Hlýr og úrkomusamur

Nýliðinn vetur var bæði hlýr og úrkomusamur.
Nýliðinn vetur var bæði hlýr og úrkomusamur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýliðinn vetur var bæði hlýr og úrkomusamur, að því er fram kom í grein Trausta Jónssonar veðurfræðings á bloggi hans og Hungurdiskum á Facebook í gærkvöld.

Trausti birti m.a. línurit með greininni þar sem hann bar saman hita íslenskra vetra í Reykjavík (grá lína) og á Akureyri (rauð lína) alllangt aftur í tímann. Ártöl standa við síðara ártal vetrarins. 2017 merkir veturinn 2016-2017.

Trausti bendir á að í Reykjavík sé vitað um fjóra hlýrri vetur. Veturinn 2002-2003 var hlýjastur, síðan 1928-1929, 1963-1964 og 1945-1946. Ámóta hlýtt og nú var einnig 1941-1942.

Reikningar á Akureyri ná aðeins aftur til vetrarins 1936-1937. Nýliðinn vetur er sá næsthlýjasti á því tímabili. Veturinn 2002-2003 er sá eini sem er hlýrri.

Veðurvefur mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert