Ófært um Öxi og Dynjandisheiði

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru greiðfærir á Suðurlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vestanlands er hálka á Holtavörðuheiði en hálkublettir á Bröttubrekku.

Hálkublettir eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum en mikið autt á láglendi. Þungfært er á Þröskuldum og verið að hreinsa. Þæfingsfærð er norður í Árneshrepp. Dynjandisheiði er ófær.

Hálkublettir eða snjóþekja er á vegum á Norðvesturlandi. Á Norðausturlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja og eitthvað um éljagang. Þæfingsfærð er á Hófaskarði og Hálsum.

Snjóþekja er á Möðrudalsöræfum og á Vopnafjarðarheiði en hálka, hálkublettir eða snjóþekja á öðrum leiðum. Öxi er ófær.

Á suðausturströndinni er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og éljagangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert