Lægra lóðaverð lækkar íbúðaverð

Íbúðir í þessu fjölbýlishúsi verða ódýrari en ella vegna sveigjanlegri …
Íbúðir í þessu fjölbýlishúsi verða ódýrari en ella vegna sveigjanlegri reglugerðar. Teikning/KRar

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri verktakafyrirtækisins ÞG Verks, áætlar að breytingar á byggingarreglugerð, lægra lóðaverð og sveigjanlegri skipulagsskilmáli geri fermetraverð nýrra íbúða á Selfossi allt að 30% lægra en í nýju fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu.

„Í ljósi þrenginga á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu erum við vongóð um mikinn áhuga á þessum valkosti,“ segir Þorvaldur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

ÞG Verk áformar að reisa 56 íbúðir í þremur fjölbýlishúsum við Álalæk á Selfossi. Það eru fyrstu framkvæmdir félagsins á Selfossi.

Til að setja þetta í samhengi bjuggu 7.180 íbúar á Selfossi og í nágrenni í ársbyrjun. 

Geta hannað einfaldari íbúðir

Þorvaldur segir að vegna tilslakana á reglugerðinni sé hægt að leita ódýrari lausna.

„Það er búið að taka út ýmis hamlandi áhrif byggingarreglugerðarinnar, til dæmis kröfur um lágmarksstærðir baðherbergja, þvottahúsa, stofurýma, herbergja og geymslna. Slíkar kröfur í reglugerðinni hafa verið felldar niður í áföngum. Þá er meira frjálsræði í skilmálum deiliskipulags á Selfossi en við eigum að venjast. Við getum því hannað einfaldar og praktískar íbúðir sem verða á mun hagkvæmara verði en sambærilegar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu.

Hvert stæði getur kostað 4,5 milljónir

Þorvaldur segir það ákvörðun sveitarfélagsins að gera ekki kröfu um bílastæði neðanjarðar. Það lækki verðmiðann á íbúðunum verulega, enda kosti hvert stæði í kjallara 3,5-4,5 milljónir. Spurður um lóðarverð á hverja íbúð á Selfossi segir Þorvaldur það mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu.

Algengt fermetraverð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú frá hálfri milljón. Með því að lækka verðið um 30% fer það niður í 350 þúsund. Sá munur getur skilað um 9 milljónum króna ef íbúðin er 60 fermetrar.

Getur munurinn verið um 9 milljónir á íbúð, að hans sögn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert