Rukka fyrir hlaup en eru án leyfa

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík ...
Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupi í Vík í Mýrdal sem þegar hefur verið auglýst og rukkað er fyrir. mbl.is/Ómar

Hlauparar sem hafa skráð sig í hlaup í Vík í Mýrdal 8. júlí næstkomandi í gegnum síðuna Alpine High Events hafa kvartað yfir því að hafa ekki náð í forsvarsmenn hlaupsins eftir að hafa greitt skráningargjald. Menn óttast að um svikamyllu sé að ræða.

Á vefsíðunni er engin einstaklingur í forsvari fyrir fyrirtækið sem gefur sig út fyrir að skipuleggja viðburði víða um heim. Þetta hlaup á Íslandi er sagður vera hluti af fjölmörgum viðburðum sem það segist hafa staðið fyrir þrátt fyrir að engar frekari upplýsingar um þær uppákomur sé að finna á vefsíðunni. 

Rukkað frá sex og upp í 24 þúsund krónur 

Á síðunni er hægt að velja um að skrá sig í hlaup í Vík í þremur vegalengdum, 10 km, maraþon eða 100 km últrahlaup. Þau kosta á bilinu 60 dollara til 215 dollara eða frá tæpum sjö þúsund krónum og upp 24 þúsund krónur. Auðvelt er að skrá sig því tekið er við skráningu á greiðslum í gegnum síðuna EventBrite með því að gefa upp greiðslukortanúmer. Á þeirri vefsíðu er meðal annars hægt að bóka miða á tónlistarhátíðina Secret Soltice í Reykjavík í júní og Laugavegshlaup svo fátt eitt sé nefnt.

Tveir erlendir hlauparar sem hafa skráð sig í hlaupið hafa sett sig í samband við Guðmund Kristinsson, eigandi vefsíðunnar runninginiceland.com, og sagt farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við forsvarsmenn hlaupsins. Þegar Guðmundur sá hlaupið auglýst setti hann það á dagskrá vefsíðunnar en fjarlægði það þaðan eftir að athugasemdir um hlaupið bárust. 

Enginn svarar fyrirspurn

Guðmundur setti sig í samband við fyrirtækið til að fá frekari upplýsingar um hlaupið fyrir þremur vikum og hefur ekki fengið nein svör. Hann veit ekki hverjir skipuleggja hlaupið. Hann segir það ekkert athugavert að erlendir einstaklingar skipuleggi hlaup á Íslandi slíkt hafi verið gert hér áður. 

Guðmundur segir einkennilegt að ítarlegar upplýsingar liggi ekki fyrir um hlaupið eins og tímasetningar, kort af hlaupaleið og fleira þess háttar. Eðlilegt væri að slíkar upplýsingar lægju fyrir á þessum tíma. Hann segir vefsíðuna líta sannfærandi út sem og Twitter-síðu hlaupsins. 

Vík í Mýrdal.
Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas Erlendsson

Hlaupið uppspuni frá rótum

„Eftir að hafa reynt að ná ítrekað í Alpine High Events og fengið engin svör kemst ég að þeirri niðurstöðu að þessi viðburður er uppspuni frá rótum.” Þetta segir Rebecca Finnegan á vefsíðunni runninginiceland.com þar sem hægt er að skrifa athugasemdir við hlaupadagskrá ársins.   

Þar segist hún jafnframt hafa sett sig í samband við EventBrite en fengið þunn svör. Það sama var upp á teningnum þegar hún ræddi við greiðslukortafyrirtækið sitt. Á sama stað segir annar hlaupari sömu sögu. 

„Mér finnst mjög undarlegt að þessum fyrirspurnum sé ekki svarað. Það er mín reynsla að það er gert. Ef ég væri að fara í hlaup erlendis myndi ég vilja vera með allar upplýsingar um hlaupið á hreinu,“ segir Guðmundur. 

Hefur ekki sent frekari upplýsingar

Í ágúst í fyrra hafði maður að nafni Michael Pendleton samband við Ásgeir Magnússon, sveitarstjóra Mýrdalshrepps. Hann sagði honum að forsvarsmenn hlaupsins Alphine High Events, hefðu beðið sig um að hafa samband við sveitarsjórann og greina honum frá fyrirhuguðu hlaupi 8. júlí í Vík. Hann kynnti sig ekki beint sem einn af þeim sem stæðu fyrir hlaupinu. 

Pendleton sagði sveitarstjóranum að hlaupið færi fram á þjóðveginum en Ásgeir segist hafa bent honum á að sækja þyrfti um leyfi fyrir slík. „Ég hafði á áhyggjur af því en á þessum tíma fara um þjóðveginn 2.800 til 3.500 manns og eflaust fleiri í sumar. Ég bað um fleiri upplýsingar. Það síðasta sem hann sendi mér var óútfyllt umsóknareyðublað um viðburði sem hann sagðist ætla að fylla út síðar,“ segir Ásgeir. 

Hann bendir á að ef nafn sveitarfélagsins á að vera tengt við hlaupið þarf samþykktir sveitarstjórnar en slík fyrirspurn var aldrei send inn. 

Enginn svarar í símann

Pendleton sendi Ásgeiri tvo tölvupósta og eitt símtal fór þeirra á milli í ágúst og september á síðast ári. „Við áttum stutt samtal en ekkert ákveðið í því símtali,“ segir Ásgeir og bætir við: „Meira veit ég ekki.“ 

Símanúmerið sem Pendleton gaf upp við Ásgeir er skráð í borginni Charleston í Bandaríkjunum. Þegar hringt er í umrætt númer hringir út.  

Hefur ekki verið leitað til lögreglunnar

Ekki hefur verið sótt um leyfi fyrir hlaupinu hjá lögreglunni á Suðurlandi. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi. Ef beðni um hlaupið yrði send núna til lögreglunnar myndi hún skoða það. „Við myndum ekki slá þetta beint út af borðinu en það er lágmark að tilskilin leyfi liggi fyrir ef það er farið að auglýsa viðburðinn,“ segir Sveinn. 

Í september fór fyrsta færsla á Twitter-síðu hlaupsins í loftið.  mbl.is

Innlent »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru

05:30 Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.  Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Wow Cyclothon

GLERFILMUR
Glerfilmur, gluggafilmur, sand& sólarfilma. Merkismenn, sími 544- 2030 www.merk...
2ja herb. íbúið í lyftuhúsi
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er svefnherbe...
Húsnæði í boði
Húsnæði í boði Til leigu góð 2ja herb. íbúð í efra Breiðholti ca 70 fm, með yfir...
Til Sölu: NISSAN TERRANO II jeppi 1995 kr. 190.000. Skoðun til mars/apríl 2018
Góð dísilvél keyrð 270þ Kassi/vagn keyrður 328þ. Breytttur, er á nýlegum 32 tom...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Áskirkja Farið verður til Vestmannaeyja ...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Skipulagsauglýsing
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipula...