Hafa vanist skothríð og sprengingum

Papp ræðir við sýrlensk börn.
Papp ræðir við sýrlensk börn. Ljósmynd/SOS Barnaþorp

Í vesturhluta Aleppo situr fólk á kaffihúsum og kaupir sér ís en í austurhluta borgarinnar hafa átökin milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna ekki látið eitt einasta hús ósnortið. Neyðin er mikil; fólk þarf að ganga marga kílómetra til að nálgast vatn og börn jafnt sem fullorðnir þurfa sárlega á áfallahjálp að halda.

Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Andreas Papp, yfirmanns neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna, í Háskóla Íslands í morgun. Papp starfaði um tíu ára skeið hjá Læknum án landamæra og hefur m.a. reynslu af neyðaraðstoð í Afríku. Hann heimsótti Sýrland í mars sl. og ferðaðist m.a. til Damaskus og Aleppo.

„Ég hef aldrei séð aðra eins eyðileggingu,“ sagði Papp um ástandið í Aleppo, þar sem hann sagði þörfina á lífsnauðsynjum mikla. Hann ferðaðist frá Damaskus til Aleppo á svæðum undir stjórn sýrlenska hersins en að sögn Papp geta hjálparsamtök yfirleitt aðeins starfað á svæðum annars hinna stríðandi aðila.

Í austurhluta Aleppo búa um 1,5 milljónir manna en „ekki eitt einasta hús stendur heilt,“ sagði Papp. Hann sagði borgarhlutann eyðilagðan. Engu að síður væri fólk að snúa aftur til að athuga hvort eitthvað væri eftir; hvort einhverja framtíð væri að finna í heimaborginni.

Hann sagði ekkert rennandi vatn í austurborginni og við vatnstanka í eigu SOS Barnaþorpa hefði hann átt samtal við mann sem færi margar ferðir á dag til að sækja vatn. Leiðin sem hann færi teldi marga kílómetra.

„90% eru konur og börn," sagði Papp en mennirnir hefðu annaðhvort gengið til liðs við hinar stríðandi fylkingar eða væru látnir. Hann sagði áhyggjuefni að börnin ættu ekki svar við því hvað þau vildu; ef hann spyrði son sinn þeirrar spurningar fengi hann langan lista en börnin í Aleppo svöruðu með þögn.

Þau vita hins vegar hvað þau vilja verða; læknar, kennrarar, bakarar. Í borgarhlutanum eru 14 skólar í rúst, sem þyrfti að endurreisa til að koma börnunum aftur í nám, sagði Papp. SOS Barnaþorp hafa þegar áætlanir um að endurbyggja einn skóla sem uppreisnarmenn notuðu sem sjúkrahús og fangelsi en fjármagn vantar.

Samtökin starfræktu barnaþorp í Aleppo sem þau neyddust til að yfirgefa í kjölfar árásar í nágrenninu. Eins og stendur starfrækja þau barnaþorp í Damaskus og tvær miðstöðvar þar sem börn eru hýst tímabundið. Þar dvelja 210 börn; börn sem hafa oftar en ekki fundist á götunni og eiga enga að. Samtökin greiða fjölskyldum fyrir að senda börnin sín í skóla til að forða þeim frá því að vera látin vinna frá unga aldri. Þá hafa þau séð tugum barna fyrir nauðsynlegum skurðaðgerðum og læknisþjónustu.

Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn ...
Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn um að finna foreldra eða aðstandendur barna sem hefðu endað í þeirra umsjá. Oft væru það hermenn eða bara almennir borgarar sem kæmu með börnin til samtakanna, eftir að hafa fundið þau á götunni. mbl.is/Árni Sæberg

Eiga þau von?

Papp freistaði þess að svara því hvort unga kynslóðin í Sýrlandi ætti sér von. „Já, það er von,“ sagði hann. Það þyrfti fyrst og fremst að hjálpa börnunum að vinna úr og komast yfir þau áföll sem þau hefðu orðið fyrir og síðan að mennta þau. Hann sagði sláandi að upplifa hvernig þau hefðu vanist átökunum í kringum sig og hvernig skothríð og sprengingar hreyfðu vart við þeim.

Þegar Papp hafði lokið erindi sínu svaraði hann spurningum frá viðstöddum og var m.a. spurður um öryggi á starfssvæðum SOS Barnaþorpa í Sýrlandi. Hann útskýrði þá hvernig stríðandi fylkingar innheimtu oft gjald, eða „skatt“, af hjálparsamtökum en sagði það ekki eiga við í Damaskus. Hann sagði öryggi vissulega eitt helsta áhyggjuefni samtakanna enda erfitt að vinna með báðum aðilum á átakasvæðum. Rauði krossinn væri í raun einu samtökin sem kæmust upp með það en ágætt samstarf er með samtökunum tvennum.

Aðspurður sagði Papp SOS Barnaþorp ávallt freista þess að veita foreldrum sálræna aðstoð jafnt sem börnunum. Stærsta vandamálið sem blasti við væri hins vegar skortur á sérmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki. Sagði hann samtökin freista þess að afla sýrlenskum starfsmönnum þjálfunar erlendis og að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar.

Hann ítrekaði að samtökin tækju ekki afstöðu til átakanna í Sýrlandi og benti á að sama gilti í raun um íbúa austurhluta Aleppo; í fjölmiðlum hefði sú mynd verið dregin upp að íbúarnir væru allir á bandi uppreisnarmanna en það væri fjarri sanni. Flestir vildu bara vera heima hjá sér og hefðu freistað þess þar til þeim var ekki stætt lengur í borginni.

Papp kom einnig inn á ástandið í víðara samhengi og sagði um helming allra á vergangi yngri en 18 ára. SOS Barnaþorp hefðu unnið að því að skapa „barnavæn“ svæði á viðkomustöðum flóttamanna en í dag sæti fólk víða fast þar sem landamærum hefði verið lokað. Þá kom hann m.a. inn á hugmyndir um að smíða samræmda námskrá fyrir flóttabörn sem þau gætu fylgt eftir á vegferð sinni, hvar sem þau væru niðurkomin og í umsjá hvaða hjálparsamtaka sem væri.

mbl.is

Innlent »

Næsta hlaup tímaspursmál

22:05 Sérfræðingar telja það tímaspursmál hvenær næsta berghlaup verði á Grænlandi. Þegar fellur úr bergi á einum stað getur myndast óstöðugleiki í kring, segir Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur. Meira »

Alltaf barátta um hver fær mesta plássið

21:26 Þau skreppa ekki lengur í klukkutíma í frissbí á hljómsveitaræfingum, enda þarf að nýta tímann vel þegar fólk hefur eignast börn og er í fullri vinnu. Hljómsveitin Kiriyama Family er komin með bandarískan umboðsmann og heldur útgáfutónleika á morgun, föstudag, til að fagna nýju plötunni, Waiting For. Meira »

Birta ekki nöfn umsagnaraðila

21:16 Þeim einstaklingum, sem sótt hafa um uppreist æru og uppfylla lagaskilyrði hefur verið veitt uppreist æru. Þá mun dómsmálaráðuneytið ekki afhenda gögn er varða einstaka umsóknir um uppreist æru, þar á meðal nöfn þeirra einstaklinga sem hafa vottað um góða hegðun einstakra umsækjenda. Meira »

Tólf milljónir á þremur dögum

21:12 Tólf milljónir króna hafa safnast á fyrstu þremur dögunum í landssöfnuninni „Vinátta í verki“ sem Hjálparstofnun kirkjunnar, í samvinnu við Kalak og Hrókinn, efndu til eftir hamfarirnar á Grænlandi um síðustu helgi. Meira »

Ítrekað kallað eftir aðgerðum ráðuneytis

20:55 Samskiptamiðstöð heyrnalausra og heyrnarskertra hefur kallað eftir því í mörg ár að ráðuneyti setji reglugerð um úthlutun fjár vegna túlkaþjónustu að sögn forstöðumanns. Meira »

Kvíði stúlkna flyst yfir á fullorðinsár

20:45 Rúm 22 prósent íslenskra barna á aldrinum 11 til 15 ára upplifir tvö eða fleiri einkenni geðræns vanda, þar á meðal kvíða, oftar en einu sinni í viku. Þessar upplýsingar koma fram í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í efnameiri ríkjum. Vandamálið einskorðast þó ekki við börn og unglinga. Meira »

Katrín Jakobs föst á Kastrup

20:23 „Við bara sitjum hér og búin að koma okkur vel fyrir, bara eins og við séum heima hjá okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við mbl.is. Katrín er meðal þeirra farþega sem eru á leið heim frá Kaupmannahöfn en þurfa að bíða á Kastrup-flugvelli í fleiri klukkutíma. Meira »

Tvær ástralskar hælisumsóknir borist

20:30 Tvær umsóknir ástralskra ríkisborgara um hæli hér á landi eru í vinnslu hjá Útlendingastofnun. Þetta er í fyrsta sinn, að minnsta kosti síðastliðin þrjú ár, sem Ástralir sækja um hæli hér á landi. Meira »

Keypti ástarlag fyrir eiginmanninn

20:15 Verkfræðingurinn Þorbjörg Sæmundsdóttir hafði beðið í 20 ár eftir ástarlagi frá eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Vigni Snæ Vigfússyni. Hún tók loks ákvörðun um að vera fyrri til og þar sem hún er ekki tónlistarmaður sjálf fékk hún hljómsveitina Evu til verksins. Meira »

Loftlagsbreytingar í nýju ljósi

19:48 Ný rannsókn á eldgosinu í Holuhrauni varpar nýju ljósi á áhrif brennisteinsmengunar frá eldgosum á andrúmsloftið. Niðurstöður rannsóknarinnar gætu gert mönnum kleift að spá betur fyrir um loftslagsbreytingar á næstu áratugum. Sagt er frá rannsókninni í vísindatímaritinu Nature í dag Meira »

Stefnir í spennandi endasprett

19:39 Í B-flokki í WOW Cyclothon leiða nú liðin CCP og Zwift, en þau fylgjast að og eru að nálgast Jökulsárlón samkvæmt nýjustu fregnum frá keppninni. Þá er Peter Coljin fremstur einstaklinga og liðið Team Cannondale GÁP Elite leiðir í A-flokki. Meira »

Skammlífi fallegi peningaseðillinn

19:33 Alls óvíst er hvort tíu þúsund króna seðillinn nái fimm ára aldri gangi tillögur eftir um að tíu þúsund og fimm þúsund króna seðlarn­ir verði tekn­ir úr um­ferð. Markmiðið er að sporna við skattsvikum en upphaflega átti útgáfa seðilsins að gera greiðslumiðlun á Íslandi lipr­ari og hag­kvæm­ari. Meira »

Verði áfram í gæsluvarðhaldi

19:17 Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana fyrir tveimur vikum í Mosfellsdal. Meira »

Meiddist á fæti og gat ekki gengið

18:23 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Borgarfirði voru kallaðar út á fimmta tímanum vegna slasaðrar konu við Barnafossa. Meira »

Sjálfstæðismenn efins um reiðufjárbann

18:03 Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, og Teitur Björn Einarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, lýsa yfir efasemdum með boðað átak fjármálaráðherra gegn reiðufé. Þeir segja menn að sjálfsögðu eiga að berjast gegn skattsvikum, en hugsanlea sé þetta ekki rétta leiðin. Meira »

„Þetta virkar mjög ómannúðlegt“

19:05 „Ég tel að Útlendingastofnun hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel og ekki haft mannúðarsjónarmið að leiðarljósi,“ segir Gísli Kr. Björnsson, lögmaður Eugene og Reginu Osaramaese, en Eugene var vísað úr landi í gær frá barnsmóður sinni og þremur ungum börnum. Meira »

Réðst á lögreglumenn með hnífi

18:07 Karlmaður var í gær dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur og sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir brot gegn valdstjórninni, tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar og umferðarlagabrot. Meira »

Þurfa að hætta keppni

17:53 Vegna yfirvofandi storms á Suðausturlandi hefur keppnisstjórn WOW Cyclothon tekið þá ákvörðun að stöðva þá keppendur sem ekki eru líklegir til að vera komnir að Skaftafelli áður en slagviðri skellur á austan Öræfa og á sunnanverðum Austfjörðum. Meira »

Wow Cyclothon

Þurrkari
...
Flugvél til leigu í sumar....
3-4 sæta, ódýr, falleg, létt og skemmtileg flugvél. 50 - 150 klst.. Fengist le...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Lausir dagar í Biskupstungum..
Hlý og falleg sumarhús til leigu, -Leiksvæði og heitur pottur.. Velkomin.. ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógum Boccia með Guðmundi kl. 9.30-10...
Deiluskipulag
Tilboð - útboð
Skútustaðahreppur Tillaga að breyting...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...