Nýr kirkjugarður mótaður í Úlfarsfelli

Myndin sýnir staðsetningu nýs kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells. Hann verður …
Myndin sýnir staðsetningu nýs kirkjugarðs í hlíðum Úlfarsfells. Hann verður nálægt Vesturlandsveginum, gegnt Korputorgi. Byggingin sem sjá má vinstra megin á myndinni er byggingavöruverslun Bauhaus. Mynd/Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum landmótunar fyrir kirkjugarð í hlíðum Úlfarsfells í Reykjavík.

Landsvæðið við Úlfarsfell er í heild um 50 hektarar og er talið að það grafarsvæði endist höfuðborgarsvæðinu fyrir kistugrafir út 21. öldina.

Í matsáætluninni kemur fram að við mótun landsins þarf að haugsetja 570 þúsund rúmmetra af góðum ómenguðum jarðvegi. Meginhluti þess jarðvegs mun koma af uppbyggingarsvæðinu í Vatnsmýri sem og öðrum uppbyggingarsvæðum borgarinnar. Efnið verður síðan flutt með vörubílum að Úlfarsfelli, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert