„Ómöguleg staða“ hjá embættunum

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þótt sú skýring sé þreytt þá er skýringin á þessum drætti skortur á mannafla og fjöldi verkefna.“ Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson um þá niðurstöðu héraðsdóms að skilorðsbinda stóran hluta dóma í stóra skattsvikamálinu svokallaða. Dæmt var í málinu í gær og hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, þyngsta dóminn, eða fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Málið tók alls sjö ár 

Dóm­ur­inn er skil­orðsbund­inn til þriggja ára frá upp­kvaðningu og fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð. Komi til fulln­ustu dóms­ins kem­ur gæslu­v­arðhald sem hann sætti til frá­drátt­ar. Tók málið alls sjö ár frá því að það kom upp og þangað til dómur féll í gær og var þessi langi tími meðal ástæðna fyrir skilorðsbindingu dómsins. Hall­dór var ann­ar af tveim­ur sak­born­ing­um sem voru viðstadd­ir dóms­upp­kvaðning­una.

Stein­grím­ur Þór Ólafs­son var dæmd­ur í tveggja ára og sex mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð í þrjú ár. Guðrún Halla Sig­urðardótt­ir var dæmd í 18 mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur að sama skapi niður haldi hún skil­orð í þrjú ár. Thom­as Za­hniser var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi sem einnig fell­ur niður haldi hann skil­orð í þrjú ár. Aðrir fengu fang­els­is­dóma 3-6 mánaða dóma sem einnig falla niður verði skil­orð haldið.

Helgi Magnús segist ekki ætla að mæla þessari löngu málsmeðferð við rannsókn og hjá saksóknara bót, enda sé þetta „ómöguleg staða.“ Skortur á mannafla og fjöldi verkefna undanfarin ár samhliða niðurskurði skýri þetta að stórum hluta.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í ...
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í stóra skattsvikamálinu svonefndu. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára frá uppkvaðningu og fellur niður haldi hann almennt skilorð. Kristinn Magnússon

Staðan betri í dag

Sem betur fer segir Helgi Magnús að mörg stór mál séu nú í fortíðinni og það líti út fyrir að álagið sé aðeins að minnka. Þá hafi staðan hjá saksóknara batnað eftir að embætti héraðssaksóknara var hleypt af stokkunum samhliða fækkun svokallaðra hrunmála.

Í síðustu viku var Gunn­ar Jak­obs­son dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna vörslu á um 50.000 barnaníðsmyndum. Kom þá einnig fram í dóminum vegna verulegs dráttar á rannsókn málsins þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og þar með skilorðsbinda dóminn.

Ekki hægt að útiloka áhrifin í fleiri dómum

Aðspurður hvort búast megi við fleiri málum á næstunni þar sem löng málsmeðferð valdi því að dómar séu skilorðsbundnir meðal annars vegna skorts á fjármagni hjá lögreglu og saksóknaraembættum segist Helgi Magnús ekki treysta sér til að svara því. „Við getum þó ekkert útilokað í því.“ Hann tekur þó fram að hann telji þessi tvö mál frekar vera undantekningu en reglu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort skattsvikamálinu verði áfrýjað og segir Helgi Magnús að sakfellt hafi verið að öllu leyti samkvæmt ákæru. „Málatilbúnaður ákæruvaldsins fékk hljómgrunn hjá héraðsdómi,“ segir hann. Það sé aftur á móti spurning með tafirnar og áhrifin á skilorðsbindinguna. Segir Helgi Magnús að almennt leiði tafir til skilorðsbindingar og því eigi hann ekki endilega von á því fyrirfram að saksóknaraembættið muni reyna að fá dóminum breytt fyrir Hæstarétti með áfrýjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...