Hafa vanist skothríð og sprengingum

Papp ræðir við sýrlensk börn.
Papp ræðir við sýrlensk börn. Ljósmynd/SOS Barnaþorp

Í vesturhluta Aleppo situr fólk á kaffihúsum og kaupir sér ís en í austurhluta borgarinnar hafa átökin milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna ekki látið eitt einasta hús ósnortið. Neyðin er mikil; fólk þarf að ganga marga kílómetra til að nálgast vatn og börn jafnt sem fullorðnir þurfa sárlega á áfallahjálp að halda.

Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Andreas Papp, yfirmanns neyðaraðstoðar SOS Barnaþorpanna, í Háskóla Íslands í morgun. Papp starfaði um tíu ára skeið hjá Læknum án landamæra og hefur m.a. reynslu af neyðaraðstoð í Afríku. Hann heimsótti Sýrland í mars sl. og ferðaðist m.a. til Damaskus og Aleppo.

„Ég hef aldrei séð aðra eins eyðileggingu,“ sagði Papp um ástandið í Aleppo, þar sem hann sagði þörfina á lífsnauðsynjum mikla. Hann ferðaðist frá Damaskus til Aleppo á svæðum undir stjórn sýrlenska hersins en að sögn Papp geta hjálparsamtök yfirleitt aðeins starfað á svæðum annars hinna stríðandi aðila.

Í austurhluta Aleppo búa um 1,5 milljónir manna en „ekki eitt einasta hús stendur heilt,“ sagði Papp. Hann sagði borgarhlutann eyðilagðan. Engu að síður væri fólk að snúa aftur til að athuga hvort eitthvað væri eftir; hvort einhverja framtíð væri að finna í heimaborginni.

Hann sagði ekkert rennandi vatn í austurborginni og við vatnstanka í eigu SOS Barnaþorpa hefði hann átt samtal við mann sem færi margar ferðir á dag til að sækja vatn. Leiðin sem hann færi teldi marga kílómetra.

„90% eru konur og börn," sagði Papp en mennirnir hefðu annaðhvort gengið til liðs við hinar stríðandi fylkingar eða væru látnir. Hann sagði áhyggjuefni að börnin ættu ekki svar við því hvað þau vildu; ef hann spyrði son sinn þeirrar spurningar fengi hann langan lista en börnin í Aleppo svöruðu með þögn.

Þau vita hins vegar hvað þau vilja verða; læknar, kennrarar, bakarar. Í borgarhlutanum eru 14 skólar í rúst, sem þyrfti að endurreisa til að koma börnunum aftur í nám, sagði Papp. SOS Barnaþorp hafa þegar áætlanir um að endurbyggja einn skóla sem uppreisnarmenn notuðu sem sjúkrahús og fangelsi en fjármagn vantar.

Samtökin starfræktu barnaþorp í Aleppo sem þau neyddust til að yfirgefa í kjölfar árásar í nágrenninu. Eins og stendur starfrækja þau barnaþorp í Damaskus og tvær miðstöðvar þar sem börn eru hýst tímabundið. Þar dvelja 210 börn; börn sem hafa oftar en ekki fundist á götunni og eiga enga að. Samtökin greiða fjölskyldum fyrir að senda börnin sín í skóla til að forða þeim frá því að vera látin vinna frá unga aldri. Þá hafa þau séð tugum barna fyrir nauðsynlegum skurðaðgerðum og læknisþjónustu.

Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn ...
Papp sagði SOS Barnaþorp eiga í samstarfi við Rauða krossinn um að finna foreldra eða aðstandendur barna sem hefðu endað í þeirra umsjá. Oft væru það hermenn eða bara almennir borgarar sem kæmu með börnin til samtakanna, eftir að hafa fundið þau á götunni. mbl.is/Árni Sæberg

Eiga þau von?

Papp freistaði þess að svara því hvort unga kynslóðin í Sýrlandi ætti sér von. „Já, það er von,“ sagði hann. Það þyrfti fyrst og fremst að hjálpa börnunum að vinna úr og komast yfir þau áföll sem þau hefðu orðið fyrir og síðan að mennta þau. Hann sagði sláandi að upplifa hvernig þau hefðu vanist átökunum í kringum sig og hvernig skothríð og sprengingar hreyfðu vart við þeim.

Þegar Papp hafði lokið erindi sínu svaraði hann spurningum frá viðstöddum og var m.a. spurður um öryggi á starfssvæðum SOS Barnaþorpa í Sýrlandi. Hann útskýrði þá hvernig stríðandi fylkingar innheimtu oft gjald, eða „skatt“, af hjálparsamtökum en sagði það ekki eiga við í Damaskus. Hann sagði öryggi vissulega eitt helsta áhyggjuefni samtakanna enda erfitt að vinna með báðum aðilum á átakasvæðum. Rauði krossinn væri í raun einu samtökin sem kæmust upp með það en ágætt samstarf er með samtökunum tvennum.

Aðspurður sagði Papp SOS Barnaþorp ávallt freista þess að veita foreldrum sálræna aðstoð jafnt sem börnunum. Stærsta vandamálið sem blasti við væri hins vegar skortur á sérmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki. Sagði hann samtökin freista þess að afla sýrlenskum starfsmönnum þjálfunar erlendis og að fá erlenda sérfræðinga til aðstoðar.

Hann ítrekaði að samtökin tækju ekki afstöðu til átakanna í Sýrlandi og benti á að sama gilti í raun um íbúa austurhluta Aleppo; í fjölmiðlum hefði sú mynd verið dregin upp að íbúarnir væru allir á bandi uppreisnarmanna en það væri fjarri sanni. Flestir vildu bara vera heima hjá sér og hefðu freistað þess þar til þeim var ekki stætt lengur í borginni.

Papp kom einnig inn á ástandið í víðara samhengi og sagði um helming allra á vergangi yngri en 18 ára. SOS Barnaþorp hefðu unnið að því að skapa „barnavæn“ svæði á viðkomustöðum flóttamanna en í dag sæti fólk víða fast þar sem landamærum hefði verið lokað. Þá kom hann m.a. inn á hugmyndir um að smíða samræmda námskrá fyrir flóttabörn sem þau gætu fylgt eftir á vegferð sinni, hvar sem þau væru niðurkomin og í umsjá hvaða hjálparsamtaka sem væri.

mbl.is

Innlent »

Munum hafa frjálsari hendur

18:20 „Við erum spennt fyrir kosningunum, en tökum engu sem gefnu,“ segir Mark Field, þingmaður breska Íhaldsflokksins, en hann var staddur hér á landi í síðustu viku. Field er einn af varaformönnum flokksins og sinnir sérstaklega alþjóðatengslum hans. Meira »

Fleiri dagar vegna dræmrar veiði

17:35 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fjölga veiðidögum á grásleppuvertíð úr 36 í 46 samkvæmt tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Verður það gert með reglugerð sem tekur gildi miðvikudaginn 3. maí. Meira »

„Afsakið, geturðu hjálpað mér?“

17:00 „Afsakið, afsakið, geturðu hjálpað mér?“ sagði maðurinn sem beraði sig fyrir framan unga konu í sameigninni á stúdentagörðunum í Lindargötu og bað hana um að fróa sér. Íbúum hefur reynst erfitt að koma í veg fyrir að maðurinn dvelji í sameigninni í óleyfi. Meira »

Ferðaþjónustan veðjar á Kársnes

16:30 Hönnun nýrrar brúar yfir Fossvog gæti hafist á næsta ári ef áætlanir ganga eftir. Brúin mun tengja saman Kópavog og Reykjavík og stefnt að því að almenningsvagnar aki yfir brúna ásamt gangandi og hjólandi umferð. Meira »

Vegir auðir með undantekningum

15:48 Vegir eru að mestu auðir um allt land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Þó er hálka á Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði en snjóþekja á Öxi og hálkublettir á Breiðdalsheiði og Mjóafjarðarheiði. Meira »

Mæðgur töfruðu saman listaverk

15:30 Mæðgurnar Margrét Lóa og Viktoría höfðu aðeins eina viku til að gera fimmtíu afmælisbækur, í tilefni af hálfrar aldar afmæli þeirrar fyrrnefndu. Það var mikill sprettur og svefnlausar nætur, en allt tókst að lokum. Mamma ljóðskreytti myndir dóttur, las upp úr handgerðri bókinni í afmælinu og gaf gestum bækurnar. Meira »

Frumsýna myndina um Geirfinnsmál

14:56 Heimildamyndin Out of thin air sem fjallar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin verður heimsfrumsýnd á stærstu heimildaþáttahátíð Kanada, HotDocs, á mánudag, 1. maí. Meira »

Á annað hundrað biðu eftir skópari

15:07 Hátt í tvö hundruð manns biðu fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík við Hverfisgötu í nótt til að geta geta keypt nýju útgáfuna af Yeezy-skónum frá Adidas. Mikil eftirvænting er eftir skónum sem eru seldir í mjög takmörkuðu upplagi á heimsvísu. Meira »

Sinubruni við Akureyri

14:46 Slökkviliðið á Akureyri vinnur að því að ráða niðurlögum sinubruna sem kviknaði við Borgarbraut norðan við Glerárhverfi á Akureyri. Margir slökkviliðsmenn eru á staðnum og reyna að berja eldinn niður. Meira »

„Allir brugðust hárrétt við“

14:09 Engar skemmdir urðu á farþegaþotu Primera Air sem hafnaði utan flugbrautar á Keflavíkurflugvelli í gær. Til öryggis var skipt um eitt dekk en vélin er nú „útskrifuð“ eins og forstjóri fyrirtækisins orðar það í samtali við mbl.is. Meira »

Bað íbúa um að fróa sér

13:23 Kalla þurfti til aðstoð lögreglu í gærkvöldi vegna manns sem var í óleyfi í sameign á stúdentagörðum í miðbænum. Maðurinn beraði sig fyrir framan íbúa og bað hann um að fróa sér. Meira »

Botnar ekki í seinagangi ráðherra

12:16 „Þá er full ástæða til að ráðherra klári sína vinnu þannig að fólk viti hvaða bætur það hefur á árinu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem hefur lýst yfir miklum áhyggjum af óvissunni sem er uppi um or­lof­s­upp­bót al­manna­trygg­inga til líf­eyr­isþega. Meira »

Rannsókn mun taka daga eða vikur

11:50 Niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa á því hvers vegna farþegavél Primera Air hafnaði utan flugbrautar eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær mun taka einhverja daga eða vikur. Meira »

„Það kreppir víða skórinn“

10:54 „Auðvitað hefði ég viljað það en þetta er staðan eins og hún er núna en það er verið að auka fé til heilbrigðismála,“ segir Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Hann segir þröngt í búi.“ Meira »

400 ætla á strandveiðar

09:37 Fiskistofu höfðu síðdegis í gær borist rétt um 400 umsóknir um leyfi til strandveiða sem hefjast eiga næsta þriðjudag, 2. maí. Þetta er svipaður fjöldi og í fyrra, en við upphaf veiðanna voru leyfin alls 413. Meira »

Trommukennsla á parabólur

11:19 Starfsmenn Kópavogsbæjar létu snjókomu ekki á sig fá um daginn þegar þeir komu fyrir parabólum sem Sigtryggur Baldursson hefur lánað Menningarhúsunum í Kópavogi. Í dag, á lokadegi Barnamenningarhátíðar í Kópavogi, verður Trommu-Dísa á staðnum til að kenna gestum að spila á parabólurnar tvær. Meira »

Nýjar þyrlur í gagnið 2021-2023

09:57 Undirbúningur er hafinn vegna útboðs á þremur nýjum björgunarþyrlum fyrir Landhelgisgæsluna.   Meira »

Málverk af Davíð Oddssyni afhjúpað

09:35 Nýtt málverk af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, var afhjúpað í Valhöll í gær að viðstöddu fjölmenni. Það voru sonardætur Davíðs, Ástríður og Dagný Þorsteinsdætur, sem afhjúpuðu málverkið með aðstoð afa síns. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Fágæt tímarit til sölu, Birtingur, Jökull, Líf og list o.fl.
til sölu nokkur fágæt tímarit, Jökull, tímarit jöklarannsóknarfélagsins 1-47 á...
Glæsilegur dekurbíll !!
Grand Cherokee Overland 04, 8 cyl, 4.7l, 266 ha, ek. 150 þ. m. Í toppstandi, óry...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. F...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundi frestað
Fundir - mannfagnaðir
Knattspyrnufélagið Valur Aðalfun...