Holtavörðuheiði opnar á ný í sumar

Mynd úr safni, frá Holtavörðuheiði á fyrstu mánuðum 2015.
Mynd úr safni, frá Holtavörðuheiði á fyrstu mánuðum 2015. mbl.is

Ófært er og stórhríð á Holtavörðuheiði og opnast hún ekki fyrr en upp úr klukkan sjö í fyrramálið, sumardaginn fyrsta, ef veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni

Vetrarástand er á mörgum fjallvegum norðvestanlands, svo sem á Steingrímsfjarðarheiði, Hálfdán og Bröttubrekku. Hálkublettir eru á Hellisheiði. Steingrímsfjarðarheiði er ófær. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum og víða él og skafrenningur. Óveður og hálka er á Mikladal. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Á Norðvesturlandi er snjóþekja í Hrútafirði og á Þverárfjalli og hálkublettir og éljagangur á Siglufjarðarvegi og Vatnsskarði.  Á Norðausturlandi er óveður og hálka á Öxnadalsheiði og víða hálkublettir og éljagangur, segir jafnframt í tilkynningu.  

Reiknað er með suðvestanhvassviðri og stormi eða að 19-23 m/s í nótt. Skafrenningur og að auki vaxandi éljagangur og blinda þegar frá líður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert