Tugur minni skjálfta fylgir

Minni jarðskjálftar hafa fylgt þeim stóra sem mældist 4,3 að …
Minni jarðskjálftar hafa fylgt þeim stóra sem mældist 4,3 að stærð í dag. Mynd úr safni, Reykjanes. mbl.is/RAX

Á bilinu 10 til 15 minni skjálftar hafa verið staðsettir á Reykjaneshryggnum á sama stað og skjálfti af stærðinni 4,3 mældist um kl. 12.30 í dag. Í byrjun apríl var einnig skjálftahrina á þessu sama svæði. Jarðskjálft­ar eru frek­ar al­geng­ir á þess­um slóðum.

Þessir minni skjálftar sem hafa verið staðsettir eru allir minni en 3 að stærð.  

„Það kæmi ekki á óvart ef stærri skjálftar fylgdu,“ segir Hulda Rós Helgadóttir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands. Hún tekur fram að erfitt sé að spá fyrir um hversu margir eða stórir þeir muni verða. 

Fyrir viku var hrina jarðskjálfta ör­lítið nær landi.   

Margir urðu varir við skjálftann á Reykjanesinu. Fólk var duglegt við að tilkynna um skjálftann símleiðis og einnig á netinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert