Gríðarlegt álag á Vaktstöðina

Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til ...
Varðskipið Þór hífði bátinn upp og flutti hann inn til Ísafjarðar. mbl.is/Halldór Sveinbjornsson

Vélbáturinn Jón Hákon BA fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. Einn maður fórst en þrír skipverjar björguðust í nærstaddan bát.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf út skýrslu um þetta sjóslys í byrjun ársins. Morgunblaðið hefur áður fjallað um þessa skýrslu í tveimur greinum. Þar var sjónum beint að ofhleðslu skipa og ástandi gúmmíbjörgunarbáta. Hér verður fjallað um vöktunarkerfi íslenska skipaflotans.

Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga er mikið álag á starfsmenn þegar um mikla sjósókn er að ræða eins og var þann dag sem Jón Hákon fórst. Þá geti viðvaranir um brottfall skipa og báta úr sjálfvirka auðkenningarkerfinu skipt hundruðum.

Á tímabilinu kl. 6.30 til 8.30 þriðjudaginn 7. júlí 2015 voru þegar mest var alls 531 íslensk skip og bátar á sjó. Alls bárust 24 viðvaranir um að tilkynningar frá skipi eða bátum hefðu ekki borist á þessu tímabili. Í slíkum tilfellum er farið í að hafa samband við viðkomandi skip eða báta eftir tímaröð eða forgangsraðað m.t.t. veðurs, sjólags, staðsetningar o.s.fr.v..

Af þeim 24 skipum og bátum sem viðvörun barst frá á þessu tveggja stunda tímabili byrjuðu 15 að senda tilkynningu aftur sjálfkrafa en níu þeirra ekki og þurfti þá að hafa uppi á þeim með öðrum hætti. Þannig myndaðist biðröð á þessum tíma þar sem illa gekk að ná sambandi við bát sem var fyrir austan land og tvo aðra sem voru suðvestur af Reykjanesi.

Jóni Hákoni komið aftur á flot.
Jóni Hákoni komið aftur á flot. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Nokkrir bátar í nágrenninu

Þessir bátar voru einskipa og talsvert langt úti. Jón Hákon var hins vegar í innan við einnar sjómílu fjarlægð frá næstu tveimur bátum og aðrir fjórir bátar í rúmlega einnar sjómílu fjarlægð frá honum. Í heildina voru 25 skip og bátar í innan við fimm sjómílna fjarlægð frá þeim stað þar sem Jón Hákon var staddur þegar tilkynningar frá honum hættu að berast.

Jón Hákon hætti að senda tilkynningar kl. 7.29 en vegna fyrrgreindrar biðraðar var fyrst reynt að ná sambandi við bátinn kl. 7.59 þegar önnur viðvörun barst. Því liðu 30 mínútur frá síðustu tilkynningu þar til reynt var að ná sambandi. Fyrst var reynt að ræsa sendingu frá skipinu handvirkt en þegar það bar ekki árangur var kallað á það á neyðarrás VHF 16. Einnig var kallað á skipið með stafrænu valkalli (DSC).

Það var endurtekið nokkrum sinnum auk þess sem reynt var að hringja um borð. Kl. 8.09 var hringt í nærstaddan bát, þar sem enginn á svæðinu brást við uppköllum á VHF-rás 16 um eftirgrennslan eftir skipinu. Í því símtali kom fljótlega í ljós að skipverjar á Mardísi ÍS sáu eins konar þúst á sjónum og áttuðu sig strax á að eitthvað var ekki í lagi.

Skipstjóri Mardísar setti á fulla ferð á staðinn þar sem Jón Hákon flaut á hvolfi. Stjórnstöð LHG/VSS bað skipverja Mardísar að kalla til nærstaddra báta og biðja þá um að koma til aðstoðar. Í stjórnstöð LHG/VSS var þegar kölluð út þyrla og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá var sent út „Mayday relay“ á rás 16.

Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015.
Báturinn fórst á Vestfjarðamiðum að morgni 7. júlí 2015. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Hlustun á neyðarrás ábótavant

Samkvæmt mati stjórnstöðvar LHG/VSS er hlustun á neyðarrásina VHF 16 ekki nægjanlega góð hjá íslenskum skipum þótt finna megi marga sem eru til fyrirmyndar í þessum efnum. Ef skipstjórnendur sinntu hlustun betur myndi hvert mál er varðar brottfall skipa og báta úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu, taka mun skemmri tíma

Fram kom að skipstjórar viðurkenna þetta og segjast mest hlusta á VHF-rás 9.

Í skýrslu stjórnstöðvar LHG/VSS segir m.a.:

„Það getur tekið mikinn tíma að komast í samband við skip og báta með allskonar krókaleiðum til að fá það staðfest að það sé í lagi með þá.

Eftir að NMT kerfið var lagt niður eru sérstakir símar ekki skráðir á bátana og ef símanúmer er skráð þá er alls óvíst að sá sími sé um borð því að þetta eru í flestum tilfellum lausir GSM símar. Það er því ekki óalgengt að fyrst þurfi að fara inn í lögskráningarkerfið og finna út hverjir séu um borð. Síðan að fara í símaskrána og freista þess að GSM símar séu skráðir á skipverja og þeir uppgefnir í símaskránni.

Ef svo er þá er að vona að þeir séu með þá um borð. Ef ekki þá er brugðið á það ráð að hafa samband við útgerðina eða aðstandendur til að reyna að fá uppgefið númer sem hægt er að ná í. Ef allt þetta bregst þá er að sjálfsögðu reynt að ná í nærliggjandi skip eða báta og beðið um að reynt sé að ná sambandi þá leiðina eða hreinlega fara að svipast um eftir skipinu eða bátnum. Svona var ástandið að morgni 07.07. 2015.“

Frétt mbl.is: Ofhlaðið og með viðvarandi halla

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...