„Ómöguleg staða“ hjá embættunum

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þótt sú skýring sé þreytt þá er skýringin á þessum drætti skortur á mannafla og fjöldi verkefna.“ Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson um þá niðurstöðu héraðsdóms að skilorðsbinda stóran hluta dóma í stóra skattsvikamálinu svokallaða. Dæmt var í málinu í gær og hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, þyngsta dóminn, eða fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Málið tók alls sjö ár 

Dóm­ur­inn er skil­orðsbund­inn til þriggja ára frá upp­kvaðningu og fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð. Komi til fulln­ustu dóms­ins kem­ur gæslu­v­arðhald sem hann sætti til frá­drátt­ar. Tók málið alls sjö ár frá því að það kom upp og þangað til dómur féll í gær og var þessi langi tími meðal ástæðna fyrir skilorðsbindingu dómsins. Hall­dór var ann­ar af tveim­ur sak­born­ing­um sem voru viðstadd­ir dóms­upp­kvaðning­una.

Stein­grím­ur Þór Ólafs­son var dæmd­ur í tveggja ára og sex mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð í þrjú ár. Guðrún Halla Sig­urðardótt­ir var dæmd í 18 mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur að sama skapi niður haldi hún skil­orð í þrjú ár. Thom­as Za­hniser var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi sem einnig fell­ur niður haldi hann skil­orð í þrjú ár. Aðrir fengu fang­els­is­dóma 3-6 mánaða dóma sem einnig falla niður verði skil­orð haldið.

Helgi Magnús segist ekki ætla að mæla þessari löngu málsmeðferð við rannsókn og hjá saksóknara bót, enda sé þetta „ómöguleg staða.“ Skortur á mannafla og fjöldi verkefna undanfarin ár samhliða niðurskurði skýri þetta að stórum hluta.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í ...
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í stóra skattsvikamálinu svonefndu. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára frá uppkvaðningu og fellur niður haldi hann almennt skilorð. Kristinn Magnússon

Staðan betri í dag

Sem betur fer segir Helgi Magnús að mörg stór mál séu nú í fortíðinni og það líti út fyrir að álagið sé aðeins að minnka. Þá hafi staðan hjá saksóknara batnað eftir að embætti héraðssaksóknara var hleypt af stokkunum samhliða fækkun svokallaðra hrunmála.

Í síðustu viku var Gunn­ar Jak­obs­son dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna vörslu á um 50.000 barnaníðsmyndum. Kom þá einnig fram í dóminum vegna verulegs dráttar á rannsókn málsins þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og þar með skilorðsbinda dóminn.

Ekki hægt að útiloka áhrifin í fleiri dómum

Aðspurður hvort búast megi við fleiri málum á næstunni þar sem löng málsmeðferð valdi því að dómar séu skilorðsbundnir meðal annars vegna skorts á fjármagni hjá lögreglu og saksóknaraembættum segist Helgi Magnús ekki treysta sér til að svara því. „Við getum þó ekkert útilokað í því.“ Hann tekur þó fram að hann telji þessi tvö mál frekar vera undantekningu en reglu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort skattsvikamálinu verði áfrýjað og segir Helgi Magnús að sakfellt hafi verið að öllu leyti samkvæmt ákæru. „Málatilbúnaður ákæruvaldsins fékk hljómgrunn hjá héraðsdómi,“ segir hann. Það sé aftur á móti spurning með tafirnar og áhrifin á skilorðsbindinguna. Segir Helgi Magnús að almennt leiði tafir til skilorðsbindingar og því eigi hann ekki endilega von á því fyrirfram að saksóknaraembættið muni reyna að fá dóminum breytt fyrir Hæstarétti með áfrýjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segja meirihlutann misnota aðstöðu sína

20:45 Minnihlutinn í borgarstjórn gerir athugasemdir við bækling um húsnæðismál sem dreift var inn á öll heimili í Reykjavík í morgun. Vilja fulltrúar minnihlutans meina að meirihlutinn sé að misnota aðstöðu sína í aðdraganda alþingiskosninga til að kynna áherslur sínar í húsnæðismálum. Meira »

Frelsarinn á flöskum fyrir jólin

20:31 Frelsarinn, Almáttugur, Heims um bjór, Askasleikir og Hurðaskellir eru meðal þeirra bjórtegunda sem rata munu í hillur Vínbúðanna þann 15. nóvember. Koma jólabjórsins vekur jafnan mikla athygli. Fyrir þessi jóli verða rúmlega 40 tegundir í sölu og á ÁTVR von á að salan nemi milli 700-800.000 lítra. Meira »

Hef gaman af því að grúska

20:17 Ólafur Ragnarsson hefur haldið úti bloggsíðu um íslensk kaupskip síðan 2009. Á síðunni, Fragtskip Óla Ragg, sem finna má á slóðinni www.fragtskip.123.is, er að finna hafsjó af fróðleik. Meira »

Rafmagnslaust í Kópavogi

20:16 Rafmagn fór af stórum hluta Kópavogs, m.a. á Kársnessvæðinu um áttaleytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er um bilun í háspennulínu að ræða. Meira »

Uppáhalds er undirspilið

19:45 „Stemningin var frábær. Fólk kunni lögin, söng með og fór að dansa og dilla sér. Þetta gerist ekki betra,“ segir Gunnar Þórðarson tónlistarmaður. Nú um helgina var á Hótel Grímsborgum, sem er fyrir austan fjall, fyrsta skemmtunin í tónleikaröðinni Uppáhalds, þar sem flutt eru nokkur af lögum Gunnars sem Þorsteinn Eggertsson hefur gert texta við. Meira »

Allar þjóðlendur á einu korti

19:35 „Þetta eru gögn sem við höfum safnað héðan og þaðan,“ segir Daði Björnsson, landfræðingur hjá Loftmyndum, um nýja þekju sem bætt hefur verið við kort fyrirtækisins á vefnum map.is. Þar má í fyrsta sinn sjá á einum stað upplýsingar um þjóðlendur landsins. Skotveiðimenn fagna kortinu. Meira »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

19:10 Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

16:59 Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Össur segir kjósendur VG vilja í ESB

17:18 Össur Skarphéðinsson segir dauðafæri á ESB aðild fyrir Ísland í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann ræðir nýja könnun sem sýni að meirihluti kjósenda VG styðji aðild að ESB. Það skapi dauðafæri á ESB aðildarviðræðum. Meira »

Í varðhaldi vegna lífshættulegrar árásar

16:55 Hæstiréttur staðfesti í dag að karlmaður muni sæta gæsluvarðhaldi til 7. nóvember vegna hnífstungu­árás­ar í Æsu­felli í Breiðholti 3. október. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í okt/nov.. Allt til alls...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...