600 lítrar í fyrstu tilraun

Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið ...
Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið vor á Teigi III í Fljótshlíð.

„Það er hægt að framleiða mat hérna á Íslandi. Þannig að þetta var allavega mjög skemmtileg tilraun,“ segir Hlín Hólm repjubóndi í samtali við Morgunblaðið. Hlín og eiginmaður hennar, Guðbjörn Árnason, eru búsett í Reykjavík en Guðbjörn er ættaður úr Fljótshlíðinni þar sem þau eiga jörðina Teig III.

Þar hófu þau repjurækt síðastliðið vor og hafa nú framleitt 600 lítra af repjuolíu. Þau hafa þegar hafist handa við að setja hluta olíunnar, 200 lítra, á flöskur sem þau dreifa til vina og vandamanna en restina stendur til að nota á fiskiskipaflotann.

Hlín segir sífellt fleiri sýna repjuolíunni áhuga og nú sé mikil vakning í því að neyta hollra matvæla úr eigin nærumhverfi. „Sumir taka þetta eins og lýsi, taka bara eina matskeið á dag,“ segir Hlín. Sjálf kveðst hún afar hrifin af repjuolíunni og notar hana í nær alla eldamennsku á sínu heimili. „Þetta er bara alveg dásemdar vara, og svo er svo gaman að gera eitthvað svona sjálfur,“ segir Hlín. „Maður líka finnur til pínu ábyrgðar, maður á land og það er fólk í heiminum að svelta, verður maður ekki að taka þátt og gera eitthvað?“

Hluti olíunnar fer á skip

Hlín starfar hjá Samgöngustofu en þar starfar einnig einn helsti repjusérfræðingur landsins, Jón Bernódusson, sem var helsti ráðgjafi þeirra hjóna við ferlið. Síðastliðið vor sáðu þau repjufræi í rúman hektara á landareigninni og var sprettan góð. Í haust var svo uppskeran þreskt, fræið þurrkað og loks pressað svo úr Urðu 600 lítrar af repjuolíu. Að sögn Hlínar fengu þau einnig góða aðstoð frá Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, sem sjálfur leggur stund á repjuræktun.

Hugmyndir eru uppi um að restin af olíunni, um 400 lítrar, verði notuð á íslenska fiskiskipaflotann. „Við duttum í raun inn í slíkt verkefni sem var í gangi. Við gerðum samkomulag við Jón Bernódusson, sem stjórnar repjurannsóknum Samgöngustofu, og sem var okkar ráðgjafi í þessu ferli um að hluti olíunnar sem kæmi úr ræktuninni færi á skip hjá Skinney-Þinganesi á Höfn,“ útskýrir Hlín en þau hafa nú hug á að halda ræktun áfram og taka þátt í fleiri slíkum verkefnum.

Öflugur orkugjafi

Repja hefur gjarnan verið notuð til að framleiða lífdísil víða um heim og hefur einnig verið notuð í fóður fyrir skepnur. Hér á landi hefur repjuolía í auknum mæli verið framleidd til manneldis á undanförnum árum en olían inniheldur omega 3, 6 og 9 fitusýrur sem þykja afar hollar fyrir líkamann.

Samkvæmt skýrslu Samgöngustofu frá árinu 2013 er um helmingur lífmassa repjuplöntunnar stönglar sem nýta má sem áburð eða orkugjafa. Hinn helmingurinn er fræin sem breyta má í olíu og fóðurmjöl en 15% af lífmassanum er olía og 85% er hægt að nýta beint eða óbeint sem fæðu fyrir menn og dýr. Allur lífmassinn nýtist því sem orka eða fæða að því er segir í skýrslunni.

Innlent »

Gripnir við veiðar í Skagafirði

Í gær, 22:18 Lögreglan á Norðurlandi vestra þurfti að hafa afskipti af tveimur skotveiðimönnum sem höfðu skotið nokkrar gæsir í Skagafirði í morgun. Meira »

Verkfall eini kosturinn í stöðunni

Í gær, 20:53 Flugfreyjufélag Íslands hefur boðað til atkvæðisgreiðslu um vinnustöðvun hjá flugfélaginu Primera Air Nordic í því skyni að ná fram kjarasamningum við félagið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem formaður FFÍ sendi á félagsmenn. Meira »

Með Sigur Rós í Disney Hall í LA

Í gær, 20:10 Sigur Rós lék ásamt Fílharmóníusveit Los Angeles á þrennum tónleikum í Disney Hall í Los Angeles fyrr í mánuðinum. mbl.is fylgdist með undirbúningi fyrstu tónleikanna 13. apríl og ræddi við strákana áður en þeir stigu á svið. Meira »

Óttast að verða send til Íraks

Í gær, 19:11 Sabre-fjölskyldan stendur frammi brottvísun úr landi og verður líklega send aftur til Íraks þar sem framtíð hennar er óljós. Þau höfðu verið á flótta í ár áður en þau komu til Íslands fyrir ári síðan til að sækja um hæli en á mánudag fengu þau skilaboð um að umsókn þeirra hefði verið hafnað. Meira »

Hundrað á baki í miðbænum

Í gær, 18:58 Í tilefni hestadaga hélt fjöldi knapa úr hestamannafélögum á höfuðborgarsvæðinu niður í miðbæ í dag til að taka þátt í skrúðreið. Þetta er í sjötta sinn sem Hestadagar eru haldnir og lýkur þeim á morgun á alþjóðlegum degi íslenska hestsins. Meira »

Stakk mann og lét millifæra milljón

Í gær, 18:28 Hæstiréttur hefur úrskurðað karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 24. maí en hann er grunaður um að hafa ógnað manni með hnífi til að millifæra á sig rúmlega 1 milljón króna. Meira »

Spá allt að 20 stiga hita

Í gær, 16:00 Loksins sér fyrir endann á þessari kuldatíð. Gert er ráð fyrir hlýindum í vikunni, allt að 20 stigum. Samfara þessu hlýja lofti má búast við leysingum vítt og breitt um landið. Meira »

Annar kajakræðarinn látinn

Í gær, 16:31 Annar kajakræðarinn sem lenti í sjónum við Þjórsárósa í gær er látinn.   Meira »

Vísbending um viðbrögð við genginu

Í gær, 14:32 Ferðamönnum, sem komu til landsins í febrúar, fjölgaði um 44% samkvæmt tölum Ferðamálastofu, en á sama tíma fjölgaði heildargistinóttum á hótelum ekki nema um 17% samkvæmt tölum Hagstofunnar. Meira »

Skapa listaverk með augunum

Í gær, 13:24 Klettaskóli í Reykjavík hefur innleitt augnstýribúnað fyrir nemendur sem af einhverjum ástæðum tjá sig ekki með orðum. Fram kemur í fréttatilkynningu að tíu nemendur í skólanum séu nú að læra að stjórna tölvumús með augunum. Meira »

„Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar“

Í gær, 12:25 „Neikvæðni eykst, ímynd og orðspor versnar. Þetta er leiðin sem stjórnvöld vilja fara,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í Silfrinu í Ríkisútvarpinu í dag. Hún og Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra tókust þar á um áformaðar breyt­ing­ar á virðis­auka­skatti á ferðaþjón­ustu. Meira »

Var orðinn kaldur og þrekaður

Í gær, 12:04 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar björguðu hvor sínum kajakræðara úr Þjórsárósum í gærkvöldi en annar þeirra var þá orðinn kaldur og þrekaður. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður, slæmt veður og talsverða ölduhæð, fundust kajakræðararnir fljótlega í sjónum. Miklu þótti skipta að tvær þyrlur skyldu hafa verið til taks. Meira »

Íslendingar, hjólið meira!

Í gær, 11:00 Bosse Hedberg, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, hélt uppteknum hætti eftir að hann kom hingað fyrir fjórum árum og hjólar í vinnuna á morgnana; rétt eins og hann gerði í Stokkhólmi, Strassborg og Sarajevo, þar sem hann bjó áður og starfaði. Meira »

Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi

Í gær, 09:45 Heimild sem sett var inn í stjórnarskrá lýðveldisins fyrir þingkosningarnar 2013 til bráðabirgða, þar sem gert er ráð fyrir að hægt verði að breyta stjórnarskránni í krafti þjóðaratkvæðagreiðslu, er fallin úr gildi en heimildin rann út á miðnætti. Meira »

Vatn flæddi um öll gólf

Í gær, 07:48 Tilkynning barst um vatnsleka í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöld. Vatn hafði lekið úr þvottavél og flætt um öll gólf íbúðarinnar sem er um eitt hundrað fermetrar samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Útskúfun ekknanna

Í gær, 10:21 Konurnar á ekknaheimilinu Varanasi Durga Ashram láta vel af sér. Þar fá rúmlega tuttugu aldraðar ekkjur víðsvegar að úr Indlandi húsaskjól, mat og þjónustu prests. Þó að þær séu lánsamari en ekkjurnar sem þurfa að lifa á betli eða vændi í fátækrahverfum þessarar helgu borgar hindúa á bakka Ganges-fljóts hafa þær átt erfiða ævi. Meira »

Tvær þyrlur skiptu sköpum

Í gær, 08:43 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar tóku þátt í björgunaraðgerðum við ósa Þjórsár í gærkvöldi þar sem leitað var að tveimur kajakræðurum eins og mbl.is hefur fjallað um og er það mat lögreglumanna sem voru á staðnum að það hafi skipt sköpum í björgunaraðgerðunum. Meira »

Hlýnandi veður á næstunni

Í gær, 07:34 Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Fróðárheiði, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en hálkublettir á Fjarðarheiði og Mjóafjarðarheiði. Meira »
Felgur 15quot 5x100 9500 kr stk
Til sölu 4xÁlfelgur 15" 5x100, 9500 kr stk Uppl. 896-8018...
Húsgögn o.fl.
Húsgögn, silfur borðbúnaður, styttur, postulín B&G borðbúnaður, jóla- og mæðrapl...
Dekk
Ný og notuð dekk á góðu verði Kaldasel ehf hjólbarðaverkstæði Dalvegi 16 b, 201 ...
LÓÐ TIL SÖLU
Til sölu lóð við Reykjahvol í Mosfellsbæ. Góð staðsetning í útjaðri byggðar. Upp...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. F...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...