði í gær borgaryfirvöldum tillögum sínum. Þær eru í 31 lið og eru flokkaðar í bætt vinnuumhverfi, aukna nýliðun í kennaranámi, kennaramenntun og starfsþróun. Meira »

Von á rysjóttri tíð

07:05 Spáð er hægum vindi í dag, bjart veður og kalt, en dálítil él norðaustan til fram eftir degi. Von er á rysjóttri tíð en um leið hlýnandi veðri. Meira »

Flugu með sjúkling til Reykjavíkur

07:01 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti sjúkling á Snæfellsnes í nótt sem þurfti að komast með hraði á sjúkrahús í Reykjavík.  Meira »

Skemmdist illa í bruna

06:55 Tilkynnt um eld í nýlegri bifreið við Víkingsheimilið Fossvogi um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Vegfarendur reyndu að slökkva með handslökkvitækjum en ekkert gekk fyrr en slökkvilið mætti á vettvang. Meira »

Á stolinni vespu og með dóp

06:21 Lögreglan hafði afskipti af pari á vespu í Kópavogi um klukkan 22 í gærkvöldi. Maðurinn viðurkenndi að vespan væri stolin og við leit á heimili hans fundust fíkniefni. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af öðru pari í Árbænum skömmu fyrir átta í gærkvöldi. Meira »

Villtust í Glerárdal

05:59 Björgunarsveitarfólk var kallað út upp úr klukkan 20 í gærkvöldi til að leita að pari sem hafði villst í Glerárdal við Akureyri. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri hafði fólkið lagt af stað fótgangandi síðdegis og ætlað sér að ganga í skálann Lamba en villst af leið enda skyggni lélegt. Meira »

Tryggi góð lífskjör

05:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöld að ríkisstjórnin myndi kappkosta að skila betra búi en hún tók við í heilbrigðisþjónustu, löggæslu, húsnæðismálum, samgöngum og fleiri innviðum. Meira »

Starfsfólki bankanna fækkar hratt

05:30 Á síðasta áratug hefur starfsfólki í bönkum og sparisjóðum fækkað um tæplega 1.500 og bankaútibúum fækkað um rúmlega 60.   Meira »

Launaskriðið heldur áfram

05:30 Laun hinna ýmsu hópa sem starfa hjá ríkinu hafa hækkað um 1,4% til 6,3% í ár. Laun félagsmanna hjá ASÍ hækkuðu hlutfallslega mest, eða um tæplega 30 þúsund krónur. Meira »

Kaupaukagreiðslur verði teknar til baka

05:30 Stjórn Klakka ákvað í gær að mæla með því við hluthafa félagsins að fyrirhugaðar kaupaukagreiðslur, sem samþykkar voru á hluthafafundi síðastliðinn mánudag, verði dregnar til baka. Meira »

Gæti seinkað fram í miðjan janúar

05:30 Unnið er að allsherjarviðgerð á vél Breiðafjarðarferjunnar Baldurs á þrennum vígstöðvum; í Danmörku, Englandi og hjá Framtaki í Garðabæ. Meira »

Myndin mun auka á ferðamannastraum

05:30 „Kvikmyndinni mun örugglega fylgja aukinn ferðamannastraumur og sannarlega verður Jennifer Lawrence tekið fagnandi ef hún birtist hér í Húnaþingi,“ segir Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Meira »

Á heimavelli í Hollandi

Í gær, 23:05 Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips og stjórnarmaður í Golfklúbbi Reykjavíkur, er á leið til Rotterdam í Hollandi, þar sem hann mun sinna markaðs- og samskiptamálum fyrir alþjóðasvið félagsins. Meira »

Fá 40% af framlagi til íbúa á Austurlandi

Í gær, 23:00 Verulegur munur er á framlögum ríkisins til stofnana á Suðurnesjum og á öðrum stöðum á landinu samkvæmt tölulegum samanburði fjárlagafrumvarpi ársins 2014 sem Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum lét. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í kvöld. Meira »

10-11 má nota „Inspired by Iceland“

Í gær, 22:52 Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að versluninni 10-11 sé heimilt að nota vörumerkið „Inspired by Iceland“ sem auðkenni fyrir nýja verslun sína í Bankastræti í Reykjavík. Það var Íslandsstofa sem höfðaði málið og krafðist þess að félaginu yrði bannað að nota vörumerkið. Meira »

25 ár frá fyrstu smáskilaboðunum

Í gær, 23:03 Þegar Neil Papworth, 22 ára verkfræðingur í Bretlandi, ákvað að senda vini sínum Richard Jarvis, yfirmanni hjá Vodafone, kveðju hinn 3. desember árið 1992 óraði hann ekki fyrir því að þess yrði minnst aldarfjórðungi síðar sem mikilvægra tímamóta í tæknibyltingunni. Meira »

8. ánægðustu farþegarnir í Leifsstöð

Í gær, 22:52 Keflavíkurflugvöllur er með áttundu ánægðustu farþega heims samkvæmt mælingum með Happy or Not stöndum svonefndum, sem eru ánægjumælingartól. Standarnir eru víðsvegar í flugvallarbyggingunni og notaðir til að greina sveiflur í þjónustu og upplifun ferðafólks niður á hvern klukkutíma dagsins. Meira »

Hátt brottfall úr sveitarstjórnum

Í gær, 22:43 Mun meira brottfall er úr sveitarstjórnum hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Rúm 40% þeirra sem sitja í sveitarstjórnum eru ákveðin að hætta, tæp 30% eru enn að hugsa málið og 30% stefna á að halda áfram. Þetta segir Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Jólakort til styrktar langveikum börnum
Bumbuloní Jólakort og Merkimiðar. Allur ágóði rennur til styrktar fjölskyldum l...
Toyota Yaris 2009
Til sölu Toyota Yaris 2009 124,000 Km 850,000 Kr ,eða gott tilboð ? í góðu ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...