Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík ...
Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík í Mýrdal sem þegar hefur verið auglýst og rukkað er fyrir. mbl.is/Ómar

Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða.

Á vefsíðunni er engin einstaklingur í forsvari fyrir fyrirtækið sem gefur sig út fyrir að skipuleggja viðburði víða um heim. Þetta hlaup á Íslandi er sagður vera hluti af fjölmörgum viðburðum sem það segist hafa staðið fyrir þrátt fyrir að engar frekari upplýsingar um þær uppákomur sé að finna á vefsíðunni. 

Rukkað frá sex og upp í 24 þúsund krónur 

Á síðunni er hægt að velja um að skrá sig í hlaup í Vík í þremur vegalengdum, 10 km, maraþon eða 100 km últrahlaup. Þau kosta á bilinu 60 dollara til 215 dollara eða frá tæpum sjö þúsund krónum og upp 24 þúsund krónur. Auðvelt er að skrá sig því tekið er við skráningu á greiðslum í gegnum síðuna EventBrite með því að gefa upp greiðslukortanúmer. Á þeirri vefsíðu er meðal annars hægt að bóka miða á tónlistarhátíðina Secret Soltice í Reykjavík í júní og Laugavegshlaup svo fátt eitt sé nefnt.

Tveir erlendir hlauparar sem hafa skráð sig í hlaupið hafa sett sig í samband við Guðmund Kristinsson, eigandi vefsíðunnar runninginiceland.com, og sagt farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við forsvarsmenn hlaupsins. Þegar Guðmundur sá hlaupið auglýst setti hann það á dagskrá vefsíðunnar en fjarlægði það þaðan eftir að athugasemdir um hlaupið bárust. 

Enginn svarar fyrirspurn

Guðmundur setti sig í samband við fyrirtækið til að fá frekari upplýsingar um hlaupið fyrir þremur vikum og hefur ekki fengið nein svör. Hann veit ekki hverjir skipuleggja hlaupið. Hann segir það ekkert athugavert að erlendir einstaklingar skipuleggi hlaup á Íslandi slíkt hafi verið gert hér áður. 

Guðmundur segir einkennilegt að ítarlegar upplýsingar liggi ekki fyrir um hlaupið eins og tímasetningar, kort af hlaupaleið og fleira þess háttar. Eðlilegt væri að slíkar upplýsingar lægju fyrir á þessum tíma. Hann segir vefsíðuna líta sannfærandi út sem og Twitter-síðu hlaupsins. 

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupið uppspuni frá rótum

„Eftir að hafa reynt að ná ítrekað í Alpine High Events og fengið engin svör kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi viðburður er uppspuni frá rótum.” Þetta segir Rebecca Finnegan á vefsíðunni runninginiceland.com þar sem hægt er að skrifa athugasemdir við hlaupadagskrá ársins.   

Þar segist hún jafnframt hafa sett sig í samband við EventBrite en fengið þunn svör. Það sama var upp á teningnum þegar hún ræddi við greiðslukortafyrirtækið sitt. Á sama stað segir annar hlaupari sömu sögu. 

„Mér finnst mjög undarlegt að þessum fyrirspurnum sé ekki svarað. Það er mín reynsla að það er gert. Ef ég væri að fara í hlaup erlendis myndi ég vilja vera með allar upplýsingar um hlaupið á hreinu,“ segir Guðmundur. 

Hefur ekki sent frekari upplýsingar

Í ágúst í fyrra hafði maður að nafni Michael Pendleton samband við Ásgeir Magnússon, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Hann sagði honum að forsvarsmenn hlaupsins Alphine High Events, hefðu beðið sig um að hafa samband við sveitarsjórann og greina honum frá fyrirhuguðu hlaupi 8. júlí í Vík. Hann kynnti sig ekki beint sem einn af þeim sem stæðu fyrir hlaupinu. 

Pendleton sagði sveitarstjóranum að hlaupið færi fram á þjóðveginum en Ásgeir segist hafa bent honum á að sækja þyrfti um leyfi fyrir slík. „Ég hafði á áhyggjur af því en á þessum tíma fara um þjóðveginn 2.800 til 3.500 manns og eflaust fleiri í sumar. Ég bað um fleiri upplýsingar. Það síðasta sem hann sendi mér var óútfyllt umsóknareyðublað um viðburði sem hann sagðist ætla að fylla út síðar,“ segir Ásgeir. 

Hann bendir á að ef nafn sveitarfélagsins á að vera tengt við hlaupið þarf samþykktir sveitarstjórnar en slík fyrirspurn var aldrei send inn. 

Enginn svarar í símann

Pendleton sendi Ásgeiri tvo tölvupósta og eitt símtal fór þeirra á milli í ágúst og september á síðast ári. „Við áttum stutt samtal en ekkert ákveðið í því símtali,“ segir Ásgeir og bætir við: „Meira veit ég ekki.“ 

Símanúmerið sem Pendleton gaf upp við Ásgeir er skráð í borginni Charleston í Bandaríkjunum. Þegar hringt er í umrætt númer hringir út.  

Hefur ekki verið leitað til lögreglunnar

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupinu hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi. Ef beðni um hlaupið yrði send núna til lögreglunnar myndi hún skoða það. „Við myndum ekki slá þetta beint út af borðinu en það er lágmark að tilskilin leyfi liggi fyrir ef það er farið að auglýsa viðburðinn,“ segir Sveinn. 

Í september fór fyrsta færsla á Twitter-síðu hlaupsins í loftið.  mbl.is

Innlent »

Gripnir við veiðar í Skagafirði

Í gær, 22:18 Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að hafa afskipti af tveimur skotveiðimönnum sem höfðu skotið nokkrar gæsir í Skagafirði í morgun. Meira »

Verkfall eini kosturinn í stöðunni

Í gær, 20:53 Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til atkvæðisgreiðslu um vinnustöðvun hjá flugfélaginu Primera Air Nordic í því skyni að ná fram kjarasamningum við félagið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem formaður FFÍ sendi á félagsmenn. Meira »

Með Sigur Rós í Disney Hall í LA

Í gær, 20:10 Sigur Rós lék ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles á þrennum tónleikum í Disney Hall í Los Angeles fyrr í mánuðinum. mbl.is fylgdist með undirbúningi fyrstu tónleikanna 13. apríl og ræddi við strákana áður en þeir stigu á svið. Meira »

Óttast að verða send til Íraks

Í gær, 19:11 Sabre-fjölskyldan stendur frammi brottvísun úr landi og verður líklega send aftur til Íraks þar sem framtíð hennar er óljós. Þau höfðu verið á flótta í ár áður en þau komu til Íslands fyrir ári síðan til að sækja um hæli en á mánudag fengu þau skilaboð um að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Meira »

Hundrað á baki í miðbænum

Í gær, 18:58 Í tilefni hestadaga hélt fjöldi knapa úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu niður í miðbæ í dag til að taka þátt í skrúðreið. Þetta er í sjötta sinn sem Hestadagar eru haldnir og lýkur þeim á morgun á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Meira »

Stakk mann og lét millifæra milljón

Í gær, 18:28 Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. maí en hann er grunaður um að hafa ógnað manni með hnífi til að millifæra á sig rúmlega 1 milljón króna. Meira »

Spá allt að 20 stiga hita

Í gær, 16:00 Loksins sér fyrir endann á þessari kuldatíð. Gert er ráð fyrir hlýindum í vikunni, allt að 20 stigum. Samfara þessu hlýja lofti má búast við leysingum vítt og breitt um landið. Meira »

Annar kajakræðarinn látinn

Í gær, 16:31 Annar kajakræðarinn sem lenti í sjónum við Þjórsárósa í gær er látinn.   Meira »

Vísbending um viðbrögð við genginu

Í gær, 14:32 Ferðamönnum, sem komu til landsins í febrúar, fjölgaði um 44% samkvæmt tölum Ferðamálastofu, en á sama tíma fjölgaði heildargistinóttum á hótelum ekki nema um 17% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Meira »

Skapa listaverk með augunum

Í gær, 13:24 Klettaskóli í Reykjavík hefur innleitt augnstýribúnað fyrir nemendur sem af einhverjum ástæðum tjá sig ekki með orðum. Fram kemur í fréttatilkynningu að tíu nemendur í skólanum séu nú að læra að stjórna tölvumús með augunum. Meira »

„Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar“

Í gær, 12:25 „Neikvæðni eykst, ímynd og orðspor versnar. Þetta er leiðin sem stjórnvöld vilja fara,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í dag. Hún og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tókust þar á um áformaðar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti á ferðaþjón­ustu. Meira »

Var orðinn kaldur og þrekaður

Í gær, 12:04 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu hvor sínum kajakræðara úr Þjórsárósum í gærkvöldi en annar þeirra var þá orðinn kaldur og þrekaður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, slæmt veður og talsverða ölduhæð, fundust kajakræðararnir fljótlega í sjónum. Miklu þótti skipta að tvær þyrlur skyldu hafa verið til taks. Meira »

Íslendingar, hjólið meira!

Í gær, 11:00 Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, hélt uppteknum hætti eftir að hann kom hingað fyrir fjórum árum og hjólar í vinnuna á morgnana; rétt eins og hann gerði í Stokkhólmi, Strassborg og Sarajevo, þar sem hann bjó áður og starfaði. Meira »

Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi

Í gær, 09:45 Heimild sem sett var inn í stjórnarskrá lýðveldisins fyrir þingkosningarnar 2013 til bráðabirgða, þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að breyta stjórnarskránni í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu, er fallin úr gildi en heimildin rann út á miðnætti. Meira »

Vatn flæddi um öll gólf

Í gær, 07:48 Tilkynning barst um vatnsleka í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Vatn hafði lekið úr þvottavél og flætt um öll gólf íbúðarinnar sem er um eitt hundrað fermetrar samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Útskúfun ekknanna

Í gær, 10:21 Konurnar á ekknaheimilinu Varanasi Durga Ashram láta vel af sér. Þar fá rúmlega tuttugu aldraðar ekkjur víðsvegar að úr Indlandi húsaskjól, mat og þjónustu prests. Þó að þær séu lánsamari en ekkjurnar sem þurfa að lifa á betli eða vændi í fátækrahverfum þessarar helgu borgar hindúa á bakka Ganges-fljóts hafa þær átt erfiða ævi. Meira »

Tvær þyrlur skiptu sköpum

Í gær, 08:43 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaraðgerðum við ósa Þjórsár í gærkvöldi þar sem leitað var að tveimur kajakræðurum eins og mbl.is hefur fjallað um og er það mat lögreglumanna sem voru á staðnum að það hafi skipt sköpum í björgunaraðgerðunum. Meira »

Hlýnandi veður á næstunni

Í gær, 07:34 Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Fróðárheiði, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Mjóafjarðarheiði. Meira »
Til sölu prjónavél. Brother 230
Prjónar lopa og gróft garn. Uppl í jdora@simnet.is...
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, bin...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR HÚSEIGENDAFÉLAGSINS Aðalf...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, Göng...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...