Skiptar skoðanir um afnám húsmæðraorlofs

Skiptar skoðanir eru um lög um húsmæðraorlof.
Skiptar skoðanir eru um lög um húsmæðraorlof. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þau sveitarfélög, sem veitt hafa allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um þingmannafrumvarp um afnám húsmæðraorlofs, eru fylgjandi því að lögin verði afnumin og kalla þau tímaskekkju.

Samkvæmt lögunum leggja sveitarfélög til fjárframlög til orlofsins, nú sem svarar rúmum 100 krónum á íbúa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, lýsir raunar þeirri skoðun í umsögn fyrir hönd sveitarfélagsins, að lögin brjóti gegn jafnréttislögum.

Þessu er Kvenfélagasamband Íslands hins vegar ósammála og segir m.a. í umsögn, sem Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastjóri skrifar undir að enn sé full þörf á orlofi húsmæðra og þó að lögin feli vissulega í sér mismunun milli kynjanna, sé um jákvæða mismunun að ræða sem hafi verið viðurkennd bæði við löggjafarvinnu og stjórnsýsluframkvæmd þeirra þjóða sem vilja ná fram jafnrétti kynjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert