Gríðarlegt álag á Vaktstöðina

Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til ...
Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til Ísafjarðar. mbl.is/Halldór Sveinbjornsson

Vélbáturinn Jón Hákon BA fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Einn maður fórst en þrír skipverjar björguðust í nærstaddan bát.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um þetta sjóslys í byrjun ársins. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þessa skýrslu í tveimur greinum. Þar var sjónum beint að ofhleðslu skipa og ástandi gúmmíbjörgunarbáta. Hér verður fjallað um vöktunarkerfi íslenska skipaflotans.

Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga er mikið álag á starfsmenn þegar um mikla sjósókn er að ræða eins og var þann dag sem Jón Hákon fórst. Þá geti viðvaranir um brottfall skipa og báta úr sjálfvirka auðkenningarkerfinu skipt hundruðum.

Á tímabilinu kl. 6.30 til 8.30 þriðjudaginn 7. júlí 2015 voru þegar mest var alls 531 íslensk skip og bátar á sjó. Alls bárust 24 viðvaranir um að tilkynningar frá skipi eða bátum hefðu ekki borist á þessu tímabili. Í slíkum tilfellum er farið í að hafa samband við viðkomandi skip eða báta eftir tímaröð eða forgangsraðað m.t.t. veðurs, sjólags, staðsetningar o.s.fr.v..

Af þeim 24 skipum og bátum sem viðvörun barst frá á þessu tveggja stunda tímabili byrjuðu 15 að senda tilkynningu aftur sjálfkrafa en níu þeirra ekki og þurfti þá að hafa uppi á þeim með öðrum hætti. Þannig myndaðist biðröð á þessum tíma þar sem illa gekk að ná sambandi við bát sem var fyrir austan land og tvo aðra sem voru suðvestur af Reykjanesi.

Jóni Hákoni komið aftur á flot.
Jóni Hákoni komið aftur á flot. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Nokkrir bátar í nágrenninu

Þessir bátar voru einskipa og talsvert langt úti. Jón Hákon var hins vegar í innan við einnar sjómílu fjarlægð frá næstu tveimur bátum og aðrir fjórir bátar í rúmlega einnar sjómílu fjarlægð frá honum. Í heildina voru 25 skip og bátar í innan við fimm sjómílna fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón Hákon var staddur þegar tilkynningar frá honum hættu að berast.

Jón Hákon hætti að senda tilkynningar kl. 7.29 en vegna fyrrgreindrar biðraðar var fyrst reynt að ná sambandi við bátinn kl. 7.59 þegar önnur viðvörun barst. Því liðu 30 mínútur frá síðustu tilkynningu þar til reynt var að ná sambandi. Fyrst var reynt að ræsa sendingu frá skipinu handvirkt en þegar það bar ekki árangur var kallað á það á neyðarrás VHF 16. Einnig var kallað á skipið með stafrænu valkalli (DSC).

Það var endurtekið nokkrum sinnum auk þess sem reynt var að hringja um borð. Kl. 8.09 var hringt í nærstaddan bát, þar sem enginn á svæðinu brást við uppköllum á VHF-rás 16 um eftirgrennslan eftir skipinu. Í því símtali kom fljótlega í ljós að skipverjar á Mardísi ÍS sáu eins konar þúst á sjónum og áttuðu sig strax á að eitthvað var ekki í lagi.

Skipstjóri Mardísar setti á fulla ferð á staðinn þar sem Jón Hákon flaut á hvolfi. Stjórnstöð LHG/VSS bað skipverja Mardísar að kalla til nærstaddra báta og biðja þá um að koma til aðstoðar. Í stjórnstöð LHG/VSS var þegar kölluð út þyrla og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá var sent út „Mayday relay“ á rás 16.

Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015.
Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hlustun á neyðarrás ábótavant

Samkvæmt mati stjórnstöðvar LHG/VSS er hlustun á neyðarrásina VHF 16 ekki nægjanlega góð hjá íslenskum skipum þótt finna megi marga sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Ef skipstjórnendur sinntu hlustun betur myndi hvert mál er varðar brottfall skipa og báta úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu, taka mun skemmri tíma

Fram kom að skipstjórar viðurkenna þetta og segjast mest hlusta á VHF-rás 9.

Í skýrslu stjórnstöðvar LHG/VSS segir m.a.:

„Það getur tekið mikinn tíma að komast í samband við skip og báta með allskonar krókaleiðum til að fá það staðfest að það sé í lagi með þá.

Eftir að NMT kerfið var lagt niður eru sérstakir símar ekki skráðir á bátana og ef símanúmer er skráð þá er alls óvíst að sá sími sé um borð því að þetta eru í flestum tilfellum lausir GSM símar. Það er því ekki óalgengt að fyrst þurfi að fara inn í lögskráningarkerfið og finna út hverjir séu um borð. Síðan að fara í símaskrána og freista þess að GSM símar séu skráðir á skipverja og þeir uppgefnir í símaskránni.

Ef svo er þá er að vona að þeir séu með þá um borð. Ef ekki þá er brugðið á það ráð að hafa samband við útgerðina eða aðstandendur til að reyna að fá uppgefið númer sem hægt er að ná í. Ef allt þetta bregst þá er að sjálfsögðu reynt að ná í nærliggjandi skip eða báta og beðið um að reynt sé að ná sambandi þá leiðina eða hreinlega fara að svipast um eftir skipinu eða bátnum. Svona var ástandið að morgni 07.07. 2015.“

Frétt mbl.is: Ofhlaðið og með viðvarandi halla

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
Honda tanktaska
Góð original Honda tanktaska sem passar á flestar tegundir hjóla af Hondu. Seg...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
MARIE JOE
...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...