600 lítrar í fyrstu tilraun

Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið ...
Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið vor á Teigi III í Fljótshlíð.

„Það er hægt að framleiða mat hérna á Íslandi. Þannig að þetta var allavega mjög skemmtileg tilraun,“ segir Hlín Hólm repjubóndi í samtali við Morgunblaðið. Hlín og eiginmaður hennar, Guðbjörn Árnason, eru búsett í Reykjavík en Guðbjörn er ættaður úr Fljótshlíðinni þar sem þau eiga jörðina Teig III.

Þar hófu þau repjurækt síðastliðið vor og hafa nú framleitt 600 lítra af repjuolíu. Þau hafa þegar hafist handa við að setja hluta olíunnar, 200 lítra, á flöskur sem þau dreifa til vina og vandamanna en restina stendur til að nota á fiskiskipaflotann.

Hlín segir sífellt fleiri sýna repjuolíunni áhuga og nú sé mikil vakning í því að neyta hollra matvæla úr eigin nærumhverfi. „Sumir taka þetta eins og lýsi, taka bara eina matskeið á dag,“ segir Hlín. Sjálf kveðst hún afar hrifin af repjuolíunni og notar hana í nær alla eldamennsku á sínu heimili. „Þetta er bara alveg dásemdar vara, og svo er svo gaman að gera eitthvað svona sjálfur,“ segir Hlín. „Maður líka finnur til pínu ábyrgðar, maður á land og það er fólk í heiminum að svelta, verður maður ekki að taka þátt og gera eitthvað?“

Hluti olíunnar fer á skip

Hlín starfar hjá Samgöngustofu en þar starfar einnig einn helsti repjusérfræðingur landsins, Jón Bernódusson, sem var helsti ráðgjafi þeirra hjóna við ferlið. Síðastliðið vor sáðu þau repjufræi í rúman hektara á landareigninni og var sprettan góð. Í haust var svo uppskeran þreskt, fræið þurrkað og loks pressað svo úr Urðu 600 lítrar af repjuolíu. Að sögn Hlínar fengu þau einnig góða aðstoð frá Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, sem sjálfur leggur stund á repjuræktun.

Hugmyndir eru uppi um að restin af olíunni, um 400 lítrar, verði notuð á íslenska fiskiskipaflotann. „Við duttum í raun inn í slíkt verkefni sem var í gangi. Við gerðum samkomulag við Jón Bernódusson, sem stjórnar repjurannsóknum Samgöngustofu, og sem var okkar ráðgjafi í þessu ferli um að hluti olíunnar sem kæmi úr ræktuninni færi á skip hjá Skinney-Þinganesi á Höfn,“ útskýrir Hlín en þau hafa nú hug á að halda ræktun áfram og taka þátt í fleiri slíkum verkefnum.

Öflugur orkugjafi

Repja hefur gjarnan verið notuð til að framleiða lífdísil víða um heim og hefur einnig verið notuð í fóður fyrir skepnur. Hér á landi hefur repjuolía í auknum mæli verið framleidd til manneldis á undanförnum árum en olían inniheldur omega 3, 6 og 9 fitusýrur sem þykja afar hollar fyrir líkamann.

Samkvæmt skýrslu Samgöngustofu frá árinu 2013 er um helmingur lífmassa repjuplöntunnar stönglar sem nýta má sem áburð eða orkugjafa. Hinn helmingurinn er fræin sem breyta má í olíu og fóðurmjöl en 15% af lífmassanum er olía og 85% er hægt að nýta beint eða óbeint sem fæðu fyrir menn og dýr. Allur lífmassinn nýtist því sem orka eða fæða að því er segir í skýrslunni.

Innlent »

Spilaði í eigin giftingu

21:59 Brúðgumi ákvað að koma brúður á óvart þegar þau gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum en hann frumflutti frumsamið lag, til konu sinnar, í athöfninni. Meira »

„Ég ætla að vera rödd fólksins“

21:45 Kjartan Theodórsson er ekki fyrsti Íslendingurinn til þess að búa í tjaldi eftir að hafa misst húsnæði en hann er örugglega sá fyrsti til að skrásetja líf sitt á götunni á Snapchat og vekja með því athygli á því sem ábótavant sé í húsnæðismálum. Meira »

Fiskidagurinn „litli“ á Mörk

21:29 „Þetta er gert með stuðningi Fiskidagsins mikla á Dalvík, sem haldinn var í blíðviðri um síðustu helgi þar. Við fengum sent efni í fiskisúpu og borgara ásamt blöðrum og fánum til að halda partí,“ segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Markar í Reykjavík. Meira »

„Ég hleyp fyrir frið“

21:13 „Það skiptir ekki máli hvar þú fæðist. Þó ég hafi fæðst annars staðar í heiminum þá bý ég hér núna og Ísland er heimili mitt,“ segir hinn íranski Majid Zarei sem hefur búið hér á landi í rúmt ár. Majid mun á morgun hlaupa þrjá kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Amnesty International. Meira »

„Aldrei verið í betra formi“

20:45 Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur tennisstjörnuna Björn Borg í nýju kvikmyndinni Borg/McEnroe sem segir frá einvígi þeirra kappa árið 1980, en bandaríski leikarinn Shia Labeouf leikur hinn skapstóra McEnroe. Myndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í byrjun september. Meira »

113 nemendur útskrifast á árinu

20:44 Ellefu nemendur útskrifuðust af Verk- og raunvísindadeild Háskólabrúar Keilis í dag. Alls hafa 113 nemendur útskrifast á árinu og samtals 1.534 nemendur á þeim tíu árum sem boðið hefur verið upp á námið. Meira »

„Við töpum viku á þessu“

20:27 „Þetta er náttúrulega töluverður viðbótarkostnaður, en við förum nú í það að sjá hvaða svigrúm við höfum og hvort við getum fengið frekari stuðning,“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og einn forsvarsmanna verkefnisins í Surtsey, en borhola verkefnisins féll saman í fyrradag. Meira »

Fengu þrastarunga í fóstur

20:36 Fjölskylda í Grafarholti eignaðist heldur óvenjulegt gæludýr þegar hún fann hjálparvana þrastarunga úti í skógi sem hún tók að sér. Meira »

Veggurinn bæti öryggi gangandi og hjólandi

20:13 Veggir sitthvoru megin Miklubrautar við Klambratún eru settir upp til að bæta hljóðvist og umhverfigæði íbúa við Miklubraut og þeirra sem nota útivistarsvæðið á Klambratúni. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Reykjavíkurborgar. Meira »

Tekinn á 162 km/klst hraða

19:56 Fjöldi ökumanna var tekinn fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra síðastliðna viku. Þannig voru 152 ökumenn kærðir fyrir þær sakir en sá sem var mest að flýta sér var mældur á 162 km/klst á leiðinni á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Meira »

Götulokanir á Menningarnótt

19:50 Lokað verður fyrir bílaumferð í miðbænum á Menningarnótt frá klukkan sjö að morgni til klukkan tvö eftir miðnætti þar sem miðborgin verður ein allsherjar göngugata. Þá verður ókeypist í strætó og boðið verður upp á ókeypis strætóskutlur. Meira »

„Við erum í bullandi góðæri“

19:29 Margt þykir líkt með árunum 2007 og 2017 en það er líka margt sem skilur árin tvö að. Þannig helst neysla Íslendinga betur í hendur við tekjur þeirra, verðbólga er lág, viðskiptajöfnuðurinn jákvæður einkum vegna ferðaþjónustunnar og sé húsnæði tekið út fyrir sviga er almenn verðhjöðnun á Íslandi. Meira »

Vann tæpa 5,9 milljarða

19:17 Heppinn lottóspilari er tæplega 5,9 milljörðum króna ríkari eftir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinninginn óskiptan. Vinningsmiðinn var keyptur í Noregi. Meira »

Tvær bifreiðar lentu saman

18:02 Tvær bifreiðar skullu saman á Vesturlandsvegi við Lágafellskirkju í Mosfellsbæ seinni partinn en miklar tafir hafa orðið á umferðinni um veginn í kjölfarið. Meira »

Matvælastofnun ver aflífun

16:58 Matvælastofnun ver þá ákvörðun héraðsdýralæknis að aflífa hesta á bænum Skriðulandi í Hörgársveit með skoti í bóginn en ekki hausinn líkt og reglugerð um velferð hrossa kveður á um. Meira »

Auglýsir eftir starfsfólki á Facebook

19:03 Leikskólastjóri á leikskólanum Baug í Kórahverfinu í Kópavoginum hefur brugðið á það ráð að auglýsa eftir starfsfólki í Facebook-hópum vegna manneklu, en illa hefur gengið að fá starfsfólk í vinnu þar, líkt og víða annars staðar. Meira »

Dagur sendir samúðarskeyti

17:19 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Ada Colau, borgarstjóra Barcelona á Spáni samúðarskeyti fyrir hönd Reykvíkinga vegna hryðjuverksins í borginni síðdegis í gær þar sem fjöldi fólks lést eða slasaðist alvarlega. Meira »

Samfylkingin verði Jafnaðarmenn

16:54 Hópur flokksmanna Samfylkingarinnar mun á næsta landsfundi leggja fram tillögu þess efnis að nafni flokksins verði breytt í Jafnaðarmenn. Auður Alfa Ólafsdóttir og Kjartan Valgarðsson munu leggja tillöguna fram, en á annan tug meðflutningsmanna mun standa að baki henni. Meira »
Bækur til sölu
Bækur til sölu Íslenskt fornbréfasafn 2,3,4,5,9,10,11,12 og 14, ób., mk., Stra...
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Fellihýsi Coleman Westlake
Fellihýsi að stæðstu gerð til sölu. Sturta, klósett, heitt og kalt vatn, loftkæl...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...