600 lítrar í fyrstu tilraun

Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið ...
Hjónin Hlín Hólm og Guðbjörn Árnason sáðu fyrsta repjufræinu síðastliðið vor á Teigi III í Fljótshlíð.

„Það er hægt að framleiða mat hérna á Íslandi. Þannig að þetta var allavega mjög skemmtileg tilraun,“ segir Hlín Hólm repjubóndi í samtali við Morgunblaðið. Hlín og eiginmaður hennar, Guðbjörn Árnason, eru búsett í Reykjavík en Guðbjörn er ættaður úr Fljótshlíðinni þar sem þau eiga jörðina Teig III.

Þar hófu þau repjurækt síðastliðið vor og hafa nú framleitt 600 lítra af repjuolíu. Þau hafa þegar hafist handa við að setja hluta olíunnar, 200 lítra, á flöskur sem þau dreifa til vina og vandamanna en restina stendur til að nota á fiskiskipaflotann.

Hlín segir sífellt fleiri sýna repjuolíunni áhuga og nú sé mikil vakning í því að neyta hollra matvæla úr eigin nærumhverfi. „Sumir taka þetta eins og lýsi, taka bara eina matskeið á dag,“ segir Hlín. Sjálf kveðst hún afar hrifin af repjuolíunni og notar hana í nær alla eldamennsku á sínu heimili. „Þetta er bara alveg dásemdar vara, og svo er svo gaman að gera eitthvað svona sjálfur,“ segir Hlín. „Maður líka finnur til pínu ábyrgðar, maður á land og það er fólk í heiminum að svelta, verður maður ekki að taka þátt og gera eitthvað?“

Hluti olíunnar fer á skip

Hlín starfar hjá Samgöngustofu en þar starfar einnig einn helsti repjusérfræðingur landsins, Jón Bernódusson, sem var helsti ráðgjafi þeirra hjóna við ferlið. Síðastliðið vor sáðu þau repjufræi í rúman hektara á landareigninni og var sprettan góð. Í haust var svo uppskeran þreskt, fræið þurrkað og loks pressað svo úr Urðu 600 lítrar af repjuolíu. Að sögn Hlínar fengu þau einnig góða aðstoð frá Ólafi Eggertssyni, bónda á Þorvaldseyri, sem sjálfur leggur stund á repjuræktun.

Hugmyndir eru uppi um að restin af olíunni, um 400 lítrar, verði notuð á íslenska fiskiskipaflotann. „Við duttum í raun inn í slíkt verkefni sem var í gangi. Við gerðum samkomulag við Jón Bernódusson, sem stjórnar repjurannsóknum Samgöngustofu, og sem var okkar ráðgjafi í þessu ferli um að hluti olíunnar sem kæmi úr ræktuninni færi á skip hjá Skinney-Þinganesi á Höfn,“ útskýrir Hlín en þau hafa nú hug á að halda ræktun áfram og taka þátt í fleiri slíkum verkefnum.

Öflugur orkugjafi

Repja hefur gjarnan verið notuð til að framleiða lífdísil víða um heim og hefur einnig verið notuð í fóður fyrir skepnur. Hér á landi hefur repjuolía í auknum mæli verið framleidd til manneldis á undanförnum árum en olían inniheldur omega 3, 6 og 9 fitusýrur sem þykja afar hollar fyrir líkamann.

Samkvæmt skýrslu Samgöngustofu frá árinu 2013 er um helmingur lífmassa repjuplöntunnar stönglar sem nýta má sem áburð eða orkugjafa. Hinn helmingurinn er fræin sem breyta má í olíu og fóðurmjöl en 15% af lífmassanum er olía og 85% er hægt að nýta beint eða óbeint sem fæðu fyrir menn og dýr. Allur lífmassinn nýtist því sem orka eða fæða að því er segir í skýrslunni.

Innlent »

Kafbátur og herskip í Hvalfirði

08:30 Sex herskip og einn kafbátur sigldu saman úr Faxaflóa í gær og þaðan í fylkingu inn Hvalfjörðinn.  Meira »

Grjót kastaðist niður fossinn

06:58 Íbúar í húsum við Búðará á Seyðisfirði voru beðnir að yfirgefa hús sín í gærkvöldi vegna vatnavaxta í ánni. Unnið var að því fram yfir miðnætti að grafa upp úr Hlíðarendaá á Eskifirði. Meira »

Rigna mun duglega í dag

05:55 Áfram mun rigna duglega á norðausturhorni landsins fram eftir degi, en mikið mun draga úr úrkomu þar í kvöld.  Meira »

Ósætti innan veiðigjaldanefndar

05:30 Harla litlar líkur eru taldar á að því að sátt náðist í þverpólitískri nefnd sem sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra skipaði í vor til að móta tillögur um „hvernig tryggja megi sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni.“ Meira »

Hefja deilibílaþjónustu í haust

05:30 Bílaleigan Avis mun í haust bjóða deilibílaþjónustu innan borgarmarkanna undir merkjum bandarísku deilibílaþjónustunnar Zitcar sem er sú stærsta í heimi. Mun þjónustan nefnast Zitcar á Íslandi. Meira »

Krónan sligar bílaleigur

05:30 „Það hefur verið mikil offjárfesting í þessum geira. Menn munu súpa seyðið af því í haust. Það er mikið offramboð af bílaleigubílum, “sagði Garðar K. Vilhjálmsson, eigandi Bílaleigunnar Geysis. Meira »

Söfnunin nálgast 20 milljónir

Í gær, 23:35 Rúmlega 19 milljónir króna hafa safnast á fjórum dögum í landssöfnuninni Vinátta í verki sem efnt var til vegna hamfaranna á Grænlandi um síðustu helgi þar sem fjórir fórust og fjöldi fólks missti allt sitt. Meira »

Fann 3.000 ára gamla tönn í fjöru

05:30 Athugull 6 ára drengur fann steingerða rostungstönn í fjörunni við Stykkishólm. Talið að tönnin sé um 3.000 ára gömul.  Meira »

Rignir áfram hraustlega í nótt

Í gær, 23:17 Rigna mun áfram hraustlega á norðausturhorninu í nótt samkvæmt upplýsingumf rá Veðurstofu íslands en draga mun síðan smám saman úr úrkomunni þegar líður á morgundaginn. Meira »

Björguðu lekum báti á þurrt land

Í gær, 22:49 Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Lífsbjörg úr Snæfellsbæ unnu við það í kvöld að koma bátnum Sæljósi upp á þurrt land. Meira »

Tjón á nokkrum húsum

Í gær, 22:32 „Við höfum ekki fengið upplýsingar um tjón annars staðar en á Seyðisfirði og Eskifirði en það eru sjálfsagt vatnavextir víðar,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, í samtali við mbl.is en hún er stödd á Austfjörðum þar sem vatnavextir hafa orðið í ám og lækjum vegna mikillar úrkomu að undanförnu. Meira »

Varla haft við að dæla úr kjöllurum

Í gær, 21:48 Starfsmenn áhaldahúss Seyðisfjarðar hafa haft í nógu að snúast í dag að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa í bænum en ár og lækir eru þar í miklum ham. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurfrétt. Haft er eftir Kristjáni Kristjánssyni, staðgengli bæjarverkstjóra á Seyðisfirði, að staðan sé vægast sagt slæm en óhemju mikið vatn komi niður úr fjöllunum. Meira »

Vatnið flæðir yfir brúna

Í gær, 21:39 „Við höfum náð tökum á ánni og hún rennur nú yfir brúna,“ segir forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar. Hlaup kom í Hlíðarendaá á Eskifirði síðdegis í dag en skriða sem féll gerði það að verkum að árfarvegur undir brú sem yfir hana liggur stíflaðist. Meira »

Að gera vegan-fæði að vegan-æði

Í gær, 21:00 Búið er að safna rúmlega milljón krónum fyrir opnun veitingastaðarins Veganæs, vegan matsölustað á rokkbarnum Gauki á Stöng (Gauknum). Linnea Hellström, Krummi Björgvinsson og Örn Tönsberg forsvarsmenn staðarins segja hann muna bjóða uppá „grimmdarlausan þægindamat“. Meira »

90 milljónir til 139 verkefna

Í gær, 20:16 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra úthlutaði í dag rúmlega 90 milljónum króna í styrki úr lýðheilsusjóði til 139 verkefna og rannsókna. Meira »

Sólrún Petra er fundin

Í gær, 21:17 Sólrún Petra Halldórsdóttir, sem lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir í dag, er fundin heil á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð við leitina að henni. Meira »

Táknmál í útrýmingarhættu

Í gær, 20:30 Íslenskt táknmál er í útrýmingarhættu, að mati Samtaka heyrnarlausra. Þetta segir Rannveig Sverrisdóttir, lektor í táknmálsfræðum við Háskóla Íslands. Meira »

Útskrifast með 9,01 í meðaleinkunn

Í gær, 20:00 Alls brautskráðust níu nemendur úr mekatróník hátæknifræði og úr orku- og umhverfistæknifræði í dag þegar brautskráning fór fram í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Meira »

Wow Cyclothon

Rafmagns / snyrti / nuddbekkur Egat Delta hægt að halla 20 g á báðum endum
Tilvalið fyrir snyrtifræðinginn, nuddarann, fótaaðgerðafræðinginn og aðra í heil...
2ja herb. íbúið í lyftuhúsi
Íbúðin er á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Lyfta er í húsinu. Íbúðin er svefnherbe...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Clavis poetica
Clavis Poetica, Benedikt Gröndal/Sveinbjörn Egilsson, Hafnia 1864. Uppl. í s. 77...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagstarf aldraðra
Staður og stund
Árskógum 4 Félagsstarfið er með opið í s...