Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík ...
Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík í Mýrdal sem þegar hefur verið auglýst og rukkað er fyrir. mbl.is/Ómar

Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða.

Á vefsíðunni er engin einstaklingur í forsvari fyrir fyrirtækið sem gefur sig út fyrir að skipuleggja viðburði víða um heim. Þetta hlaup á Íslandi er sagður vera hluti af fjölmörgum viðburðum sem það segist hafa staðið fyrir þrátt fyrir að engar frekari upplýsingar um þær uppákomur sé að finna á vefsíðunni. 

Rukkað frá sex og upp í 24 þúsund krónur 

Á síðunni er hægt að velja um að skrá sig í hlaup í Vík í þremur vegalengdum, 10 km, maraþon eða 100 km últrahlaup. Þau kosta á bilinu 60 dollara til 215 dollara eða frá tæpum sjö þúsund krónum og upp 24 þúsund krónur. Auðvelt er að skrá sig því tekið er við skráningu á greiðslum í gegnum síðuna EventBrite með því að gefa upp greiðslukortanúmer. Á þeirri vefsíðu er meðal annars hægt að bóka miða á tónlistarhátíðina Secret Soltice í Reykjavík í júní og Laugavegshlaup svo fátt eitt sé nefnt.

Tveir erlendir hlauparar sem hafa skráð sig í hlaupið hafa sett sig í samband við Guðmund Kristinsson, eigandi vefsíðunnar runninginiceland.com, og sagt farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við forsvarsmenn hlaupsins. Þegar Guðmundur sá hlaupið auglýst setti hann það á dagskrá vefsíðunnar en fjarlægði það þaðan eftir að athugasemdir um hlaupið bárust. 

Enginn svarar fyrirspurn

Guðmundur setti sig í samband við fyrirtækið til að fá frekari upplýsingar um hlaupið fyrir þremur vikum og hefur ekki fengið nein svör. Hann veit ekki hverjir skipuleggja hlaupið. Hann segir það ekkert athugavert að erlendir einstaklingar skipuleggi hlaup á Íslandi slíkt hafi verið gert hér áður. 

Guðmundur segir einkennilegt að ítarlegar upplýsingar liggi ekki fyrir um hlaupið eins og tímasetningar, kort af hlaupaleið og fleira þess háttar. Eðlilegt væri að slíkar upplýsingar lægju fyrir á þessum tíma. Hann segir vefsíðuna líta sannfærandi út sem og Twitter-síðu hlaupsins. 

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupið uppspuni frá rótum

„Eftir að hafa reynt að ná ítrekað í Alpine High Events og fengið engin svör kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi viðburður er uppspuni frá rótum.” Þetta segir Rebecca Finnegan á vefsíðunni runninginiceland.com þar sem hægt er að skrifa athugasemdir við hlaupadagskrá ársins.   

Þar segist hún jafnframt hafa sett sig í samband við EventBrite en fengið þunn svör. Það sama var upp á teningnum þegar hún ræddi við greiðslukortafyrirtækið sitt. Á sama stað segir annar hlaupari sömu sögu. 

„Mér finnst mjög undarlegt að þessum fyrirspurnum sé ekki svarað. Það er mín reynsla að það er gert. Ef ég væri að fara í hlaup erlendis myndi ég vilja vera með allar upplýsingar um hlaupið á hreinu,“ segir Guðmundur. 

Hefur ekki sent frekari upplýsingar

Í ágúst í fyrra hafði maður að nafni Michael Pendleton samband við Ásgeir Magnússon, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Hann sagði honum að forsvarsmenn hlaupsins Alphine High Events, hefðu beðið sig um að hafa samband við sveitarsjórann og greina honum frá fyrirhuguðu hlaupi 8. júlí í Vík. Hann kynnti sig ekki beint sem einn af þeim sem stæðu fyrir hlaupinu. 

Pendleton sagði sveitarstjóranum að hlaupið færi fram á þjóðveginum en Ásgeir segist hafa bent honum á að sækja þyrfti um leyfi fyrir slík. „Ég hafði á áhyggjur af því en á þessum tíma fara um þjóðveginn 2.800 til 3.500 manns og eflaust fleiri í sumar. Ég bað um fleiri upplýsingar. Það síðasta sem hann sendi mér var óútfyllt umsóknareyðublað um viðburði sem hann sagðist ætla að fylla út síðar,“ segir Ásgeir. 

Hann bendir á að ef nafn sveitarfélagsins á að vera tengt við hlaupið þarf samþykktir sveitarstjórnar en slík fyrirspurn var aldrei send inn. 

Enginn svarar í símann

Pendleton sendi Ásgeiri tvo tölvupósta og eitt símtal fór þeirra á milli í ágúst og september á síðast ári. „Við áttum stutt samtal en ekkert ákveðið í því símtali,“ segir Ásgeir og bætir við: „Meira veit ég ekki.“ 

Símanúmerið sem Pendleton gaf upp við Ásgeir er skráð í borginni Charleston í Bandaríkjunum. Þegar hringt er í umrætt númer hringir út.  

Hefur ekki verið leitað til lögreglunnar

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupinu hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi. Ef beðni um hlaupið yrði send núna til lögreglunnar myndi hún skoða það. „Við myndum ekki slá þetta beint út af borðinu en það er lágmark að tilskilin leyfi liggi fyrir ef það er farið að auglýsa viðburðinn,“ segir Sveinn. 

Í september fór fyrsta færsla á Twitter-síðu hlaupsins í loftið.  mbl.is

Innlent »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

Í gær, 16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

Í gær, 16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stimplar
...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...